Erlent

Fréttamynd

Unglingsstúlka lést í handsprengjuárás

Unglingsstúlka lést þegar handsprengju var hent inn á heimili hennar í indverska hlutka Kasmír-héraðs í morgun. Árásin er sögð hafa beinst að bróður stúlkunnar sem að sögn Reuters-fréttastofunnar er fyrrverandi skæruliði. Fimm aðrir fjölskyldumeðlimir særðust í árásinni.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall í aurskriðum í Kína

Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað.

Erlent
Fréttamynd

Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi

Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar hunsuðu viðvaranir

Ehud Olmert segist sjá eftir árásum ísraelska hersins á bækistöð friðargæslusveita í Líbanon. Kofi Annan segir árásina hafa verið vísvitaða. Fjórir friðargæslumenn Sameinuðu þjóðanna létust í árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Húsaleigan þykir afar lág

Húsaleiga í Kaupmannahöfn er ein sú lægsta í Evrópu, kemur fram á fréttavef danska blaðsins Politiken. Leigan er svo lág, að hún jafnast á við leigu í Istanbúl og Búdapest, jafnvel þó að laun í Danmörku séu almennt talin vera þrisvar til fjórum sinnum hærri en í Tyrklandi og Ungverjalandi.

Erlent
Fréttamynd

Alþjóðlegt lið við landamæri

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að hann vildi fá tveggja kílómetra langa ræmu af líbönsku landsvæði meðfram landamærum Ísraels undir yfirráð alþjóðlegs gæsluliðs.

Erlent
Fréttamynd

Samkynhneigðir fá ekki að giftast

Hæstiréttur Washington-ríkis í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekkert væri athugavert við lög, sem hafa verið í gildi í Washington frá árinu 1998.

Erlent
Fréttamynd

Frekar skotinn en hengdur

Saddam Hussein mætti fyrir dómara í gær í fyrsta skipti eftir innlögn á sjúkrahús á sunnudaginn. Hann kvartaði undan því að hafa verið fluttur nauðugur af sjúkrahúsinu.

Erlent
Fréttamynd

Þrír hermenn handteknir

Srinagar, AP Þrír indverskir hermenn og tveir lögreglumenn hafa verið handteknir í Kasmírhéraði nyrst á Indlandi. Þeir eru grunaðir um tengsl við herská samtök sem talin eru bera ábyrgð á fjölda sprengjuárása á Indlandi, þar á meðal sprengingunum í lestakerfinu í Mumbai fyrr í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sala hanaslagstímarita endi

Mannúðarsamtök í Bandaríkjunum hafa hvatt söluvefinn Amazon.com til að hætta sölu á tveimur tímaritum á vefsíðu sinni, en þau telja það varða við lög. Tímaritin fjalla bæði um „íþróttina“ hanaslag og heita þau „Fiðraði bardagamaðurinn“ og „Leikhaninn.“

Erlent
Fréttamynd

Eldur í efnaverksmiðju

Talsverð skelfing greip um sig í gríska bænum Lavrio í morgun þegar eldur kom upp í efnaverksmiðju þar.

Erlent
Fréttamynd

Enginn árangur af ráðstefnunni

Bandaríkjamenn og Bretar komu í veg fyrir að tafarlauss vopnahlés yrði krafist á alþjóðlegri ráðstefnu um stríðið í Líbanon sem fram fór í Róm í dag. Líbanski forsætisráðherrann spurði á ráðstefnunni hvort tár Ísraela væru meira virði en blóð Líbana.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar grunaðir um græsku

Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.

Erlent
Fréttamynd

Enn eykst tapið hjá GM

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bóluefni við H5N1 afbrigði fuglaflensu

Lyfjafræðingar hjá breska lyfjafyrirtækinu Glaxo Smith Kline telja sig hafa þróað bóluefni gegn hinu banvæna H5N1 afbrigði fuglaflensu. Fjöldaframleiðsla á því gæti hafist á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent

Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Krefja Ísraela um bætur

Líbanar ætla að krefja Ísraela um bætur vegna árása þeirra á landið síðustu daga. Fuad Siniora, forsætisráðherra landsins, sem nú situr fund um ástandið í Líbanon í Róm á Ítalíu, tilkynnti þetta í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon

Framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins segir ótímabært að ræða það hvort fjölþjóðlegt herlið sem sent yrði til Suður-Líbanon lúti stjórn þess. Frakkar segjast tilbúnir að leiða herliðið. Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Náðust loksins eftir mikinn eltingaleik

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Richfield í Minnesota í Bandaríkjunum eftir æsilegan eltingaleik í gærmorgun. Lögregla bað mennina um að stöðva bíl sinn við venjubundið eftirlit en þeir létu ekki segjast.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Colgate minnkar milli ára

Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Saddam færður með valdi af sjúkrahúsi fyrir dóm

Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseti, segist frekar vilja falla fyrir byssukúlu en að fara í gálgann veðri hann sakfelldur og dæmdur til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu. Saddam var færður með valdi af sjúkrahúsi í morgun og fyrir dóm.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar krefja ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers á bækistöð þeirra í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Kínverjar hafa krafið ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni.

Erlent
Fréttamynd

Níu hermenn féllu í átökum Hizbollah og Ísraelsher

Að minnsta kosti níu ísraelskir hermenn féllu í miklum átökum við skæruliða Hizbollah í þorpinu Bint Jbeil í Suður-Líbanon í morgun. Arabíska fréttastöðin Al Jazeera greindi frá þessu fyrir stundu. Arabíska sjónvarpsstöðin Al Arabiya segir hins vegar að tólf hermenn hafi fallið. Fréttir bárust af því í gær að Ísraelsher hefði hertekið þorpið en nú berast fréttir af frekari átökum þar.

Erlent
Fréttamynd

Rolling stones með tekjuhæstu tónleikaferð allra tíma

Hljómsveitin Rolling Stones eru nú enn og aftur komin á spjöld sögunnar og að þessu sinni fyrir að vera komin í efsta sæti lista yfir tekjuhæstu tónleikarferðir sögunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir hófu tónleikaferð sína, A Bigger bang, fyrr á þessu ári en eru nú komnir til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

22 skipverjum bjargað

Mildi þykir að ekki fór verr þegar tuttugu og tveimur skipverjum var bjargað af flutningaskipi sem fór á hliðina undan ströndum Alaska í fyrrinótt. Skipið, sem skráð er í Singapúr, var á leið frá Japan til Kanada með um fimm þúsund bíla og önnur farartæki um borð.

Erlent
Fréttamynd

Palestínsk stúlka lést í átökum á Gaza

Átta Palestínumenn féllu og þrjátíu særðust í átökum á Gaza-ströndinni í morgun. Á meðal hinna látnu var þriggja ára gömul stúlka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru hinir sjö sem féllu í árásunum skæruliðar Hamas-samtakanna.

Erlent
Fréttamynd

FBI segir ásatrú ofbeldisfulla

Ásatrú verður sífellt vinsælli innan fangelsisveggja í Bandaríkjunum og mun einn fangi verða tekinn af lífi á morgun fyrir að drepa samfanga, fyrir að sýna guðunum ekki tilhlýðilega virðingu. Sérfræðingar óttast að ofbeldi muni aukast með útbreiðslu trúarbragðanna.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um kjarrelda í Noregi

Sjaldan ef aldrei hafa kviknað jafn margir kjarreldar í Noregi líkt og á þessu ári samkvæmt frétt á fréttavef norska ríkissjónvarpinu. Fara þarf allt aftur til ársins 1976 til að finna svipaðar tölur yfir fjölda kjarrelda en þó hafa fleiri eldar kviknað í ár og mun stærra svæði hefur brunnið. Veðurfarið er talin ein helsta orsök eldanna. Úrkoma hefur víða verið lítil það sem af er sumri en á sumum svæðum hefur verið þrisvar sinnum minni úrkoma í júlí en fyrri ár.

Innlent
Fréttamynd

Sextugur Dani olli fjaðrafoki

slökkvilið og sjúkrabifreiðar voru snögg á vettvang í gærmorgun, með sprengjuleitarbúnað og sprengjuleitarhunda, þegar tilkynning barst frá bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn um hættu á sprengjuárás. Nærliggjandi götur voru lokaðar klukkutímum saman.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna drepnir

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru staddir í bækistöðvum sínum á svæðinu þegar Ísraelar gerðu loftárás á þær.

Erlent