Erlent 12% af heilbrigðiskostnaði fer í sykursýki Nýjar rannsóknir sýna að gífurlegur hluti af því sem eytt er í heilbrigðismál í Bandaríkjunum fer í meðferð fyrir sykursjúkt fólk. Rannsóknin er byggð á gagnagrunni yfir lyfjakostnað frá 2005 og var framkvæmd af tölfræðistofnun og sýnir að um 12% af öllum kostnaði til heilbrigðismála fer í aðhlynnun sykursjúkra. Erlent 19.6.2007 13:12 Fjórir létust í flóði í Texas Fjórir létust í Gainesville í Texas í gær þegar flæddi yfir bæinn. Tilkynnt hefur verið um nokkra sem eru týndir. Fjöldi fólks beið á þökum húsa sinna eftir hjálp. Þrjár þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar. Erlent 19.6.2007 12:31 Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru. Erlent 19.6.2007 11:59 Á áttunda tug látnir eftir að bílsprengja sprakk í Írak Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði. Erlent 19.6.2007 11:32 Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu. Erlent 19.6.2007 11:25 Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum. Erlent 19.6.2007 11:13 Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 19.6.2007 10:21 Foreldrar biðla til byssumanns Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær. Erlent 19.6.2007 09:56 Beðið eftir Boeing Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag. Viðskipti erlent 19.6.2007 09:38 Bankaræningjar halda fjórum í gíslingu Fjórir einstaklingar eru í haldi bankaræningja í banka í úthverfi suður af París. Um tvo starfsmenn og tvo viðskiptavini er að ræða. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Erlent 19.6.2007 09:34 Talibanar ná stjórn á héraði í Afganistan Talibanar hafa náð stjórn á Myanishen héraðinu í suðurhluta Afganistan eftir harða bardaga undanfarna daga. Afganski herinn sagðist hafa gefið héraðið eftir viljandi. Talibanar hafa náð stjórn á fjölmörgum héruðum undanfarin ár en þeim hefur aðeins tekist að halda stjórn á einu þeirra. Talsmaður afganska hersins sagði að Myanishen héraðið yrði tekið aftur mjög fljótlega. Erlent 19.6.2007 09:05 Viðskipti með feld hunda og katta bönnuð Útflutningur og innflutningur á feldi hunda og katta verður bannaður í Evrópu í dag. Þrýstihópar hafa barist í tíu ár fyrir því að viðskipti með slíkan feld verði bönnuð. Þeir segja að slíkur feldur endi síðan í fatnaði og hvers kyns neytendavörum þar sem þeir sem selji feldinn merki hann vísvitandi rangt. Erlent 19.6.2007 08:40 Áhorf danskra ungmenna á sjónvarp minnkar Dönsk ungmenni horfa nú mun minna á sjónvarp en um aldamótin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar í Danmörku. Í fríblaðinu 24 timer er greint frá því að sjónvarpsáhorfið hafi minnkað um fimmtung hjá aldurshópnum 12-20 ára á síðustu sjö árum en á sama tíma hefur netnoktun þeirra aukist mikið. Erlent 19.6.2007 08:03 Bresk yfirvöld sleppa 2.000 föngum Afbrotamönnum í Bretlandi hefur fjölgað svo mikið að nú þurfa stjórnvöld að láta lausa allt að tvö þúsund fanga þar sem fangelsin eru hreinlega yfirfull. Þeir sem fengu minna en fjögurra ára dóm fyrir innbrot, fíkniefnasölu eða svik verða í hópi þeirra sem verða látnir lausir. Aðrir afbrotamenn koma ekki til greina. Erlent 19.6.2007 07:57 Íranar íhuga að nota olíu sem vopn Íranar útiloka ekki að beita olíu sinni sem efnahagslegu vopni gegn Bandaríkjunum ef þau ráðast á landið vegna kjarnorkuáætlunar þess. Íranskur embættismaður skýrði frá þessu í morgun. Þeir sögðu það jafnframt eðlileg viðbrögð við þeim fréttum að Bandaríkjamenn hafi ekki útilokað að gera árás á landið. Erlent 19.6.2007 07:35 Hart barist um skilgreiningu á vodka Evrópuþingmenn eiga oft erfitt starf fyrir höndum og nú þurfa þeir að skilgreina hvað er vodki og hvað ekki. Þau lönd sem framleiða mestan vodka í Evrópu, skandinavía og Eystrasaltslöndin, vilja að vodki verði skilgreindur sem áfengi gert úr korni eða kartöflum. Með þeirri skilgreiningu yrði vodki frá stærri löndum sambandsins, eins og Frakklandi og Bretlandi ekki lengur vodki. Erlent 19.6.2007 07:15 Forseti Tyrklands beitti neitunarvaldi Forseti Tyrklands beitti í gær neitunarvaldi gegn frumvarpi sem hefði flýtt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að almenningur myndi kjósa forseta landsins. Stjórnarflokkurinn AK lagði frumvarpið fram eftir að honum mistókst að kjósa eigin frambjóðanda, en hingað til hafa þingmenn kosið forseta landsins. Erlent 19.6.2007 07:13 Forsetafrú Kúbu látin Vilma Espin, eiginkona Raul Castro, sitjandi forseta Kúbu, lést í nótt, 77 ára að aldri. Vilma fæddist inn í ríka fjölskyldu og var menntuð í Bandaríkjunum. Snemma á sjötta áratugnum snerist henni þó hugur og gekk hún til liðs við byltingarmenn. Erlent 19.6.2007 07:08 Bandaríski herinn hefur tíu þúsund manna aðgerð gegn al-Kaída Bandaríski herinn hefur hafið stórsókn gegn al-Kaída í Írak. Tíu þúsund hermenn taka þátt í aðgerðinni, sem kallast Örvaroddur. Hún á sér stað í kringum borgina Aaquba í Diyala héraði, norður af Bagdad en al-Kaída er mjög sterkt á því svæði. Erlent 19.6.2007 07:06 Fjöldi flóttamanna eykst í fyrsta sinn í fimm ár Fjöldi flóttamanna um allan heim hefur aukist í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19.6.2007 06:56 Minni frjósemi hjá konum sem eiga tvíburabróður Konur sem eiga tvíburabróður eru ólíklegri til að giftast og eignast börn. Ástæðan gæti verið sú að þær voru berskjaldaðar fyrir testósteróni bræðra sinna á meðan þau voru í móðurkviði. Erlent 18.6.2007 23:12 Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags. Erlent 18.6.2007 22:45 Forstjóraskipti hjá Yahoo Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 18.6.2007 21:53 Umhverfisvænir bílar koma illa út úr öryggisprófunum Sænskir bílasérfræðingar greina frá því að 18 af hverjum 37 umhverfisvænum bílum uppfylla ekki lágmarks öryggiskröfur og koma illa út úr árekstarprófunum. Á sama tíma og ríkið ýtir undir kaup á umhverfisvænum bílum með skattafríðindum eru settar hömlur á bíla með sérstakan öryggisbúnað. Erlent 18.6.2007 20:19 Olíufundur við strendur Ghana Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir. Viðskipti erlent 18.6.2007 19:30 Rútuslys í Þýskalandi Að minnsta kosti þrettán manns létust og um 30 slösuðust í rútuslysi í Þýskalandi í dag. Fjörtíu og átta eldri borgarar voru í rútunni þegar slysið varð á þjóðveginum á milli Halle og Magdeburg í austur Þýskalandi. Fólkið var frá Hopsten i norðvestur Þýskalandi. Erlent 18.6.2007 18:30 Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna. Viðskipti erlent 18.6.2007 14:41 Viðræður um framtíð Vestur-Sahara hefjast í dag Stjórnvöld í Marokkó og uppreisnarmenn í Polisario, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, hefja viðræður um framtíð svæðisins í dag. Upphaflega var Vestur-Sahara nýlenda Spánverja. Erlent 18.6.2007 11:53 Orðrómur um yfirtöku á Alcoa Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann. Viðskipti erlent 18.6.2007 11:42 Eftirlitsmenn fara til Norður-Kóreu Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni munu fara til Norður-Kóreu í næstu viku til þess ræða lokun á kjarnofninum í Yongbyon. Embættismenn í Norðu-Kóreu báðu um heimsóknina. Erlent 18.6.2007 11:40 « ‹ 90 91 92 93 94 95 96 97 98 … 334 ›
12% af heilbrigðiskostnaði fer í sykursýki Nýjar rannsóknir sýna að gífurlegur hluti af því sem eytt er í heilbrigðismál í Bandaríkjunum fer í meðferð fyrir sykursjúkt fólk. Rannsóknin er byggð á gagnagrunni yfir lyfjakostnað frá 2005 og var framkvæmd af tölfræðistofnun og sýnir að um 12% af öllum kostnaði til heilbrigðismála fer í aðhlynnun sykursjúkra. Erlent 19.6.2007 13:12
Fjórir létust í flóði í Texas Fjórir létust í Gainesville í Texas í gær þegar flæddi yfir bæinn. Tilkynnt hefur verið um nokkra sem eru týndir. Fjöldi fólks beið á þökum húsa sinna eftir hjálp. Þrjár þyrlur voru notaðar við björgunaraðgerðirnar. Erlent 19.6.2007 12:31
Lögreglan frelsar fólk sem haldið var í bankaráni í Frakklandi Franska lögreglan hefur frelsað alla gíslana sem teknir voru í bankaráni í Frakklandi fyrr í morgun. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma og héldu þar sex manns. Fljótlega létu þeir tvo gísla lausa en lögregla frelsaði síðar þá fjóra sem eftir voru. Erlent 19.6.2007 11:59
Á áttunda tug látnir eftir að bílsprengja sprakk í Írak Sjötíu og fimm eru látnir og hundrað og þrjátíu særðir eftir að bílsprengja sprakk nærri Sjía moskvu í miðborg Bagdad í írak í morgun. Aðeins eru um þrjár vikur frá því mannskæð bílsprengja felldi um tuttugu manns á sama svæði. Erlent 19.6.2007 11:32
Evrópuþingið hafnar þröngri skilgreiningu á vodka Evrópuþingið hefur hafnað tillögu frá þingmönnum landa í vodkabeltinu svokallaða, Póllandi, Finlandi, Eystrasaltsríkjunum, Svíþjóð og Danmörku, um að herða lagalega skilgreiningu á vodka. Löndin vildu að vodka yrði skilgreint sem drykkur sem væri búinn til úr korni eða kartöflum. Meirihluti þingmanna vildi hins vegar opnari skilgreiningu. Erlent 19.6.2007 11:25
Þrír vinir taka eigið líf á vikutímabili Bæjarbúar þorps í N-Írlandi eru í uppnámi eftir að þrír ungir vinir hafi framið sjálfsvíg á aðeins vikutímabili. Lee Walker, Wayne Browne og James Topley eru allir taldnir hafa hengt sig. Síðast var það Walker sem tók líf sitt á föstudaginn. Internetið er talið eiga þátt í atvikunum. Erlent 19.6.2007 11:13
Fyrrverandi nasistaforingi fær ekki að vinna Ítalskur dómstóll hefur afturkallað vinnuleyfi fyrrverandi SS foringja nasista úr seinni heimstyrjöldinni. Hinn 93 ára gamli Erich Priebke, var dæmdur í ævilangt stofufangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um að eiga aðild að morðum á 335 drengjum og mönnum nálægt Róm í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 19.6.2007 10:21
Foreldrar biðla til byssumanns Foreldrar hins 29 ára Christopher Wayne Hudson hafa biðlað til hans um að gefa sig fram friðsamlega á næstu lögreglustöð. Hudson, sem er meðlimur bifhjólasamtökunum Vítis Englar í Ástralíu, er eftirlýstur í heimalandinu fyrir að hafa drepið einn og sært tvo aðra í miðborg Melbourne í gær. Erlent 19.6.2007 09:56
Beðið eftir Boeing Annar dagur flugvélasýningarinnar í Le Brouget í Frakklandi stendur nú yfir. Airbus stal senunni í gær með tilkynningu um stóra sölusamninga fyrir jafnvirði rúmra 2.800 milljarða íslenskra króna. Þar á meðal var sala á nokkrum A380 risaþotum frá flugvélaframleiðandanum. Reiknað er með fréttum af stórum sölusamningum Boeing á sýningunni í dag. Viðskipti erlent 19.6.2007 09:38
Bankaræningjar halda fjórum í gíslingu Fjórir einstaklingar eru í haldi bankaræningja í banka í úthverfi suður af París. Um tvo starfsmenn og tvo viðskiptavini er að ræða. Tveir ræningjar fóru inn í bankann klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Erlent 19.6.2007 09:34
Talibanar ná stjórn á héraði í Afganistan Talibanar hafa náð stjórn á Myanishen héraðinu í suðurhluta Afganistan eftir harða bardaga undanfarna daga. Afganski herinn sagðist hafa gefið héraðið eftir viljandi. Talibanar hafa náð stjórn á fjölmörgum héruðum undanfarin ár en þeim hefur aðeins tekist að halda stjórn á einu þeirra. Talsmaður afganska hersins sagði að Myanishen héraðið yrði tekið aftur mjög fljótlega. Erlent 19.6.2007 09:05
Viðskipti með feld hunda og katta bönnuð Útflutningur og innflutningur á feldi hunda og katta verður bannaður í Evrópu í dag. Þrýstihópar hafa barist í tíu ár fyrir því að viðskipti með slíkan feld verði bönnuð. Þeir segja að slíkur feldur endi síðan í fatnaði og hvers kyns neytendavörum þar sem þeir sem selji feldinn merki hann vísvitandi rangt. Erlent 19.6.2007 08:40
Áhorf danskra ungmenna á sjónvarp minnkar Dönsk ungmenni horfa nú mun minna á sjónvarp en um aldamótin samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar í Danmörku. Í fríblaðinu 24 timer er greint frá því að sjónvarpsáhorfið hafi minnkað um fimmtung hjá aldurshópnum 12-20 ára á síðustu sjö árum en á sama tíma hefur netnoktun þeirra aukist mikið. Erlent 19.6.2007 08:03
Bresk yfirvöld sleppa 2.000 föngum Afbrotamönnum í Bretlandi hefur fjölgað svo mikið að nú þurfa stjórnvöld að láta lausa allt að tvö þúsund fanga þar sem fangelsin eru hreinlega yfirfull. Þeir sem fengu minna en fjögurra ára dóm fyrir innbrot, fíkniefnasölu eða svik verða í hópi þeirra sem verða látnir lausir. Aðrir afbrotamenn koma ekki til greina. Erlent 19.6.2007 07:57
Íranar íhuga að nota olíu sem vopn Íranar útiloka ekki að beita olíu sinni sem efnahagslegu vopni gegn Bandaríkjunum ef þau ráðast á landið vegna kjarnorkuáætlunar þess. Íranskur embættismaður skýrði frá þessu í morgun. Þeir sögðu það jafnframt eðlileg viðbrögð við þeim fréttum að Bandaríkjamenn hafi ekki útilokað að gera árás á landið. Erlent 19.6.2007 07:35
Hart barist um skilgreiningu á vodka Evrópuþingmenn eiga oft erfitt starf fyrir höndum og nú þurfa þeir að skilgreina hvað er vodki og hvað ekki. Þau lönd sem framleiða mestan vodka í Evrópu, skandinavía og Eystrasaltslöndin, vilja að vodki verði skilgreindur sem áfengi gert úr korni eða kartöflum. Með þeirri skilgreiningu yrði vodki frá stærri löndum sambandsins, eins og Frakklandi og Bretlandi ekki lengur vodki. Erlent 19.6.2007 07:15
Forseti Tyrklands beitti neitunarvaldi Forseti Tyrklands beitti í gær neitunarvaldi gegn frumvarpi sem hefði flýtt þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að almenningur myndi kjósa forseta landsins. Stjórnarflokkurinn AK lagði frumvarpið fram eftir að honum mistókst að kjósa eigin frambjóðanda, en hingað til hafa þingmenn kosið forseta landsins. Erlent 19.6.2007 07:13
Forsetafrú Kúbu látin Vilma Espin, eiginkona Raul Castro, sitjandi forseta Kúbu, lést í nótt, 77 ára að aldri. Vilma fæddist inn í ríka fjölskyldu og var menntuð í Bandaríkjunum. Snemma á sjötta áratugnum snerist henni þó hugur og gekk hún til liðs við byltingarmenn. Erlent 19.6.2007 07:08
Bandaríski herinn hefur tíu þúsund manna aðgerð gegn al-Kaída Bandaríski herinn hefur hafið stórsókn gegn al-Kaída í Írak. Tíu þúsund hermenn taka þátt í aðgerðinni, sem kallast Örvaroddur. Hún á sér stað í kringum borgina Aaquba í Diyala héraði, norður af Bagdad en al-Kaída er mjög sterkt á því svæði. Erlent 19.6.2007 07:06
