Erlendar

Fréttamynd

Boateng sleppur við bann

Miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough sleppur við leikbann eftir að rauða spjaldið sem hann fékk í leik gegn Tottenham í vikunni var dregið til baka. Aganefnd knattspyrnusambandsins fór yfir átökin sem upphófust á lokamínútum leiksins og komst að þeirri niðurstöðu að Boateng hefði ekki gert neitt til að uppskera rautt spjald.

Enski boltinn
Fréttamynd

Atouba fær tveggja leikja bann og sekt

Kamerúnmaðurinn Timothee Atouba hjá HSV í Þýskalandi hefur verið settur í tveggja leikja bann og gert að greiða sekt í kjölfar þess að hann sýndi stuðningsmönnum liðsins dónalegt fingramál þegar honum var skipt af velli í sigri HSV á CSKA Moskva í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko er tilbúinn að pakka saman

Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist vera ánægður í herbúðum Chelsea, en segist óttast að leikstíll hans henti ekki áherslum Jose Mourinho. Hann segist vera tilbúinn að pakka niður í tösku og fara aftur til Ítalíu ef Chelsea geti ekki notað sig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Loks vann Washington á útivelli

Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Leikmenn Arsenal voru taugaóstyrkir

Arsene Wenger viðurkennir að hans menn hafi verið of varkárir og taugaóstyrkir í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Porto á útivelli í Meistaradeildinni, en það tryggði liðinu engu að síður efsta sætið í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson ánægður að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist afar sáttur við að sjá fimm bresk lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ár eftir sigur United á Benfica í kvöld. "Það er frábært að sjá þessi lið komast áfram og það er ljóst að eitt þeirra á góða möguleika á að vinna keppnina. Ég vona bara að það verði okkar lið," sagði Ferguson.

Fótbolti
Fréttamynd

Cleveland - Toronto í beinni á miðnætti

Leikur Cleveland Cavaliers og Toronto Raptors verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpssstöðinni á Fjölvarpinu á miðnætti í kvöld. Cleveland er hörkulið með LeBron James í fararbroddi, en liðinu hefur gengið afleitlega gegn veikari liðum deildarinnar það sem af er í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Atouba í vondum málum

Kamerúnski landsliðsmaðurinn Timothee Atouba hjá Hamburg á væntanlega von á mjög harðri refsingu frá félagi sínu og aganefnd knattspyrnusambands Evrópu eftir að hann sýndi stuðningsmönnum Hamburg miðfingurinn þegar honum var skipt af velli í langþráðum sigri liðsins í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham lá heima fyrir Wigan

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Björgólfur Guðmundsson sat við hlið Eggerts Magnússonar í heiðursstúku West Ham í kvöld en þurfti að horfa upp á sína menn tapa 2-0 fyrir Wigan. Þá vann Newcastle afar mikilvægan sigur á Reading 3-2 í æsilegum leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gummersbach steinlá fyrir Nordhorn

Fjórir leikir voru háðir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Gummersbach töpuðu stórt fyrir Nordhorn á útivelli 42-31 og lét Alfreð hafa eftir sér eftir leikinn að sínir menn gætu gleymt því að gera eitthvað í Meistaradeildinni um næstu helgi ef þeir ætluðu sér að spila svona áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Góður sigur United á Benfica

Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Súrt tap hjá Lemgo

Íslendingalið Lemgo er úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir súrt tap fyrir franska liðinu Dunkerque. Franska liðið vann fyrri leik liðanna 35-30, en Lemgo vann leikinn í kvöld 31-27 og var því aðeins marki frá því að fara áfram í keppninni þar sem liðið átti titil að verja frá í fyrra. Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo með 7 mörk ásamt Filip Jicha.

Handbolti
Fréttamynd

McLaren vill fá Alonso strax

Forráðamenn McLaren í Formúlu 1 ætla að fara þess á leit við kollega sína hjá Renault að þeir leysi heimsmeistarann Fernando Alonso undan samningi nokkrum vikum fyrr en áætlað var svo hann geti hafið prófanir strax með nýja liðinu sínu.

Formúla 1
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik á Old Trafford

Nú er kominn hálfleikur í frábærum leik Manchester United og Benfica á Old Trafford í Meistaradeildinni og er staðan jöfn 1-1. Gestirnir frá Portúgal komust yfir þvert gegn gangi leiksins þegar bakvörðurinn Nélson skoraði með glæsilegu skoti eftir 27 mínútur, en Nemanja Vidic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma. Leikurinn hefur verið eign Manchester United síðasta hálftímann og sóknarleikurinn í fyrirrúmi.

Fótbolti
Fréttamynd

HM 2010 verður með óbreyttu sniði

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur gefið það út að HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku muni standa yfir dagana 11. júní til 11. júlí árið 2010. Keppnin verður með sama sniði og HM í Þýskalandi í sumar, þar sem mótshaldarar fá öruggt sæti í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Stern viðurkennir mistök

David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur loks viðurkennt að hann hafi gert mistök þegