Verslun

Fréttamynd

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þreytt á Kram­búðinni í and­dyri Vest­fjarða

Sveitar­stjóri Dala­byggðar segist vera ó­sáttur við svör Sam­kaupa um rekstur verslunar í Búðar­dal. Sveitar­stjórn hefur skorað á Sam­kaup að opna þar dag­vöru­verslun í stað Kram­búðarinnar. For­svars­menn Sam­kaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitar­stjórn á mið­viku­dag.

Innlent
Fréttamynd

Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“

„Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Áttunda áratugnum gefið nýtt líf

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA fagnar áttatíu árum og í tilefni stórafmælisins hefur nokkrum vinsælum og þekktum vörum verið gefið nýtt líf. 

Lífið
Fréttamynd

Ráð­herra fékk fyrsta gjafa­kort sinnar tegundar í heimunum

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt stafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók formlega við fyrsta gjafakorti Kringlunnar í dag og verslaði með því í snyrtivörudeild Hagkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagur hyggst bjóða Kjöt­borgar­bræðrum í kaffi

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, hyggst bjóða eig­endum Kjöt­borgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónas­sonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjald­skyldu við búð bræðranna að er­lendri fyrir­mynd.

Innlent
Fréttamynd

Sólar­geislinn Amanda í Holta­görðum

Amanda Rós Zhang hefur unnið í Bónus í tólf ár og er þekkt fyrir glaðværð og þýtt viðmót á kassanum í Holtagörðum, þar sem hún mætir viðskiptavinum ávallt með sólskinsbros á vör. Við mæltum okkur mót við Amöndu á kassanum í Íslandi í dag í fyrradag.

Lífið
Fréttamynd

Engillinn á af­greiðslu­kassanum

„Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær.

Lífið
Fréttamynd

Guð­mundur hættir aftur hjá Bónus

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu frá og með áramótum. Hann hefur gegnt starfinu síðan árið 1998, 25 ár. Björgvin Víkingsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og innkaupastjóri Bónus hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra og tekur við um áramótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­stök verslun í 50 ár

Verslunin Fjarðarkaup hefur verið samofinn sögu Hafnarfjarðar undanfarna hálfa öld en hún heldur upp á 50 ára afmæli sitt dagana 21.-30. september.

Samstarf
Fréttamynd

Sigurður frá Basko til ILVA

Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan á Granda opnuð á ný í dag

Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar.

Neytendur