Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Unnu án markvarðar og varamanna

Argentínska stórliðið River Plate var án markvarðar og varamanna þegar liðið landaði 2-1 sigri gegn Independiente Santa Fe í Meistaradeild Suður-Ameríku í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“

Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Starfsmaður í H&M smitaður

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Meðlimir hópsins líklegast smitast á hótelinu

Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum

Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri.

Erlent
Fréttamynd

ESB opnar landamærin fyrir bólusettum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tekið þá ákvörðun að opna landamæri ríkjasambandsins fyrir ferðamönnum sem hafa verið bólusettir að fullu. Þessi ákvörðun var tekin í morgun en hefur ekki verið tilkynnt opinberlega þar sem ákvörðunin hefur ekki verið staðfest af erindrekum aðildarríkja ESB.

Erlent
Fréttamynd

Einn í Gagnamagninu með Covid-19

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið. Svo segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Lífið
Fréttamynd

Tæp­lega 70% sam­dráttur í losun frá Evrópu­flugi í faraldrinum

Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013.

Innlent
Fréttamynd

„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“

„Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna

Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin

Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum.

Innlent
Fréttamynd

Skelltu tveimur íbúðarblokkum í sóttkví

Heilbrigðisyfirvöld í litlum bæ í grennd við Düsseldorf í Þýskalandi gripu til sérstaklega róttækra aðgerða vegna kórónuveirusmita af völdum indverska afbrigðisins um helgina.

Erlent