Innlent Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. Innlent 6.9.2006 11:40 Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. Innlent 6.9.2006 11:36 Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. Innlent 6.9.2006 10:41 Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. Innlent 6.9.2006 10:29 Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56 Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 6.9.2006 09:09 Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:06 Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:02 Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. Innlent 6.9.2006 07:58 Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki Fagfólk er tekur á heimilisofbeldi er sammála um að breyta verði löggjöfinni um nálgunarbann. Ekki nógu gott hjálpartæki fyrir lögreglu, segir Andrés Ragnarsson. Ágúst Ólafur vill sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Innlent 5.9.2006 22:12 Dýrari símtöl í símaskrána Gjaldskrá fyrir upplýsinganúmerin 118 og 1818 og talsamband við útlönd hækkar 1. september. Ástæðan er gjaldskrárbreytingar hjá fyrirtækinu Já sem rekur þessa þjónustu. Innlent 5.9.2006 22:13 Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Innlent 6.9.2006 07:46 Pólitísk samstaða ríkir um málið Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Innlent 5.9.2006 22:12 Mörg fyrirtæki sögð sárvanta starfsfólk Íslendingur stundar vinnumiðlun milli Íslands og Póllands. Íslendingurinn heitir Hallur Jónasson og er í vinnu hjá pólskri vinnumiðlun. Hann útvegar starfsfólk fyrir íslenska atvinnurekendur. Innlent 5.9.2006 22:12 Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu Sextán ára piltur réðst á kunningja sinn með hníf í fyrrinótt, stakk í bakið og skildi hnífinn eftir í sárinu. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild við illan leik. Ekki lífshættulegur áverki, að sögn vakthafandi læknis. Innlent 5.9.2006 22:12 Brussel-skrifstofa kostar 30 milljónir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel og er hlutverk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og EES-samstarfinu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun leggja tíu milljónir króna til verkefnisins árlega en þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og er áætlaður heildarkostnaður 30 milljónir króna. Starfsmaður skrifstofunnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Innlent 5.9.2006 22:13 Báðust afsökunar Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon, segir fjarri lagi að myndatökumenn erlendra fréttastofa eða hann sjálfur falsi myndir af átakasvæðum í Líbanon en fréttastofur hafa verið gagnrýndar fyrir að falsa fréttaflutning og myndir úr stríðinu. Innlent 5.9.2006 22:12 Stakk af á 13 veitingastöðum Tæplega fertugur karlmaður var ákærður í héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að panta og neyta veitinga á veitingahúsum í Reykjavík án þess að greiða fyrir þær. Um var að ræða þrettán skipti á tveggja mánaða tímabili þar sem maðurinn stakk af frá reikningnum. Innlent 5.9.2006 22:12 Vopn enn heima hjá hermönnum Varnarmálaráðherra Sviss hefur neitað beiðni um að hætt verði að geyma skotvopn hermanna á heimilum þeirra. Að meðaltali er eitt sjálfsmorð framið daglega með skotvopni í Sviss, yfirleitt með vopnum frá hernum. Innlent 5.9.2006 22:12 Vissu ekki af breytingunni "Við vissum ekki að þessi breyting hefði verið gerð fyrr en síðasta föstudag," segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, en fyrirtækið hefur á þessu ári sent póst til allra nýrra raforkunotenda þar sem tekið er fram að Orkuveitunni beri að innheimta fimmtíu prósenta álag á raforku þar til samningur við raforkusala hafi verið gerður. Innlent 5.9.2006 22:13 Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari Óskýrt er hvernig bregðast á við broti ráðherra á upplýsingaskyldu gagnvart Alþingi. Forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst telur að skýra þurfi reglurnar. Víða erlendis eru rannsóknarnefndir skipaðar en það þykir ekki virka vel hérlendis. Innlent 5.9.2006 22:12 Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva. Forsvarsmenn fyrirtækja í kjötvinnslu segja hækkunina óeðlilega háa. Neytendur borga og samtök bænda segja hækkanirnar ekki skila sér til framleiðenda. Innlent 5.9.2006 22:12 Íslendingar gengu á "þaki heimsins" Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Innlent 5.9.2006 22:13 Veita auka launahækkun Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðu um tvö og hálft til þrjú prósent. Hækkunin nær til þrjátíu manna sem starfa í ræstingu og við sorphirðu. Innlent 5.9.2006 22:13 Segir andóf ekki liðið Ragnar Aðalsteinsson og Stefán Eiríksson tókust á um hversu langt lögreglan gæti gengið gagnvart mótmælendum. Lögreglan hér líður ekki mótmæli, sagði Ragnar. Fer eftir reglum, sagði Stefán. Innlent 5.9.2006 22:12 Kanínur sjást í laugargarðinum Kanínur hafa sést öðru hverju í sundlaugargarðinum við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði síðustu vikur. Daníel Pétursson sundlaugarstjóri segir að kanínurnar eigi ekki heima í lauginni heldur komi frá húsi í nágrenninu. Innlent 5.9.2006 22:12 Bannað að reykja á börum Ný lög um reykingar á stærri börum og veitingahúsum tóku gildi á Spáni um síðustu mánaðamót. Lögin kveða á um að veitingastaðir sem eru yfir 100 fermetrar að flatarmáli verða að bjóða upp á reyklaus svæði ellegar vera algjörlega reyklausir. Að öðrum kosti geta eigendur staðanna búist við sektargreiðslum. Innlent 5.9.2006 22:12 Byggja 200 íbúðir fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg stefnir á að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 200 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara á næstunni. Þessar íbúðir verða að öllum líkindum tengdar þjónustukjörnum við Spöngina í Grafarvogi annars vegar og við Sléttuveg hins vegar. 100 íbúðir verða byggðar á hvorum stað. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í gær. Innlent 5.9.2006 22:12 Góðir liðsmenn í heimsliðinu Við höfum verið að leggja áherslu á að framlag hvers og eins skiptir máli til að gera veröldina betri. Við erum öll hluti af heimsliðinu. Krakkarnir þekkja það flest að vera hluti af einhverju liði. Í Vináttuhlaupinu eru þau hluti af mannlega liðinu þar sem þau geta lagt sig fram við að nýtast liðsheildinni vel, segir Torfi Leósson, skipuleggjandi Vináttuhlaupsins á Íslandi. Innlent 5.9.2006 22:12 Tækifæri í verndun Reykjanesskaga Roger Crofts, formaður sérfræðinefndar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN um friðun og verndarsvæði í Evrópu, kynnti sér hugmyndir Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang á Reykjanesskaga á dögunum. Roger Crofts hefur áður komið að verndunarmálum á Íslandi meðal annars í aðdraganda að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur mikil tækifæri felast í friðun Reykjanesskagans. Innlent 5.9.2006 22:12 « ‹ 259 260 261 262 263 264 265 266 267 … 334 ›
Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. Innlent 6.9.2006 11:40
Reynir að synda yfir Ermarsund á morgun Sjósundkappinn Benedikt Lafleur reynir á morgun að synda yfir Ermarsund en hann hefur undanfarið dvalið í Englandi við æfingar fyrir sundið. Líklegt er að hann leggi af stað frá ströndum Englands um hálfníuleytið í fyrramálið. Innlent 6.9.2006 11:36
Stöðug söluaukning á ostum og viðbiti Stöðug söluaukning hefur verið í ostu og viðbiti á landinu það sem af er árinu eftir því sem fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Nemur söluaukningin sex komma einu prósenti í viðbiti en tæpum fimm prósentum í ostum. Innlent 6.9.2006 10:41
Allt að 100 prósenta starfsmannavelta í verslunum Svipuð eftirspurn er eftir starfsfólki í verslanir og síðasta haust eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Samtaka verslunar- og þjónustu. Þar segir einnig að algengt sé að starfsmannavelta í dagvöruverslunum sé um hundrað prósent, sem jafngildir því að allir starfsmenn verslunar láti af störfum á hverju ári og nýir séu ráðnir í staðinn. Innlent 6.9.2006 10:29
Jónína fundar með samstarfsráðherrum Norðurlanda Jónína Bjartmarz umhverfis- og samstarfsráðherra sækir í dag fund samstarfsráðherra Norðurlanda í Ósló. Innlent 6.9.2006 09:56
Tafir á nokkrum stöðum vegna framkvæmda Milli kl. 9 og 12 í dag mun Orkubú Vestfjarða taka rafmagnið af göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði vegna raflínutenginga. Því verða á þessum tíma aðeins neyðarljós við útskot og ökumenn þurfa að gæta ítrustu varúðar við akstur í göngunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Innlent 6.9.2006 09:09
