Körfubolti

Fréttamynd

Okla­homa að valda Lakers og Dallas vand­ræðum

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Körfubolti
Fréttamynd

„Veigar Áki steig heldur betur upp“

Farið var yfir stöðu KR-liðsins í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Staða liðsins er vægast sagt svört og fallið blasið við. Samt sem áður náði liðið í sigur gegn Keflavík og átti Veigar Áki Hlynsson sinn þátt í því.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi tók út and­vöku­næturnar um jólin: „Það sem gerist, gerist“

„Ég er glaður, það er gaman að vinna. Mér fannst liðið spila vel í dag sem er ánægjulegt. Við vorum mjög agaðir varnarlega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, aðspurður hver lykillinn að sigrinum gegn Keflavík hefði verið. Með sigrinum heldur KR sér á lífi í Subway-deild karla í körfubolta. Það þarf hins vegar allt að ganga upp til að það gerist.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vitum að Kyri­e mun gera fólk brjálað eftir smá“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

„Auð­vitað er maður skeptískur á Warri­ors“

Rætt verður um meistaralið Golden State Warriors í Lögmál leiksins í kvöld. Liðið hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu og virðist ekki líklegt til að verja titil sinn. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Það er vond vara“

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins.

Körfubolti
Fréttamynd

West­brook á­fram í Los Angeles

Körfuboltamaðurinn Russell Westbrook verður samkvæmt umboðsmanni sínum áfram í Los Angeles þó svo að Lakers hafi sent hann til Utah Jazz fyrir ekki svo löngu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þegar hann er góður þá vinnur Tinda­stóll flest lið“

„Pétur Rúnar Birgisson átti flottan leik, hann átti svona leiðtogaleik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um frammistöðu Péturs Rúnars í sigri Tindastóls á Grindavík. Farið var yfir áhrif Pavel Ermolinskij, nýs þjálfara Stólanna, á Pétur Rúnar í þættinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar og félagar unnið fimm í röð eftir risasigur

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Rytas Vilnius eru á flugi í litháísku deildinni í körfubolta eftir að liðið vann öruggan 35 stiga sigur gegn Pieno Zvaigvdes í kvöld, 72-107. Þetta var fimmti deildarsigur liðsins í röð.

Körfubolti