Fótbolti

Fréttamynd

Lands­liðs­fyrir­liðinn með veiruna

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er með kórónuveiruna. Stutt er í næstu leiki landsliðsins sem verða í undankeppni HM 2022. Óvíst er hvort þetta hafi áhrif á komandi verkefni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir fram­haldinu þrátt fyrir undar­legar fyrstu vikur hjá Esb­jerg

Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Valur 2-1 | Víkingar frábærir er þeir jöfnuðu Valsmenn að stigum á topp deildarinnar

Víkingur átti einn besta hálfleik sem sést hefur til að vinna Valsmenn á heimavelli fyrr í kvöld 2-1. Kwame Quee og Viktor Örlygur Arnarson sáu um að skora en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik sem var algjörlega í eign hiemamanna sem létu Valsmenn líta mjög illa út. Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleik en Víkingur var heilt yfir betra liðið og unnu leikinn verðskuldað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spánar­meistarar Atlético byrja á sigri

Angel Correa sá til þess að Spánarmeistarar Atlético Madrid hófu tímabilið á sigri er liðið mætti Elche í fyrstu umferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur 1-0, einkar óvænt eða hitt þó heldur.

Fótbolti
Fréttamynd

Greenwood bjargaði stigi fyrir United

Southampton og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli er þau mættust í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á St. Mary's á suðurströnd Englands í dag. Mark Masons Greenwood bjargaði stigi fyrir United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Grealish komst á blað í stórsigri City

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á sigurbraut eftir 5-0 heimasigur á nýliðum Norwich City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jack Grealish skoraði sitt fyrsta mark fyrir City eftir skiptin frá Aston Villa í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ødega­ard búinn að semja við Arsenal

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. 

Enski boltinn