Fótbolti

Fréttamynd

Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez

Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald.

Enski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Kefla­vík-KR 0-0 | Bæði lið ósátt með jafntefli

Það var virkilega fallegt veður í Keflavík í kvöld þegar að heimamenn fengu KR í heimsókn á Nettóvöllinn. Sól og heiðsýrt en kólnaði talsvert þergar að líða tók á leikinn. Bæði liðin í hatramri baráttu um efstu sex sætin í Bestu deildinni. Fyrir leikinn var KR í sjötta sæti með 24 stig en Keflavík í því sjöunda með 21 og ljóst að bæði liðin myndu selja sig dýrt. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir skemmtilega takta og mörg færi lauk leiknum með markalausu jafntefli, 0-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stór­leikur sem bæði lið verða að vinna

Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrir­­­­­sögnunum

Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall.

Fótbolti
Fréttamynd

Rómverjar byrja á naumum sigri

Roma fór með 1-0 sigur af hólmi þegar liðið sótti Salernitana heim í fyrstu umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hallgrímur: Við erum bara í þessari toppbaráttu

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með 3-0 sigur sinna manna gegn ÍA á Greifavellinum á Akureyri í dag. Arnar Grétarsson, aðalþjálfari liðsins, tók út sinn annan leik af fimm leikja banni sem hann hefur verið dæmdur í.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi: Þegar maður heyrir áhuga þá reikar hugurinn eitthvað

KA vann 3-0 sigur gegn ÍA í Bestu deild karla á Greifavellinum í dag. Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir 35. mínútna leik og heimamenn gengu á lagið með þremur góðum mörkum í seinni hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði eitt mark og Nökkvi Þeyr Þórisson tvö. Nökkvi er þar með orðinn markahæstur í deildinni sem stendur með 13 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú íslensk mörk fyrir Sogndal

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Sogndal í 4-0 sigri liðsins gegn Mjøndalen. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig á meðal markaskorara hjá Sogndal. 

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegur sigur Bayern München

Bayern München er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku efstu deildinni í fótbolta karla. Liðið vann Wolfsburg með tveimur mörkum gegn engu á Allianz Arena. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arteta: Aldrei upplifað annað eins

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

Enski boltinn