Erlent

Fréttamynd

West Ham gert að greiða metfjárhæð í sekt

Knattspyrnufélagið West Ham United, hefur verið sektað um fimm og hálfa milljón sterlingspunda fyrir brot á reglum um kaup á leikmönnum. Ekki verða hinsvegar dregin stig af félaginu, sem er mjög mikilvægt þar sem það er í fallbaráttu. Carlos Tevez fær ekki að spila fyrir félagið í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Ugluhausar hata Travolta

Íbúar smábæjarins Ugluhöfuðs í Maine í Bandaríkjunum eru þreyttir mjög á nágranna sínum John Travolta. Ástæðan er sú að við Ugluhöfuð er lítill flugvöllur, fyrir litlar einkaflugvélar. Það er óskrifuð regla hjá flugmönnum sem nota hann hann ekki eftir klukkan tíu á kvöldin til klukkan sex á morgnana.

Erlent
Fréttamynd

Rostropovich látinn

Hinn heimsfrægi sellóleikari og tónskáld Mstislav Rostropovich lést í dag, 80 ára að aldri. Rostropovich var elskaður og dáður fyrir list sína um allan heim. Hann var einnig dáður fyrir hetjulega mannréttindabaráttu sína á tímum Sovétríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve

Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabve jókst um 500 prósent á milli mánaða og mældist 2.200 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur aldrei nokkru sinni í sögu nokkurs lands mælst hærri. Ríkisstjórn landsins vann að því í lengstu lög að fresta birtingu verðbólgutalna mánaðarins á meðan landsmenn fögnuðu 27 ára sjálfstæðisafmæli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

SAS hefur aftur flug

SAS flugfélagið hefur hafið flug að nýju eftir að flugfreyjur þess aflýstu ólöglegu verkfalli sínu. Verkfallið hófst á þriðjudag og setti úr skorðum ferðaáætlanir tugþúsunda manna. Nokkur tími mun líða áður en flugið kemst í eðlilegt horf, þar sem mikið þarf að vinna upp.

Erlent
Fréttamynd

Royal Bank of Scotland býður í ABN Amro

Þrír stórir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa staðfest að þeir ætli að gera yfirtökutilboð í ABN Amro, stærsta banka Hollands. Bankarnir segja tilboð sitt mun betra en breski bankinn Barclays hefur lagt fram. Þrýsta þeir á stjórn ABN Amro að hún fjalli fljótlega um málið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Topp al-Kaída liðsmaður skotinn til bana

Hersveitir í Alsír skutu annan æðsta liðsmann al-Kaída í Norður-Afríku til bana í dag. Samir Moussaab, sem réttu nafni hét Samir Saioud, fannst eftir að hersveitir fengu upplýsingar frá fyrrum meðlimum hreyfingarinnar, sem hlutu sakaruppgjöf á síðasta ári. Opinbera fréttastofan APS í Alsír greinir frá þessu.

Innlent
Fréttamynd

Windows Vista jók hagnað Microsoft

Hagnaður bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft jókst um 65 prósent á milli ára á þriðja ársfjórðungi fyrirtækisins, sem lauk í enda marsmánaðar. Ástæðan liggur í tekjum af sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins, og hugbúnaðarvöndlinum Office 2007, sem kom út í janúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones enn á uppleið

Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún endaði í 13.132,80 stigum nú undir kvöld. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið síðan í síðustu viku og hefur slegið hvert metið á fætur öðru. Greinendur sem breska ríkisútvarpið ræddu við í gær segja að menn bíði þess nú að vísitalan rjúfi 14.000 stiga múrinn. En aðrar vísitölur eru nálægt sínu hæsta gildi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukið eftirlit með oíu- og gasflutningum umhverfis Ísland

Eftirlit með flutningum á olíu og gasi á svæðinu umhverfis Ísland verður stóraukið samkvæmt samningi um samstarf í varnar- og öryggismálum, sem utanríkisráðherrar Íslands og Norges undirrituðu í Ósló í dag. Einnig er gert ráð fyrir að Íslendingar beri hundruð milljóna króna kostnað af staðsetningu og æfingum norskra hermanna á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Samþykkt að senda bandarískt herlið frá Írak

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að draga bandarískt herlið frá Írak á næstu ellefu mánuðum. Ákvörðunin er sem blaut tuska í andlit Bush Bandaríkjaforseta sem hefur ítrekað varað við því að hann muni ekki samþykkja slíkt frumvarp. Öldungadeildin staðfesti þannig ákvörðun fulltrúadeildar þingsins um að fjarlægja hefliðið á næstu 11 mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Ford ekur inn í betra ár

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði taprekstri á ný á fyrsta fjórðungi ársins. Fyrirtækið hefur skorið grimmt niður til að draga úr kostnaði. Það virðist hafa tekið því tapreksturinn í ár er talsvert minni en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones-vísitalan á ný í methæðum

Dow Jones-vísitalan fór á ný í methæðir við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag. Vísitalan hækkaði um 29 punkta og fór í 13.118,58 stig og hefur aldrei verið hærri. Hún hefur dalað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá Peugeot

Líkur eru á að allt að 4.800 manns verði sagt upp störfum á árinu hjá franska bílaframleiðandanum Peugeot í sparnaðarskyni en sala á bílum fyrirtækisins hefur minnkað á sama tíma og efniskostnaður hefur hækkað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Risamoska í Kaupmannahöfn

Alheimssamband múslima hefur tekið fagnandi teikningum af risastóru bænahúsi í Kaupmannahöfn. Moskan er nokkuð nútímaleg, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er hvorki með spírum né hvolfþaki, eins og bænahús múslima í Miðausturlöndum. Hönnuður hennar segir að það hafi vakið mikla hrifningu múslima.

