Fastir pennar

Fréttamynd

Að setja hlutina í samhengi

Þegar jarðskjálftarnir í Haítí lögðu höfuðborg landsins að mestu leyti í rúst nú í vikunni vorum við Íslendingar minntir á hvað raunverulegar hamfarir eru. Á augabragði var þjóðin rifin upp úr eigin dægurþrasi um Icesave og fréttir af gífurlegu mannfalli og eyðileggingu á Haítí varð fyrsta frétt á öllum fréttamiðlum og ýtti þar með Icesave aftar í umræðuna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svör óskast

Vart hefur verið um annað rætt liðna sólarhringa en synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldanna. Strax að loknum fréttamannafundinum á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag tóku við linnulitlar vangaveltur um hvaða áhrif ákvörðunin hefði, hvort líf ríkisstjórnarinnar væri í hættu og hvaða viðbragða mætti vænta frá umheiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Von og vissa

Það er erfitt að álasa fólki fyrir stóryrði þegar skelfing grípur um sig. Samt getur það ráðið úrslitum að leiðbeiningar í björgun nái að berast sem flestum. Gott væri að alþingismenn hefðu þetta í huga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framhaldssagan

Að undanförnu hefur dunið yfir Frakka framhaldssaga, sem ég hygg þó að enginn hafi óskað eftir; það er sagan um hjónabandsmál forsetans, sem nú virðist lokið að sinni með skilnaði, hvert sem áframhaldið kann að verða. Þetta er í rauninni nýjung.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dagur án Sarkó

Síðan Frakkar kusu Sarkozy í embætti forseta hafa þeir ekki haft neinn frið til að gleyma því og hugsa um annað, því Sarkozy er alls staðar og alltaf, hann er sýknt og heilagt í öllum fjölmiðlum, hvert sem höfði er snúið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kaupum regnskóg!

Forseti Ekvador hefur boðið heimsbyggðinni regnskóg til sölu. Landið er fátækt og þarf á nýjum tekjum að halda. Miklar auðævi leynast undir þjóðgarði í landinu, sem nú er ógnað vegna áforma um að vinna olíu sem þar er að finna. Nýkjörinn forseti, Rafael Correra, vill hætta við olíuvinnsluna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifærið er núna

Góð menntun er undirstaða fjölbreyttrar atvinnu og öflugs samfélags. Íslendingar eiga enn mörg verkefni óunnin í menntun landsmanna. Þar skiptir miklu að hugmyndir okkar Vinstri–grænna um fjölbreytni og menntun verði hafðar að leiðarljósi. En hvaða tækifæri eru framundan í íslenskum menntamálum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Jafnrétti heima og heiman

Í júní á síðasta ári varð ég þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsta konan í sögu íslenska lýðveldisins til að gegna embætti utanríkisráðherra. Á þeim tíu mánuðum sem ég hef setið við stjórnvölinn í utanríkisráðuneytinu hef ég lagt sérstaka áherslu á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við alla stefnumörkun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjögur ár í viðbót?

Það skyldi þó ekki fara svo að ríkisstjórnin héldi velli í haust og við fengjum fjögur ár í viðbót af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannréttindi sniðgengin

Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttindum launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Yfirburðir hvíta kynstofnsins

Hópur ungra karlmanna fer um og áreitir jafnaldra sína á almannafæri þangað til þolinmæði þeirra brestur og orðaskipti leiðast í handalögmál og ofbeldis. Orsökin er óljós, segir lögregla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðgerðir gegn ofbeldi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt ítarlega aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis fyrir tímabilið 2006 – 2011. Hún byggist á margvíslegum aðgerðum sem stjórnvöld munu beita sér fyrir til að sporna gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisbrotum sem beinast gegn börnum auk aðgerða til að koma þeim til aðstoðar sem orðið hafa fyrir áðurnefndu ofbeldi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að skila auðu

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa í mörgum kosningum náð að toga kjósendur á miðjunni til fylgis við sig. Breytist það er hætta á að hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins skili auðu í næstu alþingiskosningum. Það er ekki sjálfgefið að kjósendur styðji sama stjórnmálaflokkinn aftur og aftur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dansk-íslenskafélagið

Sendiráðið í Danmörku og ráðuneytin hér heima hafa erindi að sinna í danskri slóð. Við erum í félagi með Dönum - eigum með þeim langa sögu og hollt væri, báðum þjóðunum til nokkurs þroska og dýpri sjálfsskilnings, að hún væri rakin enn á ný og skoðuð nýjum augum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sundrung Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kemur lemstraður og blóðrisa út úr prófkjöri sínu. Þar sáðu sigurvegarar til sundrungar sem líkleg er til að kalla fram langvinn átök einsog þau sem áratugum saman skóku flokkinn milli Gunnars Thoroddsen og Geirs Hallgrímssonar. Í eftirleik prófkjörsins ganga harðar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð sem kunni að hafa ráðið úrslitum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lífeyrissjóðagjáin brúuð

