Besta deild karla

Fréttamynd

Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga

Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar: Mér fannst frammistaðan alveg verðskulda þrjú stig

KA vann 1-0 sigur á Leikni Reykjavík á Dalvíkurvelli nú í kvöld. Ásgeir Sigurgeirsson skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var nokkuð sáttur með spilamennsku síns liðs í leiknum og fyrst og fremst að fá stigin þrjú.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Þór spilaði kvið­slitinn

Bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson var nokkuð óvænt í byrjunarliði Keflavíkur er liðið hóf leik í Bestu deild karla. Rúnar Þór hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni og er kviðslitinn en spilaði samt sem áður 75 mínútur í 4-1 tapi á Kópavogsvelli í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts

Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar Örn: Eigum að klára svona leik með sigri

Óskar Örn Hauksson er kominn á blað með Stjörnumönnnum í Bestu-deildinnni í fótbolta karla en hann skoraði seinna mark liðsins þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Skagamönnum í fyrstu umferð deildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn: „Leikmenn voru rétt stilltir í dag“

„Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur að stærstum hluta. Fyrstu 65 mínúturnar fannst mér virkilega góðar, mikil orka og mikill kraftur en síðan gáfum við eftir og hleyptum þeim fullmikið inn í leikinn fyrir minn smekk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram.

Íslenski boltinn