Fótbolti

Fréttamynd

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Man United stigin þrjú

Manchester United vann 2-1 sigur þegar að liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jesse Lingard kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum, en það var David De Gea sem var hetja liðsins þegar hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jimmy Greaves er látinn

Jimmy Greaves, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, er látinn. Greaves var 81 árs, en hann er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í efstu deild á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmundur Þórarinsson lagði upp í sigri

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC unnu góðan 2-1 sigur gegn FC Cincinnati í bandarísku MLS deildinni í knattspynu í nótt. Guðmundur lagði upp jöfnunarmark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistararnir á toppinn eftir stór­sigur

Ítalíumeistarar Inter Milan gjörsamlega pökkuðu Bologna saman í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er liðin mættust á Giuseppe Meazza-vellinum. Lokatölur 6-0 og Inter komið tímabundið á topp deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar

Liverpool kom sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn Crystal Palace. Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu báðir fyrir Liverpool eins og svo oft áður og Naby Keita bætti því þriðja við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Djibril Cissé leggur skóna á hilluna

Fyrrum framherji Liverpool, Djibril Cissé, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna endanlega á hilluna. Hann mun nú snúa sér að þjálfun yngri leikmanna Marseille í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Pelé laus af gjörgæslu

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er laus af gjörgæslu eftir að hann gekkst undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr ristli hans.

Fótbolti