Erlent Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 27.11.2006 11:16 Tilbúnir að sleppa mörgum Palestínumönnum Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar séu tilbúnir að láta lausa marga palestinska fanga, ef ísraelska hermanninum Gilad Shalit, verði sleppt. Erlent 27.11.2006 11:05 Arðbær hryðjuverk Hryðjuverkahópar í Írak þéna milljarða króna á mannránum, olíusmygli og peningafölsun, samkvæmt bandarískri skýrslu sem dagblaðið New York Times hefur komist yfir. Erlent 27.11.2006 10:58 Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:25 Ruslpóstur hefur þrefaldast á hálfu ári Umfang tölvu ruslpósts hefur þrefaldast síðan í júní og níu af hverjum tíu póstsendingum á heimsvísu eru nú ruslpóstur, að sögn bandaríska tölvufyrirtækisins Postini. Fyrirtækið segir að það séu glæpagengi sem séu á bakvið þetta. Erlent 27.11.2006 10:42 Heiftarlegar deilur um samkynhneigða í Færeyjum Þingmaður á lögþingi Færeyja lagði samkynhneigða að jöfnu við barnaníðinga, brennuvarga og stelsjúka, í viðtali við danskt blað, á dögunum. Erlent 27.11.2006 10:20 Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:04 Varar við borgarastyrjöld í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Erlent 27.11.2006 09:39 Wal-Mart nemur land á Indlandi Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Viðskipti erlent 27.11.2006 09:29 Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn. Erlent 27.11.2006 08:49 Írönsk herflugvél fórst í Tehran Talið er að þrjátíu og sex hafi látið lífið í flugslysi í Íran í morgun. Flugvélin fórst skömmi eftir flugtak í Tehran. Flugvélin var írönsk herflugvél og eru þrjátíu þeirra látnu hermenn. Erlent 27.11.2006 07:18 Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. Erlent 25.11.2006 19:47 Útgöngubann í Írak fram á mánudag Útgöngubann í Bagdad í Írak mun vera í gildi fram á mánudag. Írösk stjórnvöld tilkynntu í dag að banninu verði aflétt á mánudagsmorgun. Útgöngubannið var sett á eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Um tvö hundruð manns týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad á fimmtudaginn. Erlent 25.11.2006 17:56 Yfir tvö hundruð þúsund fuglum slátrað Slátra á tvö hundruð þrjátíu og sexþúsund alifuglum í Suður-Kóreu eftir að hinn banvæni stofn fuglaflensunnar, H5N1, greindist í fuglum á fuglabúi í landinu. Erlent 25.11.2006 17:46 Aðskilnaðarsinnar styðja ályktun um Quebec Flokkkur aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada hefur samþykkt að styðja þingsályktun um að frönskumælandi íbúar Quebec séu þjóð í sameinuðu Kanada. Gagnrýnendur segja tillöguna af pólitískum toga og hún muni stuðla að sundrungu landsins, en hugmyndir um sjálfstæði hins frönskumælandi héraðs hafa komið upp áður og valdið miklum titringi. Erlent 25.11.2006 11:30 Fuglaflensa staðfest í Suður-Kóreu Fuglaflensa af stofninum H5N1 hefur verið staðfest í fuglum á kjúklingabúi í Suður Kóreu. Tilfellið kom upp á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust úr flensunni og þurfti að slátra tæplega sjö þúsundum til viðbótar. Erlent 25.11.2006 10:55 Breska lögreglan finnur leifar af geislavirku efni Bresk yfirvöld hafa fundið leifar af sama geislavirka efninu og fannst í líkama Alexanders Litvinenko eftir að hann lést á þeim þremur stöðum sem hann dvaldi á daginn sem hann taldi að hefði verið eitrað fyrir honum. Erlent 24.11.2006 23:29 Boðið upp á hraðþjónustu á flugvöllum Einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa nú séð sér hag í því að setja upp þjónustu sem að flýtir ferð fólks í gegnum flugvelli þar í landi. Vegna ótta við hryðjuverk eru mörg öryggishlið sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur það valdið miklum pirringi meðal fólks sem ferðast mikið. Erlent 24.11.2006 22:40 Google í slæmum málum á Ítalíu Ítalskir saksóknarar eru iðnir við kolann en þeir hófu í dag rannsókn á því hvernig myndband, sem sýnir fjóra unglinga fara illa með einhverfan dreng, á myndbandavefsíðu Google. Eru tveir starfsmenn Google ákærðir fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því hvers konar efni er sett inn á síðuna. Erlent 24.11.2006 22:29 Brostu og allur heimurinn brosir við þér Sjálfboðaliðar fyrir Ólympíuleikana sem verða í Peking í Kína árið 2008 hafa verið sendir í sérstaka þjálfun til þess að standa sig betur í starfi sínu. Og hvað er verið að kenna sjálfboðaliðunum? Jú, að brosa. Erlent 24.11.2006 22:00 Setti barnið í frystinn Kanadískur maður sem vissi ekki hvað átti að gera þegar að tíu mánaða gamalt barn kærustu hans fékk hita setti það inn í frysti til þess að kæla það aðeins niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi og að ráðast á barnið en móðirin bjargaði því þegar hún kom heim. Maðurinn hafði þá sett stúlkubarnið við hliðina á ísmolunum og hamborgurunum. Erlent 24.11.2006 21:38 Berlusconi sakaður um kosningasvindl Ítalskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á þeim ásökunum vinstri sinnaðs dagblaðs á Ítalíu að flokkur Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hafi reynt að hafa rangt við í þingkosningum sem fóru fram í apríl síðastliðnum. Berlusconi neitar öllu og íhugar málsókn. Erlent 24.11.2006 21:24 Bush leitar bandamanna víða Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta er farin að leita leiða til þess að koma á stöðugleika í Írak en landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ætla þeir sér að vinna að því takmarki með hófsömum múslimaríkjum á svæðinu og á sama tíma ætla þeir að leita leiða til þess að binda enda á deilur Ísraela og Palestínumanna. Erlent 24.11.2006 21:13 Eiturlyfjagengi í ímyndarvanda Mexíkóskt eiturlyfjagengi tók upp þá nýjung að auglýsa sjálft sig í dagblöðum til þess að segja fólki að það væri í rauninni ekkert slæmt. Í auglýsingunum, sem voru birtar í nokkrum dagblöðum, var tekið fram að gengið, sem er þekkt sem "Fjölskyldan", væri ekki glæpagengi heldur sjálfskipaðir verndarar reglu og réttlætis. Erlent 24.11.2006 20:50 Ódæða hefnt Minnst 30 týndu lífi og hátt í 50 til viðbótar særðust þegar vígamenn hófu skothríð í hverfi súnnía í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Að sögn vitna lögðu árásarmennirnir síðan elda að fjórum moskum í hverfinu. Árásin er sögð hefnd fyrir sprengjuárás í Sadr-hverfi sjía í höfuðborginn í gær sem kostaði rúmlega 200 manns lífið. Erlent 24.11.2006 19:22 Valdarán á bandarísku dagblaði Maður íklæddur felubúning og vopnaður hríðskotabyssu réðist til inngöngu í húsakynni bandaríska dagblaðsins Miami Herald í dag. Neyddi hann starfsfólk til þess að yfirgefa húsakynnin og gaf til kynna að hann hefði þar með tekið dagblaðið yfir. Ástæðuna sagði hann vera lág laun og að dagblaðið væri illa rekið. Erlent 24.11.2006 19:18 Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Erlent 24.11.2006 19:02 Páfinn og Erdogan munu funda Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Erdogan, ætlar sér að hitta Benedikt páfa þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands í næstu viku. Töluvert hafði verið deilt á að ekki hefði verið ákveðinn fundur milli þeirra en mikil spenna ríkir í landinu fyrir heimsókna páfa vegna ummæla hans í sumar um að íslam væri ofbeldisfull trú. Erlent 24.11.2006 18:14 Frakkar hlýta ákvörðun ráðamanna í Rúanda Frakkar sögðu í dag að þeir hörmuðu þá ákvörðun ráðamanna í Rúanda að slíta stjórnmálalegum tengslum ríkjanna tveggja. Ástæðan fyrir vinslitunum er sú að franskur dómari ákvað að gefa út handtökuskipun á leiðtogum í Rúanda vegna atburða sem leiddu til þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994. Erlent 24.11.2006 17:38 Bandaríkin fordæma árás í Írak Talsmenn Bandaríkjaforseta fordæmdu í dag árásina í gær í hverfi shía múslima og sögðu hana glórulausa og miðaða að því að skapa óstöðugleika í landinu. Alls létu um 200 manns lífið í árásinni sem var sú stærsta sem gerð hefur verið síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Erlent 24.11.2006 17:19 « ‹ 215 216 217 218 219 220 221 222 223 … 334 ›
Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 27.11.2006 11:16
Tilbúnir að sleppa mörgum Palestínumönnum Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar séu tilbúnir að láta lausa marga palestinska fanga, ef ísraelska hermanninum Gilad Shalit, verði sleppt. Erlent 27.11.2006 11:05
Arðbær hryðjuverk Hryðjuverkahópar í Írak þéna milljarða króna á mannránum, olíusmygli og peningafölsun, samkvæmt bandarískri skýrslu sem dagblaðið New York Times hefur komist yfir. Erlent 27.11.2006 10:58
Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:25
Ruslpóstur hefur þrefaldast á hálfu ári Umfang tölvu ruslpósts hefur þrefaldast síðan í júní og níu af hverjum tíu póstsendingum á heimsvísu eru nú ruslpóstur, að sögn bandaríska tölvufyrirtækisins Postini. Fyrirtækið segir að það séu glæpagengi sem séu á bakvið þetta. Erlent 27.11.2006 10:42
Heiftarlegar deilur um samkynhneigða í Færeyjum Þingmaður á lögþingi Færeyja lagði samkynhneigða að jöfnu við barnaníðinga, brennuvarga og stelsjúka, í viðtali við danskt blað, á dögunum. Erlent 27.11.2006 10:20
Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:04
Varar við borgarastyrjöld í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Erlent 27.11.2006 09:39
Wal-Mart nemur land á Indlandi Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Viðskipti erlent 27.11.2006 09:29
Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn. Erlent 27.11.2006 08:49
Írönsk herflugvél fórst í Tehran Talið er að þrjátíu og sex hafi látið lífið í flugslysi í Íran í morgun. Flugvélin fórst skömmi eftir flugtak í Tehran. Flugvélin var írönsk herflugvél og eru þrjátíu þeirra látnu hermenn. Erlent 27.11.2006 07:18
Fríblöðin skapa vandamál í Danmörku Fríblöð flæða um ruslatunnur og stigaganga fjölbýlishúsa í Danmörku. Dönsku neytendasamtökin hafa selt eitt hundrað þúsund límmiða gegn blöðunum. Danska þingið hefur gefið útgefendum blaðanna frest til áramóta til að finna í sameiningu lausn á málinu. Erlent 25.11.2006 19:47
Útgöngubann í Írak fram á mánudag Útgöngubann í Bagdad í Írak mun vera í gildi fram á mánudag. Írösk stjórnvöld tilkynntu í dag að banninu verði aflétt á mánudagsmorgun. Útgöngubannið var sett á eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Um tvö hundruð manns týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad á fimmtudaginn. Erlent 25.11.2006 17:56
Yfir tvö hundruð þúsund fuglum slátrað Slátra á tvö hundruð þrjátíu og sexþúsund alifuglum í Suður-Kóreu eftir að hinn banvæni stofn fuglaflensunnar, H5N1, greindist í fuglum á fuglabúi í landinu. Erlent 25.11.2006 17:46
Aðskilnaðarsinnar styðja ályktun um Quebec Flokkkur aðskilnaðarsinna í Quebec í Kanada hefur samþykkt að styðja þingsályktun um að frönskumælandi íbúar Quebec séu þjóð í sameinuðu Kanada. Gagnrýnendur segja tillöguna af pólitískum toga og hún muni stuðla að sundrungu landsins, en hugmyndir um sjálfstæði hins frönskumælandi héraðs hafa komið upp áður og valdið miklum titringi. Erlent 25.11.2006 11:30
Fuglaflensa staðfest í Suður-Kóreu Fuglaflensa af stofninum H5N1 hefur verið staðfest í fuglum á kjúklingabúi í Suður Kóreu. Tilfellið kom upp á fuglabúi í Iksan, sem er tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suður af Seoul. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust úr flensunni og þurfti að slátra tæplega sjö þúsundum til viðbótar. Erlent 25.11.2006 10:55
Breska lögreglan finnur leifar af geislavirku efni Bresk yfirvöld hafa fundið leifar af sama geislavirka efninu og fannst í líkama Alexanders Litvinenko eftir að hann lést á þeim þremur stöðum sem hann dvaldi á daginn sem hann taldi að hefði verið eitrað fyrir honum. Erlent 24.11.2006 23:29
Boðið upp á hraðþjónustu á flugvöllum Einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa nú séð sér hag í því að setja upp þjónustu sem að flýtir ferð fólks í gegnum flugvelli þar í landi. Vegna ótta við hryðjuverk eru mörg öryggishlið sem fólk þarf að fara í gegnum og hefur það valdið miklum pirringi meðal fólks sem ferðast mikið. Erlent 24.11.2006 22:40
Google í slæmum málum á Ítalíu Ítalskir saksóknarar eru iðnir við kolann en þeir hófu í dag rannsókn á því hvernig myndband, sem sýnir fjóra unglinga fara illa með einhverfan dreng, á myndbandavefsíðu Google. Eru tveir starfsmenn Google ákærðir fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því hvers konar efni er sett inn á síðuna. Erlent 24.11.2006 22:29
Brostu og allur heimurinn brosir við þér Sjálfboðaliðar fyrir Ólympíuleikana sem verða í Peking í Kína árið 2008 hafa verið sendir í sérstaka þjálfun til þess að standa sig betur í starfi sínu. Og hvað er verið að kenna sjálfboðaliðunum? Jú, að brosa. Erlent 24.11.2006 22:00
Setti barnið í frystinn Kanadískur maður sem vissi ekki hvað átti að gera þegar að tíu mánaða gamalt barn kærustu hans fékk hita setti það inn í frysti til þess að kæla það aðeins niður. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir glæpsamlegt gáleysi og að ráðast á barnið en móðirin bjargaði því þegar hún kom heim. Maðurinn hafði þá sett stúlkubarnið við hliðina á ísmolunum og hamborgurunum. Erlent 24.11.2006 21:38
Berlusconi sakaður um kosningasvindl Ítalskir saksóknarar hafa hafið rannsókn á þeim ásökunum vinstri sinnaðs dagblaðs á Ítalíu að flokkur Silvio Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, hafi reynt að hafa rangt við í þingkosningum sem fóru fram í apríl síðastliðnum. Berlusconi neitar öllu og íhugar málsókn. Erlent 24.11.2006 21:24
Bush leitar bandamanna víða Stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta er farin að leita leiða til þess að koma á stöðugleika í Írak en landið er á barmi borgarastyrjaldar. Ætla þeir sér að vinna að því takmarki með hófsömum múslimaríkjum á svæðinu og á sama tíma ætla þeir að leita leiða til þess að binda enda á deilur Ísraela og Palestínumanna. Erlent 24.11.2006 21:13
Eiturlyfjagengi í ímyndarvanda Mexíkóskt eiturlyfjagengi tók upp þá nýjung að auglýsa sjálft sig í dagblöðum til þess að segja fólki að það væri í rauninni ekkert slæmt. Í auglýsingunum, sem voru birtar í nokkrum dagblöðum, var tekið fram að gengið, sem er þekkt sem "Fjölskyldan", væri ekki glæpagengi heldur sjálfskipaðir verndarar reglu og réttlætis. Erlent 24.11.2006 20:50
Ódæða hefnt Minnst 30 týndu lífi og hátt í 50 til viðbótar særðust þegar vígamenn hófu skothríð í hverfi súnnía í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Að sögn vitna lögðu árásarmennirnir síðan elda að fjórum moskum í hverfinu. Árásin er sögð hefnd fyrir sprengjuárás í Sadr-hverfi sjía í höfuðborginn í gær sem kostaði rúmlega 200 manns lífið. Erlent 24.11.2006 19:22
Valdarán á bandarísku dagblaði Maður íklæddur felubúning og vopnaður hríðskotabyssu réðist til inngöngu í húsakynni bandaríska dagblaðsins Miami Herald í dag. Neyddi hann starfsfólk til þess að yfirgefa húsakynnin og gaf til kynna að hann hefði þar með tekið dagblaðið yfir. Ástæðuna sagði hann vera lág laun og að dagblaðið væri illa rekið. Erlent 24.11.2006 19:18
Geislavirkt efni í líkama Litvinenkos Töluvert af geislavirku efni hefur fundist í líkama rússneska njósnarans Alexanders Litvinenkos, sem lést af völdum eitrunar á sjúkrahúsi í Lundúnum í gærkvöldi. Skömmu fyrir andlátið sagði hann Pútín Rússlandsforseta bera ábyrgð á örlögum sínum. Forsetinn vísar því alfarið á bug. Erlent 24.11.2006 19:02
Páfinn og Erdogan munu funda Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Erdogan, ætlar sér að hitta Benedikt páfa þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Tyrklands í næstu viku. Töluvert hafði verið deilt á að ekki hefði verið ákveðinn fundur milli þeirra en mikil spenna ríkir í landinu fyrir heimsókna páfa vegna ummæla hans í sumar um að íslam væri ofbeldisfull trú. Erlent 24.11.2006 18:14
Frakkar hlýta ákvörðun ráðamanna í Rúanda Frakkar sögðu í dag að þeir hörmuðu þá ákvörðun ráðamanna í Rúanda að slíta stjórnmálalegum tengslum ríkjanna tveggja. Ástæðan fyrir vinslitunum er sú að franskur dómari ákvað að gefa út handtökuskipun á leiðtogum í Rúanda vegna atburða sem leiddu til þjóðarmorðanna þar í landi árið 1994. Erlent 24.11.2006 17:38
Bandaríkin fordæma árás í Írak Talsmenn Bandaríkjaforseta fordæmdu í dag árásina í gær í hverfi shía múslima og sögðu hana glórulausa og miðaða að því að skapa óstöðugleika í landinu. Alls létu um 200 manns lífið í árásinni sem var sú stærsta sem gerð hefur verið síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. Erlent 24.11.2006 17:19