Körfubolti

Fréttamynd

Er stjarna fædd í Grindavík?

Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon.

Körfubolti
Fréttamynd

Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna

Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“

Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir úr leik

Íslandsmeistarar Tindastóls eru úr leik í Evrópubikar FIBA. Þetta er ljóst þó enn sé einn leikur eftir af forkeppninni. Tindastóll endar í 2. sæti í sínum riðli með stigamun upp á -1 stig.

Körfubolti