Íslendingar erlendis

Fréttamynd

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Erlent
Fréttamynd

Tvenn íslensk hjón með börn enn í Kabúl

Annar þeirra tveggja íslensku ríkisborgara sem sinnt hafa verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan er kominn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna heilu og höldnu. Utanríkisráðuneytinu er nú kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara sem enn eru staddir í afgönsku höfuðborginni Kabúl.

Innlent
Fréttamynd

Tekur við sem for­maður SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Innlent
Fréttamynd

Hissa á stór­furðu­legum leið­beiningum frá danska Co­vid-teyminu

Ungt ís­lenskt par, sem er ný­flutt til Kaup­manna­hafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfs­maður danska Co­vid-teymisins til­kynnti þeim að vegna þess að þau væru bólu­sett þyrftu þau alls ekki að fara í ein­angrun. Þau gætu val­sað um götur Kaup­manna­hafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir al­gjöra til­viljun var þetta leið­rétt af öðrum starfs­manni teymisins og þeim sagt að fara í ein­angrun.

Erlent
Fréttamynd

Ástin virðist blómstra hjá Katrínu Tönju

Svo virðist sem Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfitkempa og Brooks Laich, kanadískur fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, séu að slá sér upp. Katrín Tanja smellti kossi á Laich að loknum Heimsleikunum í crossfit á dögunum og nú njóta þau lífsins saman á Havaí.

Lífið
Fréttamynd

Lýsir erfiðu lífi í ný­­sjá­­lensku leiðinni

Hin svo­kallaða „ný­sjá­lenska leið“ í bar­áttunni við heims­far­aldurinn, sem margir stjórnar­and­stæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Ís­lendingum í um­ræðunni, að sögn Sigur­geirs Péturs­sonar, ræðis­manns Ís­lands á Nýja-Sjá­landi.

Erlent
Fréttamynd

Lífið í „nýsjálensku leiðinni“

Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati.

Skoðun
Fréttamynd

Mikael greindist með Covid-19

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, var ekki í leikmannahópi liðs síns Midtjylland er það mætti Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Danska félagið hefur tilkynnt um að það sé vegna þess að Mikael hafi smitast af kórónuveirunni.

Fótbolti