Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

130 greindust innan­lands

130 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 63 af þeim 130 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 48 prósent. 67 voru utan sóttkvíar, eða 52 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Tíu bestu löndin fyrir giggara að búa

Giggarastörf er sú tegund starfa sem fjölgar hvað hraðast í heiminum í dag, nánast á ógnarhraða.  Giggarastörf eru þó misþekkt eftir löndum. Til dæmis er umræðan um giggarastörf á Íslandi frekar ný á nálinni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sá sem dó var fullbólusettur

Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ítreka að þetta verður alltaf val“

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir afar mikilvægt að ef verði af bólusetningu barna hér á landi að þá verði það undirbúið með öllum tiltækum ráðum og upplýsingum. Lykilatriði sé að fólk átti sig á því að um val sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól

Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

147 greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær

147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið

Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Erlent
Fréttamynd

Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir

Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 

Innlent
Fréttamynd

Heimila heimsóknir á ný

Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að rýmka heimsóknarreglur á spítalanum en frá og með miðvikudeginum næsta, 15. desember, verða heimsóknir leyfðar á spítalanum á ný.

Innlent
Fréttamynd

Tíu auka starfsmenn kallaðir út í leikhúsið vegna hraðprófa

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd Alþingis að Leikfélagi Reykjavíkur verði tryggður fimmtíu milljóna króna stuðningur til að mæta tekjutapi og kostnaði á árinu sem er að líða af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Tíu auka starfsmenn eru kallaðir út á hverju sýningarkvöldi til að skanna hraðpróf.

Menning
Fréttamynd

128 greindust innan­lands

128 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 af þeim 128 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 50 prósent. 64 voru utan sóttkvíar, eða 50 prósent.

Innlent