Erlent Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. Erlent 12.10.2007 20:17 Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. Erlent 12.10.2007 19:51 Tony Blair ekki í kot vísað Tony og Cherie Blair eru náttúrlega flutt úr Downingstræti 10. En þeim var ekki í kot vísað. Innlent 12.10.2007 18:56 Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Erlent 12.10.2007 17:49 Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. Erlent 12.10.2007 15:40 Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði. Viðskipti erlent 12.10.2007 14:02 Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Erlent 12.10.2007 12:52 Framleiðsla eykst umfram væntingar Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 1,2 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er langt umfram væntingar. Viðskipti innlent 12.10.2007 12:01 Leikfangaskortur yfirvofandi í Bretlandi Breska verslanakeðjan Woolworths hefur riðið á vaðið fyrst verslana og varað við yfirvofandi skorti á vinsælustu leikföngunum um næstu jól. Ástæðan er sú að leikföng frá Kína eru grandskoðuð í kjölfar milljónainnköllunar fyrir nokkru og hefur það seinkað fyrir því að pantanir skili sér í hús. Viðskipti erlent 12.10.2007 09:33 Olíuverð nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór nálægt hæstu mörkum eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíubirgðir landsins drógust meira saman en reiknað hafði verið með. Viðskipti erlent 12.10.2007 09:13 Slæmur fjórðungur hjá Investor AB Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Viðskipti erlent 11.10.2007 17:12 Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 11.10.2007 13:40 Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum. Viðskipti erlent 11.10.2007 13:32 RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum. Viðskipti erlent 11.10.2007 09:49 Á leið á árangurslausan fund Bandaríkin og Rússland virðast ekki vera neitt nærri því að leysa ágreiningsmál sín, nú þegar tveir af æðstu ráðherrum bandaríkjastjórnar halda til Moskvu til viðræðna. Erlent 10.10.2007 19:45 Hitafundur um selastofna Fjallað verður um seli í Eystrasalti og Norður-Atlantshafi á alþjóðlegri ráðstefnu í Vasa í Finnlandi dagana 16. til 18. október. Erlent 10.10.2007 19:11 Fáklæddum hjúkrunarkonum mótmælt Danskar hjúkrunarkonur eru öskureiðar yfir nýrri auglýsingaherferð undirfataframleiðandans JBS. Erlent 10.10.2007 18:25 Kíktu á sjúkraskrá Clooneys Stjórn sjúkrahússins þar sem George Clooney var til meðferðar eftir að hann slasaðist í árekstri á mótorhjóli sínu hefur sakað 40 starfsmenn, meðal annars lækna, um að hafa í óleyfi skoðað sjúkraskrá leikarans. Erlent 10.10.2007 17:26 Brennivínið bjargaði lífi hans Læknalið á áströlsku sjúkrahúsi lenti í nokkrum vanda þegar komið var með mann sem var að deyja eftir að hafa drukkið kælivökva. Erlent 10.10.2007 16:14 Stjórnarformaður ABN Amro hættur Rijkman Groenink, stjórnarformaður hollenska bankans ABN Amro, tilkynnti í dag að hann ætli að segja upp starfi sínu hjá bankanum í kjölfar þess að hópur þriggja banka undir forystu Royal Bank of Scotland tryggði sér yfirtöku á honum. Viðskipti erlent 10.10.2007 14:58 Rifist um hlátur Hillary Heiftarlegar deilur hafa nú brotist út í Bandaríkjunum út af hláturskasti sem Hillary Clinton fékk í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina. Erlent 10.10.2007 14:49 Vill jarðsetja Lenin Háttsettur embættismaður í Kreml vill að lík Vladimirs Lenins verði flutt úr grafhýsi á Rauða torginu og jarðsett. Lenin var smurður eftir lát sitt árið 1924 og hefur verið í grafhýsinu síðan. Mikill fjöldi manna heimsækir það árlega til þess að berja byltingarleiðtogann augum. Erlent 10.10.2007 14:33 Tekjur Alcoa undir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 10.10.2007 12:52 Óttast að dregið geti úr hagvexti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér. Viðskipti erlent 10.10.2007 09:34 Danir nota upplýsingar sem eru fengnar með pyntingum Forsætisráðherra Danmerkur telur allt í lagi að nota upplýsingar sem fengnar eru með pyntingum, ef þær geta komið í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku. Erlent 9.10.2007 21:01 Lokagengi Dow Jones aldrei hærra Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Viðskipti erlent 9.10.2007 20:39 Heiðursmorð á strúti Tveir ungir Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að skjóta til bana strút sem hafði sparkað þeim um koll. Erlent 9.10.2007 19:42 Tyrkir vilja ráðast inn í Írak Forsætisráðherra Tyrklands hefur veitt samþykki sitt fyrir meiriháttar innrás í Írak, til þess að berja á kúrdiskum uppreisnarmönnum þar. Erlent 9.10.2007 18:20 Sherry aftanfrá Tammy Jean Warner var ákærð fyrir manndráp af gáleysi eftir að hún hellti úr tveim stórum Sherry flöskum upp í endaþarm eiginmanns síns. Erlent 9.10.2007 17:38 Manndrápsbjörn skotinn til bana Bjarndýr sem talið er hafa drepið veiðimann og hund hans í Mið-Svíþjóð í gær, var skotið til bana í dag. Erlent 9.10.2007 16:46 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 334 ›
Bush vill frelsa fangana á Kúbu George Bush sagði í ræðu í Miami í dag að senn sæi fyrir endann á stjórnartíð hins grimma einræðisherra á Kúbu. Castro er bæði gamall og veikur og því ekki óeðlilegt að búast við að hann safnist til feðra sinna á næstu áratugum eða svo. Castro er búinn að lifa ansi marga Bandaríkjaforseta sem hafa villjað hann feigan. Forsetinn hafði mörg orð um þær breytingar sem alþjóðasamfélagið vildi sjá á Kúbu eftir Castro. Meðal annars sagði hann að þjóðir heims yrðu að krefjast þess að föngum á Kúbu yrði sleppt. Erlent 12.10.2007 20:17
Skömm að Nóbelsverðlaunum Gore Danski umhverfisverndargagnrýnandinn Björn Lomborg segir að það sé til skammar að Al Gore hafi fengið friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisverndarstefnu sína. Erlent 12.10.2007 19:51
Tony Blair ekki í kot vísað Tony og Cherie Blair eru náttúrlega flutt úr Downingstræti 10. En þeim var ekki í kot vísað. Innlent 12.10.2007 18:56
Stjórnmálamaðurinn sem missti stjórn á sér (myndband) Bandaríski stjórnmálamaðurinn James Oddo missti gersamlega stjórn á sér í viðtali við útsendara norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Erlent 12.10.2007 17:49
Fé til höfuðs fjöldamorðingja Stjórnvöld í Serbíu hafa lagt eina milljón evra, um áttatíu og fimm milljónir króna, til höfuðs hershöfðingjanum Ratko Mladic. Erlent 12.10.2007 15:40
Smásala eykst í Bandaríkjunum umfram spár Smásala jókst um 0,6 prósent á milli mánaða í síðasta mánuði í Bandaríkjunum, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er tvisvar sinnum meira en greinendur höfðu reiknað með. Sala á bílum leiðir vöxtum og vegur á móti samdrætti í sölu á fatnaði. Viðskipti erlent 12.10.2007 14:02
Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Erlent 12.10.2007 12:52
Framleiðsla eykst umfram væntingar Iðnaðarframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 1,2 prósent á milli mánaða í ágúst, samkvæmt upplýsingum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er langt umfram væntingar. Viðskipti innlent 12.10.2007 12:01
Leikfangaskortur yfirvofandi í Bretlandi Breska verslanakeðjan Woolworths hefur riðið á vaðið fyrst verslana og varað við yfirvofandi skorti á vinsælustu leikföngunum um næstu jól. Ástæðan er sú að leikföng frá Kína eru grandskoðuð í kjölfar milljónainnköllunar fyrir nokkru og hefur það seinkað fyrir því að pantanir skili sér í hús. Viðskipti erlent 12.10.2007 09:33
Olíuverð nálægt hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í gær og fór nálægt hæstu mörkum eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því í vikulegri skýrslu sinni að olíubirgðir landsins drógust meira saman en reiknað hafði verið með. Viðskipti erlent 12.10.2007 09:13
Slæmur fjórðungur hjá Investor AB Investor AB, fjárfestingaarmur sænsku Wallenberger-fjölskyldunnar, tapaði 7,82 milljörðum sænskra króna, jafnvirði 73,4 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 8,92 milljarða sænskra króna hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoma sjóðsins hefur aldrei verið verri. Viðskipti erlent 11.10.2007 17:12
Fjárfestar bjartsýnir í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði almennt og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag en fjárfestar vestanhafs þykja einkar bjartsýnir á stöðu efnahagsmála eftir að stórfyrirtæki þar í landi greindu frá betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Þá glæddust vonir manna eftir að tölur um minni viðskiptahalla voru birtar auk þess sem atvinnuleysi dróst saman á milli mánaða. Viðskipti erlent 11.10.2007 13:40
Dregur úr vöruskiptahallanum vestanhafs Heldur dró úr vöruskiptahalla í Bandaríkjunum á milli mánaða í ágúst en hallinn hefur ekki verið minni í sjö mánuði. Þetta er umfram væntingar. Mestu munar um aukinn útflutning samfara lægra gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum og minni innflutningur frá Kína í mánuðinum. Viðskipti erlent 11.10.2007 13:32
RBS tilnefnir nýjan stjórnarformann í ABN Amro Mark Fisher, einn af stjórnendum Royal Bank of Scotland, hefur verið tilnefndur í stöðu stjórnarformanns hollenska bankans ABN Amro. Rijkman Groenink, fráfarandi stjórnarformaður sagði starfi sínu lausu í gær eftir að skoski bankinn og tveir aðrir bankar festu sér meirihluta í hollenska bankanum. Viðskipti erlent 11.10.2007 09:49
Á leið á árangurslausan fund Bandaríkin og Rússland virðast ekki vera neitt nærri því að leysa ágreiningsmál sín, nú þegar tveir af æðstu ráðherrum bandaríkjastjórnar halda til Moskvu til viðræðna. Erlent 10.10.2007 19:45
Hitafundur um selastofna Fjallað verður um seli í Eystrasalti og Norður-Atlantshafi á alþjóðlegri ráðstefnu í Vasa í Finnlandi dagana 16. til 18. október. Erlent 10.10.2007 19:11
Fáklæddum hjúkrunarkonum mótmælt Danskar hjúkrunarkonur eru öskureiðar yfir nýrri auglýsingaherferð undirfataframleiðandans JBS. Erlent 10.10.2007 18:25
Kíktu á sjúkraskrá Clooneys Stjórn sjúkrahússins þar sem George Clooney var til meðferðar eftir að hann slasaðist í árekstri á mótorhjóli sínu hefur sakað 40 starfsmenn, meðal annars lækna, um að hafa í óleyfi skoðað sjúkraskrá leikarans. Erlent 10.10.2007 17:26
Brennivínið bjargaði lífi hans Læknalið á áströlsku sjúkrahúsi lenti í nokkrum vanda þegar komið var með mann sem var að deyja eftir að hafa drukkið kælivökva. Erlent 10.10.2007 16:14
Stjórnarformaður ABN Amro hættur Rijkman Groenink, stjórnarformaður hollenska bankans ABN Amro, tilkynnti í dag að hann ætli að segja upp starfi sínu hjá bankanum í kjölfar þess að hópur þriggja banka undir forystu Royal Bank of Scotland tryggði sér yfirtöku á honum. Viðskipti erlent 10.10.2007 14:58
Rifist um hlátur Hillary Heiftarlegar deilur hafa nú brotist út í Bandaríkjunum út af hláturskasti sem Hillary Clinton fékk í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina. Erlent 10.10.2007 14:49
Vill jarðsetja Lenin Háttsettur embættismaður í Kreml vill að lík Vladimirs Lenins verði flutt úr grafhýsi á Rauða torginu og jarðsett. Lenin var smurður eftir lát sitt árið 1924 og hefur verið í grafhýsinu síðan. Mikill fjöldi manna heimsækir það árlega til þess að berja byltingarleiðtogann augum. Erlent 10.10.2007 14:33
Tekjur Alcoa undir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa, sem meðal annars rekur álverið í Reyðarfirði, hagnaðist um 555 milljónir bandaríkjadala, rúma 33,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 537 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta er 3,4 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti erlent 10.10.2007 12:52
Óttast að dregið geti úr hagvexti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér. Viðskipti erlent 10.10.2007 09:34
Danir nota upplýsingar sem eru fengnar með pyntingum Forsætisráðherra Danmerkur telur allt í lagi að nota upplýsingar sem fengnar eru með pyntingum, ef þær geta komið í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku. Erlent 9.10.2007 21:01
Lokagengi Dow Jones aldrei hærra Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti. Viðskipti erlent 9.10.2007 20:39
Heiðursmorð á strúti Tveir ungir Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir að skjóta til bana strút sem hafði sparkað þeim um koll. Erlent 9.10.2007 19:42
Tyrkir vilja ráðast inn í Írak Forsætisráðherra Tyrklands hefur veitt samþykki sitt fyrir meiriháttar innrás í Írak, til þess að berja á kúrdiskum uppreisnarmönnum þar. Erlent 9.10.2007 18:20
Sherry aftanfrá Tammy Jean Warner var ákærð fyrir manndráp af gáleysi eftir að hún hellti úr tveim stórum Sherry flöskum upp í endaþarm eiginmanns síns. Erlent 9.10.2007 17:38
Manndrápsbjörn skotinn til bana Bjarndýr sem talið er hafa drepið veiðimann og hund hans í Mið-Svíþjóð í gær, var skotið til bana í dag. Erlent 9.10.2007 16:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent