Erlendar

Fréttamynd

Eiður kippir sér ekki upp við ummæli Mourinho

Eiður Smári Guðjohnsen lét sér fátt um finnast í dag þegar hann var spurður út í ummæli fyrrum stjóra síns í sinn garð, en Jose Mourinho kallaði hann leikara fyrir leik Barcelona og Chelsea í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Puskas látinn

Ungverska knattspyrnugoðsögnin Ferenc Puskas er látinn, 79 ára að aldri. Puskas fór fyrir gullaldarliði Ungverja um miðja síðustu öld og vann m.a. þrjá Evrópumeistaratitla með Real Madrid. Puskas hafði dvalið á sjúkrahúsi síðustu 6 ár og var með Alzheimers sjúkdóminn.

Fótbolti
Fréttamynd

Houston lagði Chicago

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Golden State vann góðan sigur á Sacramento og Houston skellti Chicago á heimavelli þrátt fyrir að glutra enn og aftur niður góðu forskoti í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Vill helst spila í sókninni

Hermann Hreiðarsson segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að Charlton komi sér aftur á beinu brautina en liðið situr sem stendur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mikel að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea?

John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, á það á hættu að eyðileggja feril sinn hjá Chelsea, ef marka má föður leikmannsins, Michael Obi. John Obi Mikel hefur farið illa af stað með Chelsea en hann var rekinn af velli gegn Reading á dögunum og hefur einnig fengið sekt frá félaginu fyrir að mæta of seint á æfingu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Luis Aragones argur eftir tapið gegn Rúmeníu

Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, lét hafa eftir sér að hann væri pirraður yfir tapi spænska liðsins gegn Rúmenum í æfingaleik þjóðanna á miðvikudaginn. Leikurinn var á heimavelli Spánverja og endaði með 1-0 sigri Rúmena.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikur Ameobi á laugardag verður sá síðasti á tímabilinu

Á sunnudagsmorgun mun Shola Ameobi fara um borð í flugvél sem flytur hann til Colorado-fylkis í Bandaríkjunum þar sem hann mun gangast undir afar mikilvæga aðgerð. Hann gæti þurft að pína sig áfram upp tröppurnar og móðir hans, sem kemur með honum í ferðina, gæti þurft að hjálpa honum til sætis.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jón Þorbjörn á leið heim

Það verða fleiri breytingar hjá Skjern á næsta ári fyrir utan að Aron Kristjánsson hættir að þjálfa liðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur línumaðurinn Jón Þorbjörn Jóhannesson ekki með liðinu á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

Erum ánægðir með hópinn

Brasilíski varnarmaðurinn Silvinho hjá Barcelona að leikmenn séu ánægðir með þann hóp leikmanna sem er leikfær í liðinu. Aðeins fjórir sóknarmenn eru í þeim hópi og einn þeirra Eiður Smári Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn með 1,7 milljónir á dag

Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eggert leggur inn tilboð í West Ham

Búist er við því að Eggert Magnússon og viðskiptafélagar hans muni leggja inn formlegt tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham í dag eða á allra næstu dögum. Talið er að tilboðið hljóði upp á um tíu milljarða íslenskra króna, eða 75 milljónir punda.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pardew hrífst af áformum Eggerts Magnússonar

Alan Pardew, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, segist hafa átt mjög góðan fund með Eggerti Magnússyni og fullvissar stuðningsmenn liðsins um að þeim hefði líkað vel að heyra áform Íslendingsins þar á bæ ef af fyrirhuguðum kaupum hans á félaginu verður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Roeder lætur Akanni heyra það

Glenn Roeder, stjóri Newcastle, brást reiður við ummælum Waidi Akanni hjá nígeríska knattspyrnusambandinu, sem lét hafa það eftir sér í gær að Obafemi Martins hefði aldrei átt að ganga í raðir "smáliðs" eins og Newcastle því það myndi aðeins skemma fyrir honum knattspyrnuferilinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Golden State - Sacramento í beinni

Aðeins tveir leikir fara fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston tekur á móti Chicago og þá eigast við Kaliforníuliðin Golden State Warriors og Sacramento Kings, en sá leikur verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni NBA TV á Fjölvarpinu og hefst klukkan 3:30 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjóðverjar sektaðir vegna óláta stuðningsmanna

Þýska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 12.500 evrur af evrópska knattspyrnusambandinu í kjölfar óláta stuðningsmanna þýska liðsins í landsleik gegn Slóvökum í Bratislava í viðureign liðanna í undankeppni EM í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Ricardo framlengir við Osasuna

Markvörðurinn Ricardo hefur framlengt samning sinni við spænska liðið Osasuna um tvö ár og verður því hjá félaginu til ársins 2009. Ricardo var áður hjá Manchester United, en hann fékk sjálfkrafa eins árs framlengingu á samningi sínum eftir að hafa spilað yfir 60% leikja liðsins á síðasta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Marca segir Cannavaro fá Gullknöttinn

Spænska útvarpsstöðin Marca í Madrid heldur því fram eftir heimildarmönnum sínum í kvöld að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid muni verða sæmdur Gullknettinum í lok mánaðarins.

Fótbolti
Fréttamynd

Aðgerðin heppnaðist vel

Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko hefur nú gengist undir aðgerð á öxl eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleik gegn Birmingham á dögunum. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur eftir læknum að aðgerðin hafi heppnast einstaklega vel, en segist ekki geta sagt til um batahorfur hans fyrr en eftir nokkra daga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mosley segir of mörg mót í Evrópu

Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni.

Formúla 1
Fréttamynd

Óhagstætt að selja Hargreaves

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, segir að félagið vilji ekki selja enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves því skattalög í landinu geri það að verkum að það hreinlega borgi sig ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Mika Hakkinen ekur ekki fyrir McLaren

Forráðamenn McLaren-liðsins í Formúlu 1 hafa neitað því að liðið sé að reyna að lokka fyrrum heimsmeistarann Mika Hakkinen aftur til keppni til að aka við hlið heimsmeistarans Fernando Alonso á næsta tímabili.

Formúla 1
Fréttamynd

Klien ekur hjá Honda

Austurríkismaðurinn Christian Klien verður vara- og æfingaökumaður Honda-liðsins í Formúlu 1 á næsta tímabili samkvæmt fréttatilkynningu frá liðinu í dag. Klien ók með Jaguar árið 2004 og ók fyrir Red Bull á síðasta ári. Hann verður varaökumaður fyrir þá Jenson Button og Rubens Barrichello hjá enska liðinu á næsta keppnistímabili. Klien leysir Anthony Davidson af hómi, en sá fékk sæti í liði Super Aguri í gær.

Formúla 1
Fréttamynd

Warnock reiður út í Kenny

Neil Warnock, stjóri Sheffield United, segist vera bæði reiður og vonsvikinn út í írska markvörðinn Paddy Kenny eftir að hann lenti í slagsmálum í Halifax á dögunum og uppskar að láta bíta af sér aðra augabrúnina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea

Fílabeinsstrendingurinn Didier Drogba viðurkennir að hann hafi eitt sinn íhugað að fara frá Englandsmeisturum Chelsea, en segist nú vilja enda ferilinn hjá félaginu. Drogba hefur skorað 14 mörk á tímabilinu og þar af tvær þrennur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Diouf sleppur við kæru

Lögreglan á Englandi hefur gefið það út að knattspyrnumaðurinn El-Hadji Diouf hjá Bolton verði ekki ákærður fyrir líkamsárás á konu sína, en hann var færður til yfirheyrslu á dögunum vegna gruns um heimilisofbeldi. Kona Diouf var sögð hafa hringt í lögreglu vegna óláta á heimili þeirra, en lögregla segir ekki liggja fyrir nægar sannanir til að kæra knattspyrnumanninn - sem á sér sögu agavandamála bæði innan og utan vallar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pearce skorar á McClaren að halda sig við Richards

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, hefur skorað á Steve McClaren að gefa bakverðinum Micah Richards áframhaldandi tækifæri með enska landsliðinu eftir að hinn ungi varnarmaður stóð sig vel í vináttuleik Hollendinga og Englendinga í Amsterdag í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kenyon Martin úr leik

Framherjinn Kenyon Martin verður ekki meira með liði sínu Denver Nuggets á tímabilinu eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hans voru mun alvarlegri en talið var í fyrstu. Martin fór í minniháttar uppskurð í gær sem áætlað var að héldi honum frá keppni í um tvo mánuði, en þá kom í ljós að meiðslin voru mun alvarlegri en talið var.

Körfubolti
Fréttamynd

Federer og Nalbandian í undanúrslit

Tenniskapparnir Roger Federer og David Nalbandian tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á meistaramótinu í Shanghai þegar þeir unnu báðir lokaleiki sína í rauða riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Luque vill fara til Barcelona

Spænski framherjinn Albert Luque hjá Newcastle segist ólmur vilja fara til Barcelona, en hann er ósáttur við að fá ekkert að spila með enska liðinu sem keypti hann fyrir 9,5 milljónir punda fyrir 15 mánuðum.

Enski boltinn