Fótbolti

Fréttamynd

Bára Krist­björg til liðs við Kristian­stad í Sví­þjóð

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun ekki stýra liði Augnabliks í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar þar sem hún er nýr þjálfari U17 og U19 ára liða Kristianstad í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir hefur stýrt aðalliði félagsins við góðan orðstír undanfarin ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Þægi­legt hjá Bayern, Atlético, Man City og Porto

Bayern München, Atlético Madrid, Manchester City og Porto voru öll komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar er leikir kvöldsins hófust. Það breytti því ekki að öll fjögur lið unnu sína leiki ásamt því að halda marki sínu hreinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur PSG og İstanbul Başakşehir kláraður á morgun

Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti nú rétt í þessu að leikur Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain og İstanbul Başakşehir yrði kláraður á morgun eftir að bæði lið gengu af velli í kvöld vegna kynþáttafordóma fjórða dómara leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

RB Leipzig komst á­fram á kostnað Manchester United

RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Daði bjargaði stigi fyrir Millwall

Jón Daði Böðvarsson kom inn af varamannabekk Millwall og tryggði liðinu stig gegn Queens Park Rangers með sínu fyrsta marki í ensku B-deildinni á leiktíðinni, lokatölur 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Aron aftur í ÍBV

Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er snúinn aftur í raðir ÍBV. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Eyjamenn sendu út nú rétt í þessu.

Íslenski boltinn