Erlent Rússar hóta Evrópusambandinu Rússar hafa hótað að banna allan innflutning á kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins frá og með fyrsta janúar næstkomandi, þegar Rúmenía og Búlgaría fá aðild að sambandinu. Talsmaður ESB segir að Rússar fari offari með þessari hótun sinni, og hún stefni í hættu árangri á fundi sambandsins og Rússlands í Helsinki á morgun. Erlent 23.11.2006 10:49 Komið í veg fyrir áfengiskaup Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér. Viðskipti erlent 23.11.2006 10:24 Líðan Litvinenkos versnar eftir hjartaáfall í nótt Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB sem talið er að eitrað hafi verið fyrir, fékk hjartaáfall í nótt og ástand hans er sagt mjög alvarlegt. Litvinenko hefur dvalið á University College sjúkrahúsinu í Lundúnum frá því í byrjun mánaðarins en nýjustu fregnir herma að þrír hlutir hafi fundist í meltingarvegi hans. Erlent 23.11.2006 10:01 Kerkorian selur í General Motors Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut. Viðskipti erlent 23.11.2006 09:56 Tíbeti kveikti í sér Tíbeskur maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan hótelið sem Hu Jintao, forseti Kína dvelur á, í heimsókn sinni til Indlands. Erlent 23.11.2006 09:48 Sameinuðu þjóðirnar gegn ofbeldi gagnvart konum Sjóður Sameinuðu þjóðanna sem á að binda enda á ofbeldi gagnvart konum mun gefa alls 3,5 milljónir dollara, eða um 250 milljónir íslenskra króna, til verkefna sem eiga að miða að því að binda enda á ofbeldi gagnvart konum. Þetta er jafnframt stærsta upphæð sem sjóðurinn hefur deilt út. Erlent 22.11.2006 23:18 Hamas til viðræðna um fangaskipti Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu. Erlent 22.11.2006 22:33 Kabila setur friðargæsluliðum úrslitakosti Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu. Erlent 22.11.2006 22:07 Líbanir biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag. Erlent 22.11.2006 22:01 Alþjóðadómstóllinn í Haag sýnir aðbúnað fanga sinna Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða. Erlent 22.11.2006 21:30 Kristilegir demókratar með forystu eftir fyrstu tölur Hollenska ríkissjónvarpsstöðin NOS skýrði frá því í kvöld að þegar að ellefu prósent atkvæða hefðu verið talin væri stjórnarflokkur Kristilegra demókrata með forystu á aðal stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn. Bjóst sjónvarpsstöðin við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að hljóta 41 sæti en Verkamannaflokkurinn 33. Erlent 22.11.2006 21:16 Ísraelar að hreinsa landssvæði af klasasprengjum Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn. Erlent 22.11.2006 21:08 Sprenging í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum. Erlent 22.11.2006 20:57 Pólverjar koma í veg fyrir viðræður Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands. Erlent 22.11.2006 20:17 Ólga í listaheiminum á Ítalíu Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um. Erlent 22.11.2006 20:14 Kristilegum demókrötum spáð sigri í Hollandi Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL. Erlent 22.11.2006 20:01 Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:34 Rottweiler hundar bíta unga konu til bana Fjórir rottweiler hundar bitu unga konu til bana í húsi nálægt París í Frakklandi í dag. Bitu þeir hana sérstaklega illa á andliti og á handleggjum samkvæmt fregnum frá lögreglu. Varð hún að skjóta hundana til bana til þess að komast að líki konunnar. Erlent 22.11.2006 19:37 Vill ekki láta farga fósturvísunum Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Erlent 22.11.2006 18:52 Þjóðhátíð í skugga morðs Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Erlent 22.11.2006 18:58 Minni væntingar vestanhafs Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:24 Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. Erlent 22.11.2006 18:08 Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. Erlent 22.11.2006 17:44 Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. Erlent 22.11.2006 16:49 Klámkóngur í lífstíðar fangelsi Erlent 22.11.2006 16:35 Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. Erlent 22.11.2006 16:24 Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. Erlent 22.11.2006 16:14 Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. Erlent 22.11.2006 15:34 Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.11.2006 14:48 Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. Erlent 22.11.2006 14:32 « ‹ 218 219 220 221 222 223 224 225 226 … 334 ›
Rússar hóta Evrópusambandinu Rússar hafa hótað að banna allan innflutning á kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins frá og með fyrsta janúar næstkomandi, þegar Rúmenía og Búlgaría fá aðild að sambandinu. Talsmaður ESB segir að Rússar fari offari með þessari hótun sinni, og hún stefni í hættu árangri á fundi sambandsins og Rússlands í Helsinki á morgun. Erlent 23.11.2006 10:49
Komið í veg fyrir áfengiskaup Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Bretar, sem kaupa áfengi og tóbak í öðrum löndum á netinu og láta senda sér heim, verði að greiða tolla og gjöld af vörunum. Einhverjum Bretum kann að þykja þetta súrt í broti enda hafa margir keypt vörurnar í öðrum löndum þar sem tollar eru lægri en í Bretlandi og látið senda sér. Viðskipti erlent 23.11.2006 10:24
Líðan Litvinenkos versnar eftir hjartaáfall í nótt Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari hjá KGB sem talið er að eitrað hafi verið fyrir, fékk hjartaáfall í nótt og ástand hans er sagt mjög alvarlegt. Litvinenko hefur dvalið á University College sjúkrahúsinu í Lundúnum frá því í byrjun mánaðarins en nýjustu fregnir herma að þrír hlutir hafi fundist í meltingarvegi hans. Erlent 23.11.2006 10:01
Kerkorian selur í General Motors Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian er sagður ætla að minnka við sig í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors. Kerkorian á 9,9 prósenta hlut í fyrirtækinu og einn stærsti einstaki hluthafi þess. Breska ríkisútvarpið segir Kerkorian ætla að selja 14 milljón hluti í félaginu og fara niður í 7,4 prósenta eignarhlut. Viðskipti erlent 23.11.2006 09:56
Tíbeti kveikti í sér Tíbeskur maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan hótelið sem Hu Jintao, forseti Kína dvelur á, í heimsókn sinni til Indlands. Erlent 23.11.2006 09:48
Sameinuðu þjóðirnar gegn ofbeldi gagnvart konum Sjóður Sameinuðu þjóðanna sem á að binda enda á ofbeldi gagnvart konum mun gefa alls 3,5 milljónir dollara, eða um 250 milljónir íslenskra króna, til verkefna sem eiga að miða að því að binda enda á ofbeldi gagnvart konum. Þetta er jafnframt stærsta upphæð sem sjóðurinn hefur deilt út. Erlent 22.11.2006 23:18
Hamas til viðræðna um fangaskipti Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu. Erlent 22.11.2006 22:33
Kabila setur friðargæsluliðum úrslitakosti Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu. Erlent 22.11.2006 22:07
Líbanir biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag. Erlent 22.11.2006 22:01
Alþjóðadómstóllinn í Haag sýnir aðbúnað fanga sinna Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða. Erlent 22.11.2006 21:30
Kristilegir demókratar með forystu eftir fyrstu tölur Hollenska ríkissjónvarpsstöðin NOS skýrði frá því í kvöld að þegar að ellefu prósent atkvæða hefðu verið talin væri stjórnarflokkur Kristilegra demókrata með forystu á aðal stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn. Bjóst sjónvarpsstöðin við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að hljóta 41 sæti en Verkamannaflokkurinn 33. Erlent 22.11.2006 21:16
Ísraelar að hreinsa landssvæði af klasasprengjum Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn. Erlent 22.11.2006 21:08
Sprenging í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum. Erlent 22.11.2006 20:57
Pólverjar koma í veg fyrir viðræður Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands. Erlent 22.11.2006 20:17
Ólga í listaheiminum á Ítalíu Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um. Erlent 22.11.2006 20:14
Kristilegum demókrötum spáð sigri í Hollandi Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL. Erlent 22.11.2006 20:01
Airbus segir eftirspurn stóraukast á næstu árum Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:34
Rottweiler hundar bíta unga konu til bana Fjórir rottweiler hundar bitu unga konu til bana í húsi nálægt París í Frakklandi í dag. Bitu þeir hana sérstaklega illa á andliti og á handleggjum samkvæmt fregnum frá lögreglu. Varð hún að skjóta hundana til bana til þess að komast að líki konunnar. Erlent 22.11.2006 19:37
Vill ekki láta farga fósturvísunum Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Erlent 22.11.2006 18:52
Þjóðhátíð í skugga morðs Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Erlent 22.11.2006 18:58
Minni væntingar vestanhafs Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við. Viðskipti erlent 22.11.2006 17:24
Áhöfninni kennt um slysið Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu. Erlent 22.11.2006 18:08
Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna. Erlent 22.11.2006 17:44
Le Pen segist fórnarlamb samsæris Franski hægri maðurinn Jean-Marie Le Pen hefur beðið borgarstjóra Frakklands um að styðja forsetaframboð sitt, og sagði að helstu stjórnmálaflokkarnir hafi gert samsæri um að koma í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. Erlent 22.11.2006 16:49
Lítil von um björgun úr pólskri námu Vonir hafa dvínað um að hægt verði að bjarga fimmtán pólskum námumönnum, sem nú hafi verið lokaðir ofan í námu sinni í einn sólarhring. Björgunarsveitir urðu frá að hverfa, í dag, vegna mikillar hættu á annarri sprengingu. Erlent 22.11.2006 16:24
Tyrknesk yfirvöld óróleg vegna heimsóknar páfa Tyrkneska lögreglan notaði táragas til þess að dreifa hópi manna sem ruddust inn í Aya Sofya safnið í Istanbúl, til þess að mótmæla heimsókn Benediktusar páfa til landsins í næstu viku. Erlent 22.11.2006 16:14
Búast við loftárásum á Íran næsta sumar Tvær hugveitur í Bandaríkjunum telja líklegt að George Bush, forseti, muni fyrirskipa sprengjuárásir á Íran næsta sumar, til þess að koma í veg fyrir að landið komi sér upp kjarnorkusprengjum. Erlent 22.11.2006 15:34
Kerkorian vill stóran hlut í spilavítakeðju Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian lýsti því yfir í dag að hann hefði hug á að verja sem nemur 825 milljónum dala eða tæplega 60 milljörðum íslenskra króna til að auka við hlut sinn í MGM Mirage, sem á og rekurhótel- og spilavíti í Las Vegas og Atlantic City í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 22.11.2006 14:48
Rússar hóta að taka rafmagnið af Azerbadjan Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi. Erlent 22.11.2006 14:32