Hvernig væri ef við hættum alfarið skerðingum vegna atvinnutekna? Lítum á greiðslur almannatrygginga til eldri borgara sem tekjur, ef aldraðir vinna sér inn umfram það bætist sú upphæð við það sem ríkið greiðir og síðan yrði lagður á skattur eins og hjá öðrum í landinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsilaust að stunda vændi Björgvin guðmundsson skrifar

Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nekt og vinstri græn

Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlutleysi á hlutleysi ofan

Hlutlaus seðlabankastjóri tjáir sig um heitustu málefni líðandi stundar í hlutlausu ríkissjónvarpi. Er hægt að vera öllu hlutlausari? Einhvers staðar stendur að Seðlabankinn eigi að vera óháður ríkisvaldinu. Mikið rétt ¿ og er það ekki líka dásamleg sönnun um sjálfstæði hans að bankastjórinn hiki ekki við að senda jafnt stjórn og stjórnarandstöðu tóninn þegar honum mislíka orð þeirra og gerðir. Auk þess stendur hvergi að stjórn landsins skuli óháð Seðlabankanum!

Fastir pennar
Fréttamynd

Lögreglu sé sýnd virðing

Um helgina þurfti lögreglan í Reykjavík ásamt liðsauka að beita kylfum til að hafa hemil á ungmennum fyrir utan hús í Skeifunni. Þar hafði hópur framhaldsskólanema safnast saman fyrir utan hús, þar sem jafnaldrar þeirra höfðu efnt til samkvæmis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Írland í góðum gír

Írland logar af lífi og fjöri sem aldrei fyrr og er nú eitt ríkasta land heims og hefur safnað eignum í útlöndum, ekki skuldum. Það sér ekki enn fyrir endann á uppsveiflunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Betri grunnskóla

Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti að stjórnvöld á Íslandi hafi einungis áhuga á álbræðsluiðnaði en láti sig litlu varða menntun og hátækni. Þegar að er gáð stenst sú fullyrðing enga skoðun. Við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hvað stærstum hluta þjóðarframleiðslu okkar í rannsóknir og þróun. Það sem meira er, útgjöld til menntamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru hvað hæst á Íslandi af ríkjum OECD.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brot gegn börnum

Það er mikilvægt að þessi þjónusta við borgarana þróist í rétta átt, því mál af þessu tagi geta verið mjög vandmeðfarin, og mikilvægt að hæft starfsfólk veljist til að sinna þessum málum. Neyðarlínunni er því vandi á höndum, en ekki er annað vitað en þessi starfsemi hafi gengið vel, og hún á greinilega eftir að vaxa, þegar tímar líða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jöfnuður, saga og stjórnmál

George Bush, núverandi forseti og flokksbróðir Reagans, hefur gengið enn lengra á þessari braut með fulltingi þingsins, sem hefur lotið stjórn repúblikana síðan 1994. Fjórða hvert bandarískt barn býr við fátækt samkvæmt viðteknum skilgreiningum á móti tuttugasta hverju barni í Svíþjóð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Brot á almennum borgurum

Alþjóðasamfélagið verður að rísa upp og hafna þessum árásum á almenna borgara. Tjónið er þegar orðið óbætanlegt og þessu stríði verður að ljúka áður en enn frekari skörð verða höggvin í raðir almennra borgara og uppbyggingu samfélagsins í Líbanon.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einu sinni var...

"Einu sinni var ...". Þannig byrja mörg ævintýri og byrjunin ein vekur eftirvæntingu í huga okkar og ljúfar minningar um sögur sem okkur voru sagðar í æsku. Við erum söguþjóð og flestir njóta þess að segja og hlusta á sögur. Þessa dagana og vikurnar eru flestir í sumarfríi og fjölmargir á ferð um landið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vegurinn til Hallormsstaðar

Í liðinni viku var rætt við fréttamann sem staddur var í Kastrup. Og öll erum við orðin hræðilega vön því að talað sé við fólk í Dalvík og í Ólafsfirði. Enn hrapar næmi fjölmiðlafólks fyrir því hvar við erum stödd á landinu. Hin nákvæma tilfinning íslenskunnar fyrir staðsetningu, legu og lögun staðar, hverfur fyrir flatneskjulegu og enskustolnu orðfæri. Eða finnst okkur ekki fallegur (og eðlilegur) munur á því að fara upp á Akranes og koma síðan í Borgarnes?

Fastir pennar
Fréttamynd

Styrinn um strætó

Hitt er annað mál að ekki virðist hafa tekist eins vel og skyldi að byggja upp alveg nýtt kerfi og hugsanlegt er að hreinlega hafi ekki verið gengið nógu langt í að endurhugsa kerfið algerlega frá grunni.

Fastir pennar