Innlent Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili Skortur á hjúkrunarrýmum neyðir fjölda eldri borgara til að eyða ævikvöldinu á öldrunarstofnunum fjarri heimabyggð. Vandamálið hefur verið viðvarandi í áratugi. "Ekkert annað en hreppaflutningar," segir fyrrverandi landlæknir. Innlent 26.7.2006 23:07 Vilja að skoðun Íslands heyrist Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að gripið verði til aðgerða til að stöðva það sem í ályktuninni er kallað mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon. Innlent 26.7.2006 23:06 Ekkert eftirlit yfir veturinn Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta, mun standa mannlaus næstkomandi vetur. Að sögn Valdimars Halldórssonar staðarhaldara verður enginn búsettur á staðnum til að hafa eftirlit yfir vetrarmánuðina. „Hér var áður vetrarmaður, sem passaði rollur fyrir fyrrverandi staðarhaldara, en svo verður ekki næsta vetur,“ segir Valdimar. Innlent 26.7.2006 23:07 Netsímatæknin veldur titringi Reikna má með því tækninýjungar er tengjast VoIP (Voice over Internet Protocol) netsímatækni ryðji sér í auknum mæli til rúms á markaði í framtíðinni. Reynslan erlendis bendir til þess að netsímatækni sé komin til að vera. Innlent 26.7.2006 23:07 Fasteignasalar stefna eigin eftirlitsnefnd Félag fasteignasala hefur stefnt eftirlitsnefnd félagsins fyrir dóm vegna þess að því þykir nefndin ekki taka nógu hart á brotum fasteignasala í starfi og að hún hafi ekki sinnt fjölda verkefna sem til hennar hafi verið beint. Innlent 26.7.2006 23:06 Nær þrefaldast á þremur árum Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga árið 2006 nemur 12,2 milljörðum króna og hækkar um liðlega 60 prósent frá síðasta ári. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 85 þúsund og fjölgar þeim um nálægt 10 prósent milli ára. Innlent 26.7.2006 23:07 Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu Framkvæmdastjóri BM ráðgjafar segir Já neita úthringifyrirtækjum um þjónustu og beita einokunarstöðu sinni til að margfalda verðlagningu. Framkvæmdastjóri Já segir fyrirtækið ekki sjá um úthringiþjónustu. Innlent 26.7.2006 23:06 Ísland geri tvíhliða samninga Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir líklegt að í framtíðinni muni Ísland einblína á tvíhliða viðræður um fríverslunarsamninga, þar sem Doha-viðræðum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) hafi verið frestað um ótiltekinn tíma. Hann telur ólíklegt að landbúnaðartollar á Íslandi verði lækkaðir einhliða, heldur verði það gert sem áður í fríverslunarsamningum við önnur ríki. Innlent 26.7.2006 23:07 Svefnpoki á 3.500 krónur Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Innlent 26.7.2006 23:07 Samningur upp á 45 milljarða Iceland America Energy, dótturfélag íslenska orkunýtingarfélagsins Enex hf., gerði á dögunum samning við Pacific Gas & Electric í Kaliforníu um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku. Innlent 26.7.2006 23:06 Ótrúlegt að ekki fór verr Flutningabíll frá Hringrás með brotajárnsfarm lenti út af vegi efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal um miðjan dag í gær. Bremsubúnaður í bílnum gaf sig með þeim afleiðingum að hann rann út af í beygju og flaug 26 metra út fyrir veg. Slysið átti sér stað í efstu beygju á Bessastaðafjalli. Innlent 26.7.2006 23:07 Komu niður á þriðja húsið Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru nú komnir niður á þriðja húsið sem grafið verður upp í verkefninu Pompei norðursins. Stefnt er að því að grafa upp sjö til tíu hús áður en verkefninu lýkur. Innlent 26.7.2006 23:06 Auglýsir eftir ábendingum Fyrir viku var brotist inn í íbúðarhús á Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu og þaðan stolið verðmætum að andvirði rúmri milljón króna. Innlent 26.7.2006 23:07 Auðveldar samskipti staðlar Íslenskur staðall um almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir hefur verið þýddur á ensku. Er það gert til að auðvelda samskipti þegar íslenskar reglur eru notaðar við framkvæmdir erlendis og eins þegar útlendingar koma að verkefnum á Íslandi. Innlent 26.7.2006 23:06 Krónan fýsilegri kostur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur æskilegt að halda krónunni að því gefnu að takist að halda verðbólgunni í skefjum. Innlent 26.7.2006 23:06 Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir Verkfræðingar Landsvirkjunar og Alcoa vinna að rannsóknum vegna álvers á Húsavík. Ákveðið verður eftir eitt til tvö ár hvort álverið verður reist. Rannsóknirnar eru enn á byrjunarstigi, segir upplýsingafulltrúi Alcoa. Innlent 26.7.2006 23:07 Hagstjórn fær falleinkunn „Árangur sjálfstæðrar hagstjórnar er slíkur að við hljótum að líta í kringum okkur eftir öðrum valkostum,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Innlent 26.7.2006 23:06 Með frjáls viðskipti að leiðarljósi Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, er alþjóðleg stofnun sem setur reglur fyrir hnattræn viðskipti og leysir ágreiningsmál milli aðildarríkja. Aðildarríkin eru svo bundin um þrettán samningum stofnunarinnar. Höfuðstöðvar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í Genf í Sviss. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar er Pascal Lamy, sem tók við 1. september 2005. Sádi-Arabía gekk í stofnunina í desember í fyrra og þar með eru aðildarríkin orðin 149 talsins. Stofnunin var sett á fót árið 1995 eftir áratuga deilur um stöðu ITO, forvera WTO í heimsviðskiptum. Innlent 26.7.2006 23:07 Ekki í ESB að óbreyttu Friðrik Jón Arngrímsson segir hagstjórn ábótavant og nauðsynlegt sé að spyrja sig hvort hávaxtastefna Seðlabankans sé að skila einhverju, sérstaklega í ljósi þess að gengi krónunnar virðist í auknum mæli háð útgáfu krónubréfa erlendis. „Það er verið að gefa fyrirtækjum í framleiðslu og útflutningi bylmingshögg. Þetta er óskynsamleg hagstjórn, ef hagstjórn er hægt að kalla.“ Innlent 26.7.2006 23:07 Kennaranámið verði fimm ár Lengja ætti kennaranám á Íslandi úr þremur árum í fimm. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins leggur þetta til í nýrri skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn á þriðjudag. Innlent 26.7.2006 23:07 Vísitala íbúðaverðs hækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 0,6 prósent frá því í mánuðinum áður. Innlent 26.7.2006 23:06 Krónan er örgjaldmiðill „Út frá sjónarmiðum Össurar er ekki nokkur spurning að taka ætti upp evruna hér á landi,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir mikil óþægindi fylgja því fyrir félög að vera skráð í gjaldmiðli sem nánast hvergi er viðurkenndur. „Það er nánast hvergi hægt að kaupa íslenskar krónur nema í íslenskum bönkum. Krónan er örgjaldmiðill og sveiflast þess vegna mun meira en aðrir. Það er mjög neikvætt.“ Hann segist telja krónuna einn þeirra þátta sem fái stór fyrirtæki til að íhuga alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. „Á Íslandi eru fyrirtæki sem eru algerlega háð erlendum mörkuðum. Þessi fyrirtæki hljóta að spyrja sig hvort Ísland sé rétta landið.“ Innlent 26.7.2006 23:06 Skemmtibátar fá þorskkvóta Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Innlent 26.7.2006 23:06 Pólskur maður týndur í viku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Michal Piecychna, Pólverja fæddum 1975, sem hefur verið saknað frá 20. júlí síðastliðnum, en þá sást til hans í Skeifunni í Reykjavík. Innlent 26.7.2006 23:06 Hreinsivörur í fjarsölu verstu kaupin Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna er ekki lengi að hugsa sig um hver séu sín bestu og verstu kaup þegar blaðamaður slær á þráðinn. Innlent 26.7.2006 23:06 Fræða börnin Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, og Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, undirrituðu í fyrradag samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér styrk til umferðarfræðslu skólabarna og almennings í Reykjavík. Innlent 26.7.2006 23:06 Rifta samningi vegna vanefnda Innlent 26.7.2006 23:07 Réttur eigenda frístundahúsa Nýskipaður starfshópur, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, á að kanna hvort þörf sé á að semja heildstæða löggjöf um frístundahús eða réttarstöðu eigenda og íbúa slíkra húsa. Innlent 26.7.2006 23:06 Skrúfað fyrir bloggið Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Innlent 26.7.2006 23:06 Færðu sig við handtökuhótun Á fjórða tug mótmælenda settust á veginn að Hraunaveitu rétt norðan Eyjabakkasvæðisins og lokuðu honum þannig um hádegið í gær og færðu sig hvergi fyrr en lögregla hótaði þeim handtöku. Starfsmenn Arnarfells, sem er verktaki við Hraunaveitu og vinnur nú að því að reisa Ufsarstíflu á svæðinu, komust hvorki til né frá vinnusvæðinu frá hádegi þar til klukkan fjögur síðdegis. Innlent 26.7.2006 23:07 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
Aldraðir neyðast til að búa fjarri heimili Skortur á hjúkrunarrýmum neyðir fjölda eldri borgara til að eyða ævikvöldinu á öldrunarstofnunum fjarri heimabyggð. Vandamálið hefur verið viðvarandi í áratugi. "Ekkert annað en hreppaflutningar," segir fyrrverandi landlæknir. Innlent 26.7.2006 23:07
Vilja að skoðun Íslands heyrist Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að gripið verði til aðgerða til að stöðva það sem í ályktuninni er kallað mannréttindabrot Ísraelshers í Líbanon. Innlent 26.7.2006 23:06
Ekkert eftirlit yfir veturinn Hrafnseyri í Arnarfirði, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta, mun standa mannlaus næstkomandi vetur. Að sögn Valdimars Halldórssonar staðarhaldara verður enginn búsettur á staðnum til að hafa eftirlit yfir vetrarmánuðina. „Hér var áður vetrarmaður, sem passaði rollur fyrir fyrrverandi staðarhaldara, en svo verður ekki næsta vetur,“ segir Valdimar. Innlent 26.7.2006 23:07
Netsímatæknin veldur titringi Reikna má með því tækninýjungar er tengjast VoIP (Voice over Internet Protocol) netsímatækni ryðji sér í auknum mæli til rúms á markaði í framtíðinni. Reynslan erlendis bendir til þess að netsímatækni sé komin til að vera. Innlent 26.7.2006 23:07
Fasteignasalar stefna eigin eftirlitsnefnd Félag fasteignasala hefur stefnt eftirlitsnefnd félagsins fyrir dóm vegna þess að því þykir nefndin ekki taka nógu hart á brotum fasteignasala í starfi og að hún hafi ekki sinnt fjölda verkefna sem til hennar hafi verið beint. Innlent 26.7.2006 23:06
Nær þrefaldast á þremur árum Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga árið 2006 nemur 12,2 milljörðum króna og hækkar um liðlega 60 prósent frá síðasta ári. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 85 þúsund og fjölgar þeim um nálægt 10 prósent milli ára. Innlent 26.7.2006 23:07
