Erlent

Fréttamynd

Gordon Brown orðinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Gordon Brown tók nú á þriðja tímanum við embætti leiðtoga Verkamannaflokksins á fundi sem enn stendur yfir í Manchester. Harriet Harman var kosin varaformaður flokksins, en sex sóttust eftir embættinu. Brown sagðist vilja réttlæta hvern dag í embættinu sem flokkurinnn hefur treyst honum fyrir.

Erlent
Fréttamynd

228 létust í ofsaveðri í Pakistan

Rúmlega 220 manns hafa látið lífið í höfuðborg Pakistans, Karachi í kjölfar ofsaveðurs í gær. Fjöldi manns lést úr raflosti þegar rafmagnslínur féllu, tré rifnuðu upp með rótum, veggur féll á hóp fólks og fjöldi lét lífið þegar þök á heimilum þeirra hrundu. Ofsarok og hellirigning var í borginni í gær og segja hjálparstarfsmenn á staðnum að mikil flóð hafi orsakað hrun húsa.

Erlent
Fréttamynd

Heimsins ljótasti hundur

Tveggja ára kínverskur blendingur hlaut þann vafasama heiður í Kaliforníu í gær að vera kosinn heimsins ljótasti hundur. Eigandinn bjargaði honum frá svæfingu fyrir tveimur árum þegar ræktunaraðilinn hélt að enginn myndi vilja kaupa hann, af því hann væri svo ljótur.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn íhuga að loka Guantanamo

Bandaríkjamenn vinna nú að byggingu fangelsis í Afghanistan í samvinnu við yfirvöld þar. Fangelsið mun taka við föngum frá Guantanamo en Bandaríkjamenn segja fangelsið ekki koma í stað fangabúðanna á Kúbu. Hvíta húsið hefur hug á að loka Guantanamo og flytja grunaða hryðjuverkamenn annað.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestingasjóður kaupir Barney's

Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leiðtogar ESB ánægðir með stjórnarsáttmála

Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi undir morgun um stjórnarsáttmála fyrir aðildarlöndin 27. Málamiðlun var gerð um að fresta breytingu á kosningavægi landanna miðað við höfðatölu til ársins 2014. Breytingin mun draga töluvert úr vægi Pólverja og það voru þeir afar ósáttir við.

Erlent
Fréttamynd

LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast

Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óheppilegur dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan

„Dauði 25 óbreyttra borgara í Afghanistan var óheppilegur og bandalagið er að rannsaka málið," segir Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO. Hann kennir Talíbönum um hvernig fór, þar sem þeir hafi notað fólkið sem mannlegan skjöld.

Erlent
Fréttamynd

Mannréttindasinni laminn af samföngum sínum í Kína

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja kínverskan mannréttindasinna ítrekað verið laminn af samföngum sínum að beiðni fangavarða. Chen Guangcheng er laminn fyrir að standa á réttindum sínum samkvæmt samtökunum.

Erlent
Fréttamynd

Barnsfaðirinn grunaður um aðild að hvarfi Davis

Móðir hinnar ófrísku Jessie Davis, sem týnd hefur verið síðan 13 júní, telur að barnsfaðir Davis eigi sök á hvarfi hennar. Hún segir þó að hún vilji ekki fullyrða að barnsfaðirinn, Bobby Cutts, sé viðriðinn málið.

Erlent
Fréttamynd

Bréf Blackstone hækka um 30 prósent

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Túristum til Sri Lanka fækkar

Túristum sem ferðast til Sri Lanka hefur fækkað um 40% síðan í mái á síðasta ári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs eru aðeins 23,4% búnir að ferðast til eyjunnar af þeim fjölda sem hafði ferðast til Sri Lanka fyrstu fimm mánuðina á síðasta ári. Hótel hafa ekki undan því að svara símtölum fólks sem eru að afpanta herbergi.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa í Tógó

Rannsóknarniðurstöður staðfesta að H5N1 afbrigði fuglaflensunnar hafi fundist á alifuglabúgarði í Tógó. Eftir að óeðlilega margir fuglar drápust á búgarðinum, voru send sýni á rannsóknarstofu sem staðfestu fuglaflensuna. H5N1 er hættulegasta afbrigði flensunnar.

Erlent
Fréttamynd

Pólverjar segja lausn ekki í sjónmáli

Pólverjar sögðu í dag að enginn árangur hefði náðst á fundum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem er í forsæti Evrópusambandsins um þessar mundir, og Lech Kaczynski, forseta Póllands. Póllandi hefur þegar verið boðin málamiðlun.

Erlent
Fréttamynd

Skólastelpu í Bretlandi meinað að bera trúartákn

Skólastelpa í Bretlandi ætlar að áfrýja til hæstaréttar til að snúa við banni sem hún fékk fyrir að ganga með skírlífshring í skólanum. Lydia Playfoot, sem er 16 ára, segir að hringurinn sýni fram á að hún hafi tekið þá ákvörðun að bíða með kynlíf þar til hún giftir sig. Hún segir að hringurinn sé trúartákn og ætti því að fá undanþágu frá reglum skólans sem banna skartgripi.

Erlent
Fréttamynd

Bush tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn

Forseti Bandaríkjanna, George Bush, tekur á móti forseta Víetnam í sögulegri heimsókn. Forseti Víetnam, Nguyen Minh Triet, er fyrsti leiðtogi landsins til að heimsækja Bandaríkin síðan Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Heimsóknin er sögð vera stórt skref fyrir bæði lönd til að jafna sig á sáraukafullri fortíð.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Mærsk

Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Sómalíu

Millibilsríkistjórn Sómalíu hefur sett útgöngubann á íbúa höfuðborgar landsins, Mogadishu. Með því vonast stjórnin til að stöðva ofbeldisbylgjuna í landina. Síðasta atvik þar sem ofbeldi var beitt í Mogadishu var þegar handsprengju var hent að lögreglumönnum á Bakara markaðnum. Fimm manns létust við sprenginguna.

Erlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa féll í Kína

Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

12 almennir borgarar láta lífið í loftárás Bandaríkjamanna

Loftárás Bandaríkjanna í Afganistan í gærkvöldi varð 12 almennum borgurum og 20 talibönum að bana. Árásin átti sér stað í Helmand héraði sem er í suðurhluta landsins. Hún var hluti af átaki bandaríska og afganska hersins gegn talibönum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Íranar eiga yfir 100 kíló af auðguðu úrani

Íranar hafa framleitt yfir 100 kíló af auðguðu úrani. 500 kíló þarf til þess að smíða eina kjarnorkusprengju. Innanríkisráðherra landsins skýrði frá þessu í ræðu seint í gærkvöldi. Líklegt er að þessar fréttir valdi Vesturlöndum enn frekari áhyggjum. Þau telja að Íranar ætli að verða sér úti um kjarnorkuvopn en því hafa þeir ávallt neitað.

Erlent
Fréttamynd

Vilja láta fanga byggja knattspyrnuvelli

Stjórnvöld í Póllandi eru að íhuga að nota fanga til þess að lagfæra knattspyrnuvelli landsins og byggja nýja fyrir Evrópumótið í knattspyrnu sem fer þar fram árið 2012. Ástæðan fyrir þessu er skortur á verkamönnum í landinu en fjölmargir þeirra hafa leitað út fyrir landsteinana þar sem launin eru mun betri.

Erlent
Fréttamynd

Átökunum í Nahr el-Bared lokið

Stjórnvöld í Líbanon segjast hafa unnið sigur í baráttunni við uppreisnarmenn í Fatah al-Islam. Fylkingarnar hafa barist í rúman mánuð. Klerkar sem hafa gegnt hlutverki sáttasemjara segjast að Fatah al-Islam hafi sæst á vopnahlé. Fleiri en 150 hafa látið lífið í átökunum, sem eru þau umfangsmestu síðan borgarastyrjöldinni í Líbanon lauk árið 1990.

Erlent
Fréttamynd

Fjárfestu í hátísku

Fjármálafyrirtæki víða um heim eru nú farin að fylgja eftir merkjaþrá almennings og búa til hlutabréfasjóði með einungis hátískufyrirtækjum. Fólk getur þá keypt hlutabréf í Miu Miu, Stellu McCartney eða Ralph Lauren.

Erlent
Fréttamynd

Hill átti góðar viðræður í Norður-Kóreu

Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, sagði í morgun að hann hefði átt góðar viðræður við fulltrúa stjórnvalda í Norður-Kóreu í gær. Heimsókn hans til landsins kom mörgum á óvart.

Erlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir verða hertar

Stéttarfélög í Nígeríu hétu því í morgun að herða verkfallsaðgerðir sínar en almennt verkfall vegna hækkandi verðs á bensíni hefur staðið yfir í landinu í þrjá daga. Verkfallið hefur lamað nær alla starfsemi í landinu nema framleiðslu og útflutning á olíu.

Erlent
Fréttamynd

Enn ekkert samkomulag á leiðtogafundi ESB í Brussel

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa enn ekki náð samkomulagi um nýjan umbótasáttmála. Leiðtogarnir reyna nú að ná sáttum um tillögu Þjóðverja um nýjan sáttmála í stað stjórnarskrárinnar sem franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum. Bretland og Pólland hafa hins vegar hótað að beita neitunarvaldi gegn sáttmálanum ef þau fá ekki sitt fram.

Erlent
Fréttamynd

Kona fær ekki bætur fyrir að vinna ekki lottó

Helene De Gier tapaði í dag máli þar sem hún vildi fá skaðabætur fyrir að vinna ekki stóran lottóvinning. Málinu er þannig háttað að nágrannar De Gier unnu tæplega 1,2 milljarð í lottói. Sjö nágrannar hennar í bænum Heusden í Hollandi unnu pottinn, en vinningshafarnir voru dregnir eftir póstnúmeri.

Erlent
Fréttamynd

Nikkei ekki hærra í 7 ár

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent. Vísitalan hefur hækkað um sex prósent það sem af er árs, sem þykir ágætt. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent.

Viðskipti innlent