Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Svona var 148. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Sex greindust með smit í Ilu­lissat

Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.

Erlent
Fréttamynd

Svíar og Frakkar loka á Bretland

Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Innlent
Fréttamynd

Fauci bólu­setti jóla­sveininn

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur.

Lífið
Fréttamynd

Banna flug frá Bret­landi vegna nýja af­brigðisins

Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Fréttamynd

Þrettán greindust innanlands í gær

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu. Fimm voru utan sóttkvíar. Öll greindust í einkennasýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

WHO í sam­skiptum við Breta vegna nýja af­brigðisins

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fylgist grannt með stöðu mála í Bretlandi vegna nýja afbrigðisins af kórónuveirunni sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnaborg og suðausturhluta Bretlands. Stofnunin er í nánum samskiptum við yfirvöld og verið er að rannsaka afbrigðið.

Erlent
Fréttamynd

Þing­kona sýndi frá bólu­setningu á Insta­gram

Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins.

Erlent
Fréttamynd

Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi

Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna.

Erlent
Fréttamynd

Biden bólu­settur eftir helgi

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann yfir hátíðirnar á Ítalíu

Öll svæði Ítalíu hafa nú verið skilgreind sem hættusvæði og útgöngubann verður í gildi yfir hátíðirnar. Ítalir mega aðeins ferðast til og frá vinnu og til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna

Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu.

Erlent
Fréttamynd

Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lög­reglu

Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni.

Innlent