Segir fyrirtækið Já okra í skjóli einokunarstöðu Framkvæmdastjóri BM ráðgjafar segir Já neita úthringifyrirtækjum um þjónustu og beita einokunarstöðu sinni til að margfalda verðlagningu. Framkvæmdastjóri Já segir fyrirtækið ekki sjá um úthringiþjónustu. Innlent 26.7.2006 23:06
Ísland geri tvíhliða samninga Guðmundur Helgason, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir líklegt að í framtíðinni muni Ísland einblína á tvíhliða viðræður um fríverslunarsamninga, þar sem Doha-viðræðum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO) hafi verið frestað um ótiltekinn tíma. Hann telur ólíklegt að landbúnaðartollar á Íslandi verði lækkaðir einhliða, heldur verði það gert sem áður í fríverslunarsamningum við önnur ríki. Innlent 26.7.2006 23:07
Svefnpoki á 3.500 krónur Ekki eru margir hlýir sólarmánuðir á hinu veðurbarða Íslandi en yfir hásumarið ákveða margir að leggja land undir fót í tjaldútilegu yfir helgina til þess að sofa úti í náttúrunni undir berum tjaldhimni. Að mörgu ber að hyggja áður en lagt er í slíka ferð og nokkrir hlutir öðrum fremur sem telja má ómissandi í alvöru útilegu. Innlent 26.7.2006 23:07
Samningur upp á 45 milljarða Iceland America Energy, dótturfélag íslenska orkunýtingarfélagsins Enex hf., gerði á dögunum samning við Pacific Gas & Electric í Kaliforníu um framleiðslu og sölu á 50 megavöttum af raforku. Innlent 26.7.2006 23:06
Ótrúlegt að ekki fór verr Flutningabíll frá Hringrás með brotajárnsfarm lenti út af vegi efst á Bessastaðafjalli í Fljótsdal um miðjan dag í gær. Bremsubúnaður í bílnum gaf sig með þeim afleiðingum að hann rann út af í beygju og flaug 26 metra út fyrir veg. Slysið átti sér stað í efstu beygju á Bessastaðafjalli. Innlent 26.7.2006 23:07
Komu niður á þriðja húsið Starfsmenn Vestmannaeyjabæjar eru nú komnir niður á þriðja húsið sem grafið verður upp í verkefninu Pompei norðursins. Stefnt er að því að grafa upp sjö til tíu hús áður en verkefninu lýkur. Innlent 26.7.2006 23:06
Auglýsir eftir ábendingum Fyrir viku var brotist inn í íbúðarhús á Hvoli í Saurbæ í Dalasýslu og þaðan stolið verðmætum að andvirði rúmri milljón króna. Innlent 26.7.2006 23:07
Auðveldar samskipti staðlar Íslenskur staðall um almenna útboðs- og samningsskilmála um verkframkvæmdir hefur verið þýddur á ensku. Er það gert til að auðvelda samskipti þegar íslenskar reglur eru notaðar við framkvæmdir erlendis og eins þegar útlendingar koma að verkefnum á Íslandi. Innlent 26.7.2006 23:06
Krónan fýsilegri kostur Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur æskilegt að halda krónunni að því gefnu að takist að halda verðbólgunni í skefjum. Innlent 26.7.2006 23:06
Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir Verkfræðingar Landsvirkjunar og Alcoa vinna að rannsóknum vegna álvers á Húsavík. Ákveðið verður eftir eitt til tvö ár hvort álverið verður reist. Rannsóknirnar eru enn á byrjunarstigi, segir upplýsingafulltrúi Alcoa. Innlent 26.7.2006 23:07
Hagstjórn fær falleinkunn „Árangur sjálfstæðrar hagstjórnar er slíkur að við hljótum að líta í kringum okkur eftir öðrum valkostum,“ segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Innlent 26.7.2006 23:06
Með frjáls viðskipti að leiðarljósi Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, er alþjóðleg stofnun sem setur reglur fyrir hnattræn viðskipti og leysir ágreiningsmál milli aðildarríkja. Aðildarríkin eru svo bundin um þrettán samningum stofnunarinnar. Höfuðstöðvar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar eru í Genf í Sviss. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar er Pascal Lamy, sem tók við 1. september 2005. Sádi-Arabía gekk í stofnunina í desember í fyrra og þar með eru aðildarríkin orðin 149 talsins. Stofnunin var sett á fót árið 1995 eftir áratuga deilur um stöðu ITO, forvera WTO í heimsviðskiptum. Innlent 26.7.2006 23:07
Ekki í ESB að óbreyttu Friðrik Jón Arngrímsson segir hagstjórn ábótavant og nauðsynlegt sé að spyrja sig hvort hávaxtastefna Seðlabankans sé að skila einhverju, sérstaklega í ljósi þess að gengi krónunnar virðist í auknum mæli háð útgáfu krónubréfa erlendis. „Það er verið að gefa fyrirtækjum í framleiðslu og útflutningi bylmingshögg. Þetta er óskynsamleg hagstjórn, ef hagstjórn er hægt að kalla.“ Innlent 26.7.2006 23:07
Kennaranámið verði fimm ár Lengja ætti kennaranám á Íslandi úr þremur árum í fimm. Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins leggur þetta til í nýrri skýrslu sem kynnt var í ríkisstjórn á þriðjudag. Innlent 26.7.2006 23:07
Vísitala íbúðaverðs hækkar Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 0,6 prósent frá því í mánuðinum áður. Innlent 26.7.2006 23:06
Krónan er örgjaldmiðill „Út frá sjónarmiðum Össurar er ekki nokkur spurning að taka ætti upp evruna hér á landi,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Jón segir mikil óþægindi fylgja því fyrir félög að vera skráð í gjaldmiðli sem nánast hvergi er viðurkenndur. „Það er nánast hvergi hægt að kaupa íslenskar krónur nema í íslenskum bönkum. Krónan er örgjaldmiðill og sveiflast þess vegna mun meira en aðrir. Það er mjög neikvætt.“ Hann segist telja krónuna einn þeirra þátta sem fái stór fyrirtæki til að íhuga alvarlega að flytja starfsemi sína úr landi. „Á Íslandi eru fyrirtæki sem eru algerlega háð erlendum mörkuðum. Þessi fyrirtæki hljóta að spyrja sig hvort Ísland sé rétta landið.“ Innlent 26.7.2006 23:06
Skemmtibátar fá þorskkvóta Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Innlent 26.7.2006 23:06
Pólskur maður týndur í viku Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Michal Piecychna, Pólverja fæddum 1975, sem hefur verið saknað frá 20. júlí síðastliðnum, en þá sást til hans í Skeifunni í Reykjavík. Innlent 26.7.2006 23:06
Hreinsivörur í fjarsölu verstu kaupin Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna er ekki lengi að hugsa sig um hver séu sín bestu og verstu kaup þegar blaðamaður slær á þráðinn. Innlent 26.7.2006 23:06
Fræða börnin Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, og Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, undirrituðu í fyrradag samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér styrk til umferðarfræðslu skólabarna og almennings í Reykjavík. Innlent 26.7.2006 23:06
Réttur eigenda frístundahúsa Nýskipaður starfshópur, sem heyrir undir félagsmálaráðuneytið, á að kanna hvort þörf sé á að semja heildstæða löggjöf um frístundahús eða réttarstöðu eigenda og íbúa slíkra húsa. Innlent 26.7.2006 23:06
Skrúfað fyrir bloggið Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Innlent 26.7.2006 23:06
Færðu sig við handtökuhótun Á fjórða tug mótmælenda settust á veginn að Hraunaveitu rétt norðan Eyjabakkasvæðisins og lokuðu honum þannig um hádegið í gær og færðu sig hvergi fyrr en lögregla hótaði þeim handtöku. Starfsmenn Arnarfells, sem er verktaki við Hraunaveitu og vinnur nú að því að reisa Ufsarstíflu á svæðinu, komust hvorki til né frá vinnusvæðinu frá hádegi þar til klukkan fjögur síðdegis. Innlent 26.7.2006 23:07