Kiko Japansprinsessa eignast son Kiko Japansprinsessa eignaðist son í gærkvöldi japönsku þjóðinni til mikillar gleði og keisarafjölskyldunni til talsvers léttis. Sveinbarnið er fyrsti strákurinn sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í 40 ár og slær því á allar áhyggjur um erfingjaskort að keisarakrúnunni en lögum samkvæmt mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina. Erlent 6.9.2006 08:06
Auka álag á sorphirðumenn og bæjarstarfsmenn Danskir sorphirðumenn eru að kikna undan magni fríblaða sem hefur bæst ofan á það sorp sem fyrir var, síðan farið var að bera fríblöðin Dato og 24/7 út á heimili. Einnig segja bæjarstarfsmenn sem sjá um að halda götum og almenningsgörðum hreinum að starf þeirra hafi aukist til muna með tilkomu fríblaðanna, og þetta ástand versni til muna þegar eitthvað hreyfi vind. Deildarstjóri vega- og garðaþjónustu Árhúsa segist ekki hlakka til þegar þriðja fríblaðið bætist svo í hópinn í októberbyrjun. Erlent 6.9.2006 08:02
Gagnrýna ákvörðun meirihlutans í leikskólamálum Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Frjálslyndra mótmæla ákvörðun meirihlutans að kljúfa leikskólamál frá öðrum menntamálum í borginni og lögðu fram bókun þess efnis á borgarráðsfundi í gær. Í fréttatilkynningu frá Vinstri-grænum segir að borgarráði hafi borist yfir 700 undirskriftir starfsfólks leikskólanna, þar sem ákvörðuninni er mótmælt. Því skorar minnihlutinn á meirihlutann að málefnið verði rætt ofan í kjölinn og ákvarðanir verði teknar í sátt við hagsmunaaðila líkt og frekast er unnt. Innlent 6.9.2006 07:58
Nálgunarbann ekki nógu skilvirkt tæki Fagfólk er tekur á heimilisofbeldi er sammála um að breyta verði löggjöfinni um nálgunarbann. Ekki nógu gott hjálpartæki fyrir lögreglu, segir Andrés Ragnarsson. Ágúst Ólafur vill sérstakt lagaákvæði um heimilisofbeldi. Innlent 5.9.2006 22:12
Dýrari símtöl í símaskrána Gjaldskrá fyrir upplýsinganúmerin 118 og 1818 og talsamband við útlönd hækkar 1. september. Ástæðan er gjaldskrárbreytingar hjá fyrirtækinu Já sem rekur þessa þjónustu. Innlent 5.9.2006 22:13
Allt að 18% verðmunur á milli verslanna Allt að 18% verðmunur reyndist vera á milli hæsta og lægsta verði vörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Innlent 6.9.2006 07:46
Pólitísk samstaða ríkir um málið Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Innlent 5.9.2006 22:12
Mörg fyrirtæki sögð sárvanta starfsfólk Íslendingur stundar vinnumiðlun milli Íslands og Póllands. Íslendingurinn heitir Hallur Jónasson og er í vinnu hjá pólskri vinnumiðlun. Hann útvegar starfsfólk fyrir íslenska atvinnurekendur. Innlent 5.9.2006 22:12
Skildi hnífinn eftir standandi í sárinu Sextán ára piltur réðst á kunningja sinn með hníf í fyrrinótt, stakk í bakið og skildi hnífinn eftir í sárinu. Fórnarlambið kom sér sjálfur á slysadeild við illan leik. Ekki lífshættulegur áverki, að sögn vakthafandi læknis. Innlent 5.9.2006 22:12
Brussel-skrifstofa kostar 30 milljónir Samband íslenskra sveitarfélaga hefur opnað skrifstofu í Brussel og er hlutverk hennar að gæta hagsmuna íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópusambandinu og EES-samstarfinu. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun leggja tíu milljónir króna til verkefnisins árlega en þetta er tilraunaverkefni til þriggja ára og er áætlaður heildarkostnaður 30 milljónir króna. Starfsmaður skrifstofunnar er Anna Margrét Guðjónsdóttir. Innlent 5.9.2006 22:13
Báðust afsökunar Jón Björgvinsson, myndatökumaður í Líbanon, segir fjarri lagi að myndatökumenn erlendra fréttastofa eða hann sjálfur falsi myndir af átakasvæðum í Líbanon en fréttastofur hafa verið gagnrýndar fyrir að falsa fréttaflutning og myndir úr stríðinu. Innlent 5.9.2006 22:12
Stakk af á 13 veitingastöðum Tæplega fertugur karlmaður var ákærður í héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að panta og neyta veitinga á veitingahúsum í Reykjavík án þess að greiða fyrir þær. Um var að ræða þrettán skipti á tveggja mánaða tímabili þar sem maðurinn stakk af frá reikningnum. Innlent 5.9.2006 22:12
Vopn enn heima hjá hermönnum Varnarmálaráðherra Sviss hefur neitað beiðni um að hætt verði að geyma skotvopn hermanna á heimilum þeirra. Að meðaltali er eitt sjálfsmorð framið daglega með skotvopni í Sviss, yfirleitt með vopnum frá hernum. Innlent 5.9.2006 22:12
Vissu ekki af breytingunni "Við vissum ekki að þessi breyting hefði verið gerð fyrr en síðasta föstudag," segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, en fyrirtækið hefur á þessu ári sent póst til allra nýrra raforkunotenda þar sem tekið er fram að Orkuveitunni beri að innheimta fimmtíu prósenta álag á raforku þar til samningur við raforkusala hafi verið gerður. Innlent 5.9.2006 22:13
Upplýsingaskyldan þyrfti að vera skýrari Óskýrt er hvernig bregðast á við broti ráðherra á upplýsingaskyldu gagnvart Alþingi. Forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst telur að skýra þurfi reglurnar. Víða erlendis eru rannsóknarnefndir skipaðar en það þykir ekki virka vel hérlendis. Innlent 5.9.2006 22:12
Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði Verð á öllu kjöti hefur hækkað frá sláturleyfishöfum til kjötvinnslustöðva. Forsvarsmenn fyrirtækja í kjötvinnslu segja hækkunina óeðlilega háa. Neytendur borga og samtök bænda segja hækkanirnar ekki skila sér til framleiðenda. Innlent 5.9.2006 22:12
Íslendingar gengu á "þaki heimsins" Hallgrímur Magnússon og Leifur Örn Svavarsson náðu á mánudaginn alla leið upp á Lenínstind. Þetta er 7.134 m tindur í Trans-Alay fjallgarðinum á landamærum Tadsíkistan og Kirgisistan, í óásjálegu fjallasvæði sem gengur jafnan undir nafninu "Þak heimsins". Þeir höfðu verið lengi á leiðinni því gangan hófst 25. ágúst. Síðasti spretturinn, frá þriðju búðum og upp á topp, tók níu tíma í nístingskulda (mínus 20 gráður auk vindkælingar) og dauðsáu ferðalangarnir eftir forláta dúnbuxum sem þeir skildu eftir neðar í fjallinu. Innlent 5.9.2006 22:13
Veita auka launahækkun Bæjaryfirvöld á Akranesi hafa ákveðið að hækka launin hjá þeim lægstlaunuðu um tvö og hálft til þrjú prósent. Hækkunin nær til þrjátíu manna sem starfa í ræstingu og við sorphirðu. Innlent 5.9.2006 22:13
Segir andóf ekki liðið Ragnar Aðalsteinsson og Stefán Eiríksson tókust á um hversu langt lögreglan gæti gengið gagnvart mótmælendum. Lögreglan hér líður ekki mótmæli, sagði Ragnar. Fer eftir reglum, sagði Stefán. Innlent 5.9.2006 22:12
Kanínur sjást í laugargarðinum Kanínur hafa sést öðru hverju í sundlaugargarðinum við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði síðustu vikur. Daníel Pétursson sundlaugarstjóri segir að kanínurnar eigi ekki heima í lauginni heldur komi frá húsi í nágrenninu. Innlent 5.9.2006 22:12
Bannað að reykja á börum Ný lög um reykingar á stærri börum og veitingahúsum tóku gildi á Spáni um síðustu mánaðamót. Lögin kveða á um að veitingastaðir sem eru yfir 100 fermetrar að flatarmáli verða að bjóða upp á reyklaus svæði ellegar vera algjörlega reyklausir. Að öðrum kosti geta eigendur staðanna búist við sektargreiðslum. Innlent 5.9.2006 22:12
Byggja 200 íbúðir fyrir eldri borgara Reykjavíkurborg stefnir á að undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á 200 þjónustu- og öryggisíbúðum fyrir eldri borgara á næstunni. Þessar íbúðir verða að öllum líkindum tengdar þjónustukjörnum við Spöngina í Grafarvogi annars vegar og við Sléttuveg hins vegar. 100 íbúðir verða byggðar á hvorum stað. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í gær. Innlent 5.9.2006 22:12
Góðir liðsmenn í heimsliðinu Við höfum verið að leggja áherslu á að framlag hvers og eins skiptir máli til að gera veröldina betri. Við erum öll hluti af heimsliðinu. Krakkarnir þekkja það flest að vera hluti af einhverju liði. Í Vináttuhlaupinu eru þau hluti af mannlega liðinu þar sem þau geta lagt sig fram við að nýtast liðsheildinni vel, segir Torfi Leósson, skipuleggjandi Vináttuhlaupsins á Íslandi. Innlent 5.9.2006 22:12
Tækifæri í verndun Reykjanesskaga Roger Crofts, formaður sérfræðinefndar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN um friðun og verndarsvæði í Evrópu, kynnti sér hugmyndir Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang á Reykjanesskaga á dögunum. Roger Crofts hefur áður komið að verndunarmálum á Íslandi meðal annars í aðdraganda að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann telur mikil tækifæri felast í friðun Reykjanesskagans. Innlent 5.9.2006 22:12