Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Sjö fengin til að skapa Ára­móta­skaupið

Höfundar Áramótaskaupsins í ár verða þau Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Reynir Lyngdal mun leikstýra Skaupinu líkt og síðastliðin tvö ár.

Lífið
Fréttamynd

Reynslubolti af Mbl.is í morgunútvarp Rásar 1

Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til Ríkisútvarpsins þar sem hún á að leysa af Þórunni Elísabetu Bogadóttur á Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið. Hún starfaði lengi sem fréttastjóri og blaðamaður á Mbl.is.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rás 2 ekki með Ingó á sérstökum bannlista

Útvarpskonan Heiða, sem sér um Næturvakt Rásar 2 þar sem tekið er á móti óskalögum hlustenda, kom sér hjá því að spila lög með Ingólfi Þórarinssyni um helgina þó óskir um það lægju fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýsingar RÚV fyrir Krakka­f­réttir ó­lög­legar

Ríkisútvarpið hefur verið sektað um milljón króna vegna auglýsinga sem voru sýndar beint á eftir Krakkafréttum alla vetur frá nóvembermánuði 2015 og til maímánaðar 2021. Samkvæmt fjölmiðlalögum er óheimilt að sýna auglýsingar strax fyrir og í kjölfar dagskrárliðar sem ætlaður er börnum 12 ára og yngri.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að tjá sig um afsökunarbeiðnina

Stjórnendur Samherja ætla sér ekki að útskýra frekar yfirlýsingu þeirra þar sem beðist var afsökunar á harkalegum viðbrögðum þeirra við umfjöllun um fyrirtækið og málefni þess í Namibíu og víðar. Yfirlýsingin, sem send var út í gær, hefur vakið spurningar.

Innlent
Fréttamynd

Samherji bað Lilju um útskýringu á ummælum hennar

Lögmaður á vegum Samherja sendi bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt.

Innlent
Fréttamynd

„Ein­stakt, for­­dæma­­laust og graf­al­var­­legt“

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. 

Innlent
Fréttamynd

Sigmar Guðmunds skipar annað sætið á eftir Þorgerði Katrínu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mun leiðir framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) fyrir komandi þingkosningar. Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður er í 2. sæti listans og Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur skipar 3. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ársæll sýknaður í máli vegna Paradísarheimtar

Jón Ársæll Þórðarson, Steingrímur Jón Þórðarson og Ríkisútvarpið hafa verið sýknuð í einkamáli sem viðmælandi í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt höfðaði á hendur þeim. Var krafist fjögurra milljóna króna miskabóta og sagði konan viðtöl við sig hafa verið birt án samþykkis hennar.

Innlent
Fréttamynd

Vinur minn Anfinn í tröllahöndum

Síðasta vetrardag, sá ég allt í einu minn gamla vin Anfinn Olsen birtast í sjónvarpinu hér heima. Eins og hann kom fyrir í sjónvarpinu þekki ég ekki minn mann. Hann var frekar utan við sig og tafsaði í svörum, eitthvað sem er ólíkt honum. Sá Anfinn sem ég þekki er skarpur og snar en þegir ef hann hefur ekkert til málanna að leggja.

Skoðun
Fréttamynd

209 milljóna tap Ríkis­út­varpsins

Ríkisútvarpið tapaði 209 milljónum króna eftir skatta á árinu 2020, samkvæmt rekstrarreikningi sem kynntur var á aðalfundi í dag. Afkoma Ríkisútvarpsins sé þannig neikvæð í fyrsta sinn frá árinu 2014 vegna kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur Gísla Martein brotlegan við siðareglur RÚV

Þórdís Pálsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur víst að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hafi gerst brotlegur við hina umdeildu 3. grein siðareglna RÚV í heitum umræðum um umferðarmál í Vesturbænum. Gísli Marteinn segist hafa fengið leyfi útvarpsstjóra til að tjá sig um umhverfi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu á streymið frá eld­stöðvunum eftir að skilti var sett fyrir mynda­vélina

Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið.

Innlent