Erlent
Fréttamynd

Nóg komið af norrænum verðlaunum

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs ætlar ekki að stofna til nýrra norrænna verðlauna. Þetta var samþykkt á fundi í Kaupmannahöfn á fundi í gær. Undanfarin ár hafa komið tillögur um orku-, matvæla- og nýsköpunarverðlaun í nafni Norðurlandaráðs.

Erlent
Fréttamynd

1400 Úkraínumenn læddust inn í Danmörku

Um 1400 ólöglegir innflytjendur frá Úkraínu komu til Danmerkur á síðasta ári, og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. Samkomulag er milli Úkraínu og Danmerkur um að landbúnaðarverkafólk fái dvalarleyfi í Danmörku. Á síðasta ári vöknuðu grunsemdir hjá danska útlendingaeftirlitinu vegna mikils fjölda sem streymdi til landsins. Gefin voru út 1800 dvalarleyfi.

Erlent
Fréttamynd

SAS í hart við flugfreyjur sínar

SAS flugfélagið hefur tilkynnt að það tali ekki við flugfreyjur sínar, meðan þær séu í ólöglegu verkfalli. Viðræður hefjist fyrst þegar þær komi aftur til vinnu.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og í gær eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu dregist saman á milli vikna. Þetta er ellefta vikan í röð sem birgðirnar minnka vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reiðir út af 12 ára böðli

Margir Afganar eru reiðir yfir því að Talibanar skyldu nota 12 ára gamlan dreng til þess að taka af lífi mann sem þeir sögðu hafa svikið málstaðinn. Tekið var upp á myndband þegar drengurinn skar af honum höfuðið með stórum hnífi. Viðstaddir hrópuðu á meðan; "Allahu Akbar !, Guð er mikill.

Erlent
Fréttamynd

Nintendo skilaði metafkomu

Japanski leikjatölvurisinn Nintendo skilaði hagnaði upp á 174,3 milljarða jena, jafnvirði rúmra 94,6 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Hagnaður fyrirtækisins hefur aldrei verið meiri enda er þetta rúmlega 77 prósentum meiri hagnaður hjá Nintendo en í fyrra. Afkoman skýrist að mestu af mikilli eftirspurn eftir Wii-leikjatölvunni sem kom á markað í nóvember í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rússar bulla segir Rice

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að það sé hlægilegt bull í Rússum að þykjast hafa af því áhyggjur að Bandaríkin komi upp eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones vísitalan í sögulegu hámarki

Bandaríska Dow Jones-vísitalan fór í sögulegar hæðir þegar hún rauf 13.000 stiga múrinn við lok viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum í dag. Vísitalan hefur verið á hraðri uppleið, ekki síst eftir að uppgjörshrinan hófst vestanhafs í síðustu viku en afkoma fyrirtækja á fyrsta fjórðungi ársins er í mörgum tilvikum yfir væntingum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjum lýkur

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjunum er lokið. Ákvörðun þess efnis var tekin af sambandinu og mun samstarf ESB við EFTA-ríkin hefjast að fullu um nýja löggjöf í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Aftenposten. Blaðið segir að gripið hafi verið til þess ráðs að frysta EFTA-ríkin til að fá þau til að láta meira fé til þróunarsjóða Evrópusambandsins eftir að Búlgaría og Rúmenía fengu aðild í byrjun árs.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn á viðskiptaívilnunum Olmerts

Ríkisendurskoðandi Ísraels hefur lagt til að gerð verði lögreglurannsókn á málefnum tengdum Ehud Olmert forsætisráðherra. Hann er grunaður um að hafa ólöglega komið viðskiptatækifærum í kring fyrir vini sína. Þetta á að hafa gerst á meðan Olmert gengdi annarri stöðu í ríkisstjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Dow Jones-vísitalan í methæðum

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,4 prósent við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og fór í fyrsta sinn í sögunni yfir 13.000 stiga múrinn. Ástæðan fyrir hækkununum eru góðar afkomutölur fyrirtækja í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins og væntingar fjárfesta um góða afkomu þeirra fyrirtækja sem enn eiga eftir að skila uppgjörum í hús.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Níu létust í ofsaveðri í Texas/Mexíkó

Níu létust í ofsaveðri við landamæri Texas og Mexíkó í gær. Að minnsta kosti 114 slösuðust. Sex hús úr hjólhýsahverfi á svæðinu hafa enn ekki fundist. Chad Foster bæjarstjóri Eagle Pass í Texas þar sem sex létust sagði CNN fréttastofunni að stormurinn hefði valdið mikilli eyðileggingu í bænum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að krónprinsinn sé heima að skipta um bleiur

Kynja- og mannfræðingar í Danmörku hafa lýst vonbrigðum með að Friðrik krónprins skuli ekki taka sér fæðingarorlof. Honum fæddist ný prinsessa á laugardag, en strax í dag er hann kominn til opinberra starfa á nýjan leik. Þegar þau Mary eignuðust fyrsta barn sitt, soninn Kristján, tók Friðrk sér gott frí.

Erlent