Fótbolti

Fréttamynd

Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona

Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar skaut Lil­le á­fram í bikarnum

Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Kristian Nökkvi skoraði í stór­sigri

Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.

Fótbolti
Fréttamynd

Ton­ey skoraði í endur­komunni

Framherjinn Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir margra mánaða fjarveru en hann var dæmdur í leikbann af ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hafði veðjað á leiki deildarinnar. Hann fagnaði endurkomunni með marki í 3-2 sigri á Nottingham Forest.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henderson fer til Ajax

Jordan Henderson er  við það að ganga til liðs við hollenska liðið Ajax frá Al-Ettifaq í Sádi Arabíu samkvæmt nýjustu fréttum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus í bullandi titil­bar­áttu

Juventus er í bullandi titilbaráttu í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, eftir 3-0 sigur á Sassuolo. Þegar 20 umferðir eru búnar er liðið aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Inter frá Mílanó.

Fótbolti
Fréttamynd

Muri­elle frá Króknum í Grafar­holt

Markadrottningin Murielle Tiernan hefur ákveðið færa sig um set og mun spila með Fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar frekar en í Bestu deildinni með Tindastóli. Frá þessu greindi Fram á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Messi og Bon­matí leik­menn ársins

Lionel Andrés Messi og Aitana Bonmatí eru leikmenn ársins 2023 að mati Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Voru leikmennirnir tveir heiðraðir á hátíðlegri athöfn í Lundúnum.

Fótbolti