Erlent

Fréttamynd

Þyrla ríks Chelsea stuðningsmanns hverfur

Þyrla sem átti að flytja ríkan aðdáenda Chelsea til Lundúna eftir viðureign Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi er horfin. Ekkert er vitað um afdrif þyrlunnar.

Erlent
Fréttamynd

Danskir lögreglumenn byssuglaðir

Danska lögreglan ætlar að grípa til aðgerða til þess að stemma stigu við skotárásum lögreglumanna á grunaða glæpamenn sem færst hafa í vöxt. Alls hefur fjöldi slíkra atvika tvöfaldast miðað við sama tíma á síðasta ári, úr 37 í 74.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan boðar til kosninga

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í nótt að hann ætlaði sér að boða til almennra kosninga í landinu. Hann vill líka breyta stjórnarskránni á þann veg að forseti landsins verði kosinn af almenningi en ekki þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast afsagnar Olmerts

Háttsettur meðlimur í flokki Ehuds Olmerts hefur krafist þess að hann segi af sér. Hann vill meina að landsmenn hafi misst alla trú á honum eftir ófarirnar í stríðinu í Líbanon á síðasta ári. Þingforseti flokks Olmerts, Kadna flokksins, sagði hann skorta lögmæti til þess að stjórna áfram og að hann ætti að segja af sér svo flokkurinn gæti stofnað nýja ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy leiðir enn

Samkvæmt nýjustu könnunum í Frakklandi heldur Nicolas Sarkozy, forsetaframbjóðandi hægri manna, 2 stiga forskoti á Segolene Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista. Munurinn var ívið minni en í síðustu skoðanakönnun en þá var hann 3 stig. Sarkozy og Royal munu takast á um forsetaembætti Frakklands á sunnudaginn kemur.

Erlent
Fréttamynd

Bush beitir neitunarvaldi

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, beitti í nótt neitunarvaldi gegn frumvarpi Bandaríkjaþings sem hefði bundið aukafjárveitingu til hersins við brottför hermanna frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

Liverpool í úrslit Meistaradeildar Evrópu

Liverpool er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa borið sigurorð af Chelsea í gærkvöldi. Markvörður Liverpool var hetja leiksins en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaaspyrnukeppni eftir lok framlengingar. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Liverpool kemst í úrslit Meistaradeildarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Hugsanlega boðað til kosninga

Svo gæti farið að boðað yrði til þingkosninga í Tyrklandi á næstu dögum, en stjórnlagadómstóll þar í landi úrskurðaði í dag að atkvæðagreiðsla þingsins um skipan nýs forseta væri ógild. Loftið í Tyrklandi er lævi blandið vegna málsins og óeirðir blossuðu upp í Istanbúl í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins

Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum.

Erlent
Fréttamynd

1. maí fagnað víða um heim

Fysta maí var fangað víðar en á Íslandi í dag. Til átaka kom í Macau og Berlín á meðan kröfugöngur í öðrum borgum fór friðsamlega fram. Fídel Kastró lét ekki sjá sig við opinber hátíðarhöld á Kúbu í dag.

Erlent
Fréttamynd

10 ár frá valdatöku Blairs

Áratugur er í dag frá því að Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hann er þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins breska en á þó langt í land með að slá met þess forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið í Downing-stræti 10.

Erlent
Fréttamynd

Brestir komnir í ríkisstjórnarsamstarfið

Brestir eru þegar komnir í ríkisstjórn Ísresl eftir að skýrsla rannsóknarnefndar um stríðsreksturinn gegn Hizbollah-liðum í Líbanon í fyrra var birt í gær. Nefndin gagnrýnir Ehud Olmert, forsætisráðherra, og Amir Peretz, varnarmálaráðherra, harðlega og segir þá hafa farið út í stríð að illa ígrunduðu máli og án skýrra markmiða. Olmert ætlar ekki að víkja og einn aðstoðarráðherra sagði af sér í morgun vegna þess.

Erlent
Fréttamynd

Margir mótmælendur handteknir í Istanbúl

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið mörg hundruð mótmælendur eftir að til átaka kom í miðborg Istanbúl í morgun. Vinstrimenn höfuð komið þar saman til að minnast blóðbaðs í borginni þann fyrsta maí fyrir þrjátíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Landsstjórn Grænlands sprungin

Landsstjórnin á Grænlandi sprakk í gær. Deilur um rækjukvóta urðu til þess að vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit klauf sig út úr henni. Jafnaðarmenn í Siumut flokknum og hægrimenn í Atassut, sem einnig sátu í stjórninni, reyna nú að mynda nýja.

Erlent
Fréttamynd

Hagnaður Danske bank eykst

Danske bank skilaði hagnaði upp á tæpa 5,3 milljarða danskra króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 62,5 milljörðum íslenskra króna á tímabilinu sem er 21 prósenti meiri hagnaður en bankinn skilaði á sama tíma í fyrra. Þá er afkoman nokkuð yfir væntingum greinenda í Danmörku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leiðtogi al-Kaída í Írak fallinn

Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Írak, féll í innbyrgðis átökum andspyrnumanna í smáþorpi norður af Bagdad í morgun. Íraska innanríkisráðuneytið greinir frá þessu. Al-Masri tók við stjórn samtakanna eftir að Abu Musab al-Zarkawi féll í loftárás Bandaríkjahers í júní í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Evra aldrei jafnhá gagnvart jeninu

Gengi evru er í fyrsta sinn komið í methæðir gagnvart japanska jeninu á helstu fjármálamörkuðum. Gengi evrunnar hækkaði talsvert á markaði í síðustu í kjölfar vangavelta fjárfesta að evrópski seðlabankinn muni hækka stýrivexti á næstu mánuðum og fór hæst í 163,31 jen á móti hverri evru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opinberir starfsmenn í Bretlandi í verkfall

Þúsundir opinberra starfsmanna í Bretlandi munu á morgun taka þátt í eins dags verkfalli til þess að krefjast hærri launa og aukins starfsöryggis. Talið er að allt að 200.000 á rúmlega 200 starfsstöðum muni starfsmenn leggja niður störf á morgun. Stéttarfélagið segir að verkfallið sé tilkomið vegna þess að ríkisstjórnin sé að nota starfsmenn sína til þess að reyna að hafa stjórn á verðbólgunni.

Erlent
Fréttamynd

Lífslíkur örvhentra kvenna lægri

Ný rannsókn gefur til kynna að líklegra sé að örvhentar konur láti lífið fyrr en rétthentar konur, sérstaklega úr krabbameini eða æðasjúkdómum. Vísindamennirnir benda á hugsanlega sé um að ræða tilviljun og að sannanirnar séu langt í frá fullnægjandi. Engu að síður benda margar rannsóknir til tengsla á milli þess að vera örvhentur og að vera með hina ýmsu kvilla sem síðan lækka lífslíkur.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að lýsa verkfall ólöglegt

Atvinnumálaráðherra Perú, Susana Pinilla sagði í dag að stjórnvöld þar í landi ætli síðar í vikunni að lýsa verkfall námuverkamanna þar í landi ólöglegt. Hún tók fram að aðeins fimm prósent námuverkamanna hefði tekið þátt í verkfallinu.

Erlent
Fréttamynd

Búist við óróleika í Nígeríu á morgun

Borgaraleg samtök í Nígeríu óttast að yfirvöld eigi eftir að bregðast harkalega við fyrirhuguðum mótmælum á morgun. Samtökin, ásamt verkalýðsfélögum og stjórnarandstöðuflokkum hafa skipulagt mótmæli um alla Nígeríu á morgun vegna úrslita forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi þann 21. apríl síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegt samkomulag um flugsamgöngur í höfn

Bandaríkin og Evrópusambandið skrifuðu í dag undir tímamótasamning í flugmálum. Hann leyfir flugfélögum að fljúga frá hvaða flugvelli sem er í Evrópu til hvaða flugvallar sem er í Bandaríkjunum og öfugt. Engar takmarkanir verða á fjölda flugferða, hvers konar flugvélar verða notaðar eða hvaða leiðir verður flogið.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarherinn heitir hefndum

Stjórnarherinn í Súdan hét því í dag að berja niður bandalag uppreisnarhópa í Darfúr-héraði landsins þar sem þeir drápu herforingja sem hafði lent þyrlu sinni á svæðinu vegna vélarbilunar. „Herinn, sem fordæmir þessa grimmu og svikulu árás, heitir því að svara henni með enn þyngri árásum... og mun brjóta þessa uppreisnarmenn á bak aftur.“ Þetta hafði ríkisfréttastöð Súdan eftir herforingja í súdanska hernum í dag.

Erlent
Fréttamynd

Evrópusambandið og Bandaríkin funda

Evrópusambandið og Bandaríkin voru á einu máli um að loftslagsbreytingar væru forgangsmál og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann þyrfti að sannfæra Vladimir Putin, forseta Rússlands, um nauðsyn eldflaugavarnarkerfis í Evrópu. Þetta kom fram á fundi í Hvíta húsinu í dag. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og George W. Bush sátu fundinn.

Erlent
Fréttamynd

Herskip mögulega við landið til lengri tíma

Yfirmaður norska hersins segir afar mikilvægt að herinn geti stundað æfingar á Íslandi eins og nýtt varnarsamkomulag landanna geri ráð fyrir. Hann segir að til greina komi að hafa herskip við landið til lengri tíma. Formaður varnarmálanefndar norska Stórþingsins segir varnasamstarf við Ísland fela í sér mikla möguleika en gagnrýnir norsk stjórnvöld fyrir að hafi teygt fulllangt í samningum við Ísland.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar heyrast frá Græna svæðinu

Allt að tólf háværar sprengingar heyrðust í miðborg Bagdad í kvöld og reykur sást stíga upp frá Græna svæðinu svokallaða. Talið er að reykurinn hafi komið frá svæði írakskra stjórnvalda. Enn hafa engar fregnir borist af mannfalli eða skemmdum.

Erlent
Fréttamynd

Olmert segir ekki af sér

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann myndi ekki segja af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir 30 daga stríðið í Líbanon í fyrra. Olmert sagðist þó ætla að vinna að því að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið.

Erlent
Fréttamynd

Erdogan hvetur til samstöðu og stillingar

Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, skoraði í dag á tyrknesku þjóðina til þess að sýna samstöðu. Ávarpið var tekið upp á laugardaginn og var sýnt í sjónvarpi í Tyrklandi í dag. Er því ætlað að slá á spennuna milli þeirra sem vilja aðskilja trú- og stjórnmál annars vegar og stuðningsmanna íslamista hins vegar. Mikill óróleiki hefur verið í landinu vegna þess að nýr forseti landsins mun líklega koma úr röðum íslamista.

Erlent
Fréttamynd

Neitaði að fjalla um forsjárdeilu lesbía

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað að taka upp mál tveggja kvenna sem eiga í forræðisdeilu út af barni sem önnur þeirra eignaðist meðan þær voru í lesbískri sambúð. Konurnar bjuggu í Virginíufylki, en fóru til Vermont árið 2000, þar sem þar eru leyfð borgaraleg hjónabönd samkynhneigðra. Árið 2002 var önnur þeirra gervifrjóvguð og eignaðist dóttur.

Erlent