Fjöldi flóttamanna eykst í fyrsta sinn í fimm ár Fjöldi flóttamanna um allan heim hefur aukist í fyrsta sinn í fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Erlent 19.6.2007 06:56
Minni frjósemi hjá konum sem eiga tvíburabróður Konur sem eiga tvíburabróður eru ólíklegri til að giftast og eignast börn. Ástæðan gæti verið sú að þær voru berskjaldaðar fyrir testósteróni bræðra sinna á meðan þau voru í móðurkviði. Erlent 18.6.2007 23:12
Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng Svartbjörn drap ellefu ára gamlan dreng sem var í útilegu með fjölskyldu sinni í American Fork Canyon, nokkrum kílómetrum fyrir utan Salt Lake City, aðfaranótt sunnudags. Erlent 18.6.2007 22:45
Forstjóraskipti hjá Yahoo Terry Semel, forstjóri bandaríska netfyrirtækisins Yahoo, hefur sagt af sér. Jerry Yang annar stofnandi fyrirtækisins mun taka við. Frá því 2001 hefur Semel verið undir þrýstingi vegna lélegrar afkomu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 18.6.2007 21:53
Umhverfisvænir bílar koma illa út úr öryggisprófunum Sænskir bílasérfræðingar greina frá því að 18 af hverjum 37 umhverfisvænum bílum uppfylla ekki lágmarks öryggiskröfur og koma illa út úr árekstarprófunum. Á sama tíma og ríkið ýtir undir kaup á umhverfisvænum bílum með skattafríðindum eru settar hömlur á bíla með sérstakan öryggisbúnað. Erlent 18.6.2007 20:19
Olíufundur við strendur Ghana Breska olíufélagið Tullow Oil greindi frá því í dag að það hefði fundið geysistórar olíulindir á svokölluðu Mahogany-svæði undir ströndum Afríkuríkisins Ghana. Talið er að lindirnar geti gefið af sér 600 milljónir tonna af hráolíu, sem er rúmlega tvöfalt meira en olíufélagið hafði gert ráð fyrir. Viðskipti erlent 18.6.2007 19:30
Rútuslys í Þýskalandi Að minnsta kosti þrettán manns létust og um 30 slösuðust í rútuslysi í Þýskalandi í dag. Fjörtíu og átta eldri borgarar voru í rútunni þegar slysið varð á þjóðveginum á milli Halle og Magdeburg í austur Þýskalandi. Fólkið var frá Hopsten i norðvestur Þýskalandi. Erlent 18.6.2007 18:30
Kínverjar refsa fyrir ólögmætar lántökur Kínverska fjármálaeftirlitið hefur sektað og refsað með öðrum hætti 18 starfsmönnum í átta kínverskum bönkum fyrir að lána tveimur ríkisfyrirtækjum nokkra milljarða júana, sem notaðir voru til hlutabréfa- og fasteignakaupa. Ekki var heimild fyrir lánveitingum til kaupanna. Viðskipti erlent 18.6.2007 14:41
Viðræður um framtíð Vestur-Sahara hefjast í dag Stjórnvöld í Marokkó og uppreisnarmenn í Polisario, sem berjast fyrir sjálfstæði Vestur-Sahara, hefja viðræður um framtíð svæðisins í dag. Upphaflega var Vestur-Sahara nýlenda Spánverja. Erlent 18.6.2007 11:53
Orðrómur um yfirtöku á Alcoa Gengi hlutabréfa í bandaríska álrisanum Alcoa, sem meðal annars rekur álver á Reyðarfirði, hækkaði um 2,8 prósent í kauphöllinni í Franfurt í Þýskalandi í dag eftir að breska blaðið Times greindi frá því að ástralska náma- og álfyrirtækiðBHP Billiton sé að íhuga að gera 40 milljarða dala, tæplega 2.500 milljarða króna, yfirtökutilboð í álrisann. Viðskipti erlent 18.6.2007 11:42
Eftirlitsmenn fara til Norður-Kóreu Eftirlitsmenn frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni munu fara til Norður-Kóreu í næstu viku til þess ræða lokun á kjarnofninum í Yongbyon. Embættismenn í Norðu-Kóreu báðu um heimsóknina. Erlent 18.6.2007 11:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent