Erlent Þrír ákærðir fyrir sprengjuárásir í Lundúnum. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Þetta eru fyrstu ákærurnar vegna sprenginganna sem urðu alls 52 að bana. Erlent 5.4.2007 13:50 Ætla að funda um framtíð Íraks Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað. Erlent 5.4.2007 13:41 Sjóliðarnir komnir heim til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem verið hafa í haldi Írana í nærri tvær vikur, komu heim til Bretlands nú fyrir hádegi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði því að sjóliðarnir væru komnir aftur heim öryggir og ómeiddir. Erlent 5.4.2007 12:05 Ógiltu lög um framhjáhald kvenna Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi. Erlent 5.4.2007 12:04 Mugabe hótar þeim er tóku þátt í verkfalli Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, hótaði í dag aðgerðum gegn þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í tveggja daga verkfalli verkalýðsfélaga í landinu. Fá fyrirtæki tóku þátt í verkfallinu þar sem stjórnvöld höfðu varað við hefndaraðgerðum gegn þeim sem tóku þátt. Hermenn gengu um götur og pössuðu upp á að allt væri opið. Erlent 5.4.2007 11:29 Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði. Erlent 5.4.2007 11:01 Bretar ræða við fulltrúa Hamas Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið. Erlent 5.4.2007 10:28 Reyndi að ráða leigumorðingja til að drepa fóstur 18 ára bandarískur unglingur sagðist sekur um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að drepa ófætt barn fyrrum kærustu sinnar og fékk nærri sex ára fangelsisdóm fyrir vikið. Erlent 5.4.2007 10:13 Sjóliðarnir komnir til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína. Erlent 5.4.2007 09:48 Solana ræddi við Larijani Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani. Erlent 5.4.2007 09:25 Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive. Erlent 4.4.2007 20:29 Sjóliðunum sleppt á morgun Ráðgjafi Mahmoud Ahadinejad forseta Írans sagði í dag að bresku sjóliðunum 15 verði sleppt úr haldi á morgun. Reuters fréttastofan hefur eftir Mojtaba Samareh-Hashemi að gíslarnir verði látnir lausir í breska sendiráðinu í Teheran á morgun og fari beint til London. Hann sagði að Bretarnir væru nú undir umsjón utanríkisráðuneytisins. Erlent 4.4.2007 20:43 Volkswagen bifreið Páfa til sölu Volkswagen Golf bifreið sem einu sinni var í eigu Benedikts Páfa er nú til sölu. Hægt er að bjóða í bílinn á uppboðsvefnum eBay. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála. Nú hafa tilboð náð rúmum tíu milljónum, en uppboðið rennur út næstkomandi þriðjudag. Á fréttavef Ananova kemur fram að upphaflega hafi bíllinn kostað tæpar 900 þúsund krónur. Erlent 4.4.2007 20:12 Kamelljónasmyglari roðnaði í tollinum Króatískur maður var gripinn glóðvolgur á alþjóðaflugvellinum í Zagreb með 175 kamelljón sem hann reyndi að smygla inn frá Tælandi. Tollverðirnir tóku eftir hreyfingu á poka Dragos Radovic þegar hann gekk í gegnum tollhliðið. Þegar þeir opnuðu pokann sáu þeir skriðdýrin sem eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.4.2007 20:05 Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Erlent 4.4.2007 18:56 Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Erlent 4.4.2007 18:53 Doktor Geir Innlent 4.4.2007 16:40 Með ástarkveðju frá Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi ráku kínverska konu sem tilheyrði Falun Gong samtökunum úr landi í síðasta mánuði. Hún var send til Kína, ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Ma Hui hafði búið í Sankti Pétursborg í nokkur ár og oft beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hinn 28. mars var hún handtekin og send úr landi samdægurs. Erlent 4.4.2007 16:09 Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. Erlent 4.4.2007 14:21 15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. Erlent 4.4.2007 11:35 Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. Erlent 4.4.2007 12:09 Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. Erlent 4.4.2007 12:06 Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Erlent 4.4.2007 12:03 Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. Erlent 4.4.2007 12:01 Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. Erlent 4.4.2007 11:32 DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. Viðskipti erlent 4.4.2007 10:37 Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. Erlent 4.4.2007 10:42 Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. Erlent 4.4.2007 10:41 Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað. Erlent 4.4.2007 10:30 Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni. Erlent 4.4.2007 10:07 « ‹ 132 133 134 135 136 137 138 139 140 … 334 ›
Þrír ákærðir fyrir sprengjuárásir í Lundúnum. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir þátttöku í sprengjutilræðunum í Lundúnum þann 7. júlí 2005. Þetta eru fyrstu ákærurnar vegna sprenginganna sem urðu alls 52 að bana. Erlent 5.4.2007 13:50
Ætla að funda um framtíð Íraks Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað. Erlent 5.4.2007 13:41
Sjóliðarnir komnir heim til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem verið hafa í haldi Írana í nærri tvær vikur, komu heim til Bretlands nú fyrir hádegi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði því að sjóliðarnir væru komnir aftur heim öryggir og ómeiddir. Erlent 5.4.2007 12:05
Ógiltu lög um framhjáhald kvenna Stjórnarskrárdómstóll í Úganda hefur ógilt lög um framhjáhald sem þar voru í gildi. Samkvæmt þeim var löglegt fyrir giftan mann að halda framhjá með ógiftri konu en ólöglegt fyrir gifta konu að halda fram hjá með ógiftum manni. Konur sem voru fundnar sekar um ódæðið sáu fram á sekt eða allt að eitt ár í fangelsi. Erlent 5.4.2007 12:04
Mugabe hótar þeim er tóku þátt í verkfalli Forseti Zimbabwe, Robert Mugabe, hótaði í dag aðgerðum gegn þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í tveggja daga verkfalli verkalýðsfélaga í landinu. Fá fyrirtæki tóku þátt í verkfallinu þar sem stjórnvöld höfðu varað við hefndaraðgerðum gegn þeim sem tóku þátt. Hermenn gengu um götur og pössuðu upp á að allt væri opið. Erlent 5.4.2007 11:29
Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði. Erlent 5.4.2007 11:01
Bretar ræða við fulltrúa Hamas Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið. Erlent 5.4.2007 10:28
Reyndi að ráða leigumorðingja til að drepa fóstur 18 ára bandarískur unglingur sagðist sekur um að hafa reynt að ráða leigumorðingja til þess að drepa ófætt barn fyrrum kærustu sinnar og fékk nærri sex ára fangelsisdóm fyrir vikið. Erlent 5.4.2007 10:13
Sjóliðarnir komnir til Bretlands Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína. Erlent 5.4.2007 09:48
Solana ræddi við Larijani Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani. Erlent 5.4.2007 09:25
Svisslendingar sendi ekki djöfullegt lag í Eurovision Kristnir Svisslendingar fara nú fram á að framlag landsins til Eurovision keppninnar í ár verði bannað þar sem það sé djöfullegt. Lýðræðisflokkur í landinu hefur safnað 49 þúsund undirskriftum og afhent ríkisstjórnarinni. Farið er farið er fram á að gripið verði í taumana. Lag DJ Bobos nefnist Vampires Are Alive. Erlent 4.4.2007 20:29
Sjóliðunum sleppt á morgun Ráðgjafi Mahmoud Ahadinejad forseta Írans sagði í dag að bresku sjóliðunum 15 verði sleppt úr haldi á morgun. Reuters fréttastofan hefur eftir Mojtaba Samareh-Hashemi að gíslarnir verði látnir lausir í breska sendiráðinu í Teheran á morgun og fari beint til London. Hann sagði að Bretarnir væru nú undir umsjón utanríkisráðuneytisins. Erlent 4.4.2007 20:43
Volkswagen bifreið Páfa til sölu Volkswagen Golf bifreið sem einu sinni var í eigu Benedikts Páfa er nú til sölu. Hægt er að bjóða í bílinn á uppboðsvefnum eBay. Hagnaður af sölunni mun renna til góðgerðarmála. Nú hafa tilboð náð rúmum tíu milljónum, en uppboðið rennur út næstkomandi þriðjudag. Á fréttavef Ananova kemur fram að upphaflega hafi bíllinn kostað tæpar 900 þúsund krónur. Erlent 4.4.2007 20:12
Kamelljónasmyglari roðnaði í tollinum Króatískur maður var gripinn glóðvolgur á alþjóðaflugvellinum í Zagreb með 175 kamelljón sem hann reyndi að smygla inn frá Tælandi. Tollverðirnir tóku eftir hreyfingu á poka Dragos Radovic þegar hann gekk í gegnum tollhliðið. Þegar þeir opnuðu pokann sáu þeir skriðdýrin sem eru í útrýmingarhættu. Erlent 4.4.2007 20:05
Endurspeglar pólitíska gjá Sú ákvörðun Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að sækja sýrlenska ráðamenn heim mælist ekki vel fyrir hjá George Bush Bandaríkjaforseta. Deilan sýnir í hnotskurn gjánna sem skilur að repúblikana og demókrata í Bandaríkjunum. Erlent 4.4.2007 18:56
Sjóliðunum sleppt Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Erlent 4.4.2007 18:53
Með ástarkveðju frá Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi ráku kínverska konu sem tilheyrði Falun Gong samtökunum úr landi í síðasta mánuði. Hún var send til Kína, ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Ma Hui hafði búið í Sankti Pétursborg í nokkur ár og oft beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hinn 28. mars var hún handtekin og send úr landi samdægurs. Erlent 4.4.2007 16:09
Þú þarna í rauðu peysunni Nýjasta hugmynd yfirvalda í Bretlandi er að setja upp myndavélar sem arga á fólk ef það gerir eitthvað sem það má ekki. Í Bretlandi er ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa. Nú á að bæta á þær hátölurum til þess að bæjarstarfsmenn geti strax skammað þá sem sýna af sér svokallaða andfélagslega hegðun. Erlent 4.4.2007 14:21
15 ára fangelsi fyrir að skrifa Fogh Rasmussen Saksóknari í Tyrklandi hefur krafist allt að 15 ára fangelsis yfir 53 borgarstjórum sem skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur bréf árið 2005. Í bréfinu báðu þeir Rasmussen um að hlífa kúrdisku sjónvarpsstöðinni Roj-TV sem sendir út á kúrdisku, frá Kaupmannahöfn. Stöðin nær meðal annars til Þýskalands, þar sem býr mikill fjöldi Kúrda. Erlent 4.4.2007 11:35
Þyrla flaug á útvarpsmastur Átta manns létu lífið þegar herþyrla flaug á útvarpsmastur í fjalllendi eyjunnar Taívan í gærkvöld. Slysið varð á sunnanverðri eyjunni, nærri borginni Kaohsiung. Mikil rigning og þoka var á þessum slóðum í gær og því er talið að flugmaður þyrlunnar hafi ekki séð mastrið. Erlent 4.4.2007 12:09
Lembdar eftir legígræðslu Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. Erlent 4.4.2007 12:06
Bush gramur Pelosi George Bush Bandaríkjaforseti er æfur yfir heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar þingsins, til Sýrlands þar sem hún hyggst ræða við forseta landsins um ástandið í Mið-Austurlöndum. Bandaríkjastjórn hefur ekki átt í samskiptum við Sýrlendinga í rúm tvö ár. Erlent 4.4.2007 12:03
Friðsöm mótmæli í Kænugarði Mótmælastaða stuðningsmanna Viktors Janukovits, forsætisráðherra Úkraínu, fyrir utan þinghúsið í Kænugarði stendur enn yfir en allt hefur þó verið með kyrrum kjörum. Erlent 4.4.2007 12:01
Pelosi bar Sýrlendingum friðarbón Ísraela Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, sem nú er á ferðalagi um Sýrland að hitta þarlenda ráðamenn, segist hafa borið forseta Sýrlands þau skilaboð frá Ísraelum að þeir væru tilbúnir til friðarviðræðna. Erlent 4.4.2007 11:32
DaimlerChrysler skoðar sölu á Chrysler Forstjóri þýska bílaframleiðandans DaimlerChrysler hefur staðfest að fyrirtækið eigi í viðræðum um sölu á Chrysler-hluta fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Daimler keypti Chrysler árið 1998 en það hefur átt við viðvarandi taprekstur að stríða. Viðskipti erlent 4.4.2007 10:37
Pólverjar samþykkja viðræður Rússa og ESB Framkvæmdaráð Evrópusambandsins sagði í morgun að Pólverjar hefðu gefið til kynna að þeir myndu ekki lengur beita sér gegn nýjum samstarfssamningi Rússlands og Evrópusambandsins. Hingað til hafa Pólverjar neitað að samþykkja viðræðurnar vegna deilna við Rússa um útflutning á landbúnaðarvörum til Rússlands. Enn er ekki vitað hvort að Rússar eða Pólverjar hafi gefið eftir í deilunni. Erlent 4.4.2007 10:42
Samfarir í 12 ára bekk Fimm skólabörn á aldrinum 11-13 ára hafa verið handtekin fyrir að hafa samfarir fyrir framan hin börnin í bekknum. Þetta gerðist í smábænum Spearsville í Lousianafylki, í Bandaríkjunum, í gær. Atburðurinn sjálfur var hinsvegar í lok mars, að sögn AP fréttastofunnar. Tvær 11 ára telpur voru handteknar og þrír drengir 11, 12 og 13 ára. Erlent 4.4.2007 10:41
Bjóða fyrrum nýlendum óheftan aðgang Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrði frá því í morgun að það ætlaði sér að bjóða öllum fyrrum nýlendum Evrópu óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aðlögunartímabil verða þó á hrísgrjónum og sykri. Flestar útflutningsvörur nærri 80 Afríku- og Kyrrahafsríkja eru ekki tollbundnar og komast án álagningar inn á Evrópumarkað. Erlent 4.4.2007 10:30
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að myrða fatlaðan son sinn Fullorðin áströlsk hjón sem myrtu alvarlega fatlaðan son sinn til þess að binda enda á þjáningar hans komust hjá fangelsisdómi í dag þegar að dómari ákvað að þau hefðu þjáðst nóg. Margaret, 60 ára, og Raymond Sutton, 63 ára, lýstu sig sek fyrir að hafa árið 2001 myrt 28 ára son sinn Matthew. Hann var blindur frá fæðingu, var með skerta heilastarfsemi og sá fram á aðgerð sem að hefði gert hann heyrnarlausan og skert hann bragðskyni. Erlent 4.4.2007 10:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent