Fótbolti

Fréttamynd

„Fengum á okkur tvö ódýr mörk og það skildi liðin að“

„Þetta var eiginlega bara stál í stál en þeir refsuðu okkur betur, tóku þau færi sem þeir fengu,“ sagði fyrirliðinn Brynjólfur Andersen Willumsson eftir súrt 2-1 tap Ú-21 árs landslið Íslands gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna um sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrúlegar tilviljanir lituðu sigur Þorláks

Það var kraftaverki líkast þegar knattspyrnuliðið Þorlákur vann Boladeildina í knattspyrnu fyrr í vikunni, á afmælisdegi vinar liðsmanna sem féll fyrir eigin hendi - og liðið heitir eftir. Liðið fékk síðar að vita að sigurmarkið í hinum æsispennandi leik hefði verið skorað á nánast sömu mínútu og Þorlákur heitinn kom í heiminn á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir bless eftir frábært sumar

Þjálfarinn þrautreyndi Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta. Hann skilur við liðið í næstefstu deild eftir að hafa stýrt því til sigurs í 2. deild í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög gott lið og þetta verður svakalegur leikur“

„Hér eru leikmenn framtíðarinnar að spila, úrslitaleik á heimavelli. Þetta eru efnilegir strákar sem að munu spila góða rullu fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er tími til að koma hingað [í dag] og horfa á tvö góð lið og flotta leikmenn spila fótbolta.“

Fótbolti
Fréttamynd

„Erum með íslensku þjóðina á bakvið okkur hérna“

„Við erum með mjög gott lið og höfum fulla trú á okkur sjálfum. Við vitum hvað við getum gert sem lið, keyrum á þá og gerum okkar allra besta til að ná í úrslit,“ segir framherjinn ungi Orri Óskarsson fyrir einvígið við Tékkland sem hefst í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður inn fyrir meiddan varnarmann

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á sínum hópi nú þegar rúmur sólarhringur er í leikinn mikilvæga við Tékkland á Víkingsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós á skotskónum en Rosengård í kjör­stöðu

Íslendingalið Brann og Rosengård gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði mark Brann en Guðrún Arnarsdóttir stóð vaktina í vörn gestanna. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg sem fékk Real Madríd í heimsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði

Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara og stöllur þurfa sigur á heimavelli

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus þurfa á sigri að halda á heimavelli í síðari viðureign liðsins gegn HB Køge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í Danmörku í dag.

Fótbolti