Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Daði Freyr og Árný laus úr einangrun

Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný  greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga.

Lífið
Fréttamynd

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni

Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk.

Erlent
Fréttamynd

Einn greindist smitaður í sóttkví

Aðeins einn greindist smitaður af kórónuveirunni í gær og var hann í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum af af þeim bíða tveir niðurstaðna mótefnamælingar.

Innlent
Fréttamynd

Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt

Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum.

Innlent
Fréttamynd

Fá greiddan launa­auka en enga yfir­­vinnu

Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafa fengið greidda launa­auka vegna á­lags í heims­far­aldrinum upp á sam­tals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynis­son og Rögn­valdur Ólafs­son hjá al­manna­vörnum hafa unnið rúma 2.500 yfir­vinnu­tíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöru­tíu sjúkra­flutningar tengdir hóp­smitinu

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Delta-af­brigðið greinist í Ástralíu

Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum.

Erlent
Fréttamynd

Mælir ekki með að bólu­settir láti mæla mót­efna­svar

Rannsóknarstofan Sameind býður nú bólusettum að koma til sín og láta mæla hversu sterkt mótefnasvar þeir eru með við Covid-19 eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir mælir ekki með því að fólk nýti sér það og segir verndina, sem bóluefnið veitir, háða öðrum þáttum en mótefnasvari.

Innlent
Fréttamynd

Um bólu­setningar og hlut­leysi skóla

Síðustu ár hefur reglulega komið upp krafa um hlutleysi skóla í umdeildum málum. Í sjálfu sér hefur ekki farið fram mikil umræða um hlutleysiskröfuna sem slíka. Oftar er um að ræða einstök tilfelli sem af einhverjum ástæðum vekja heitar tilfinningar í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hópsýking hjá hælisleitendum

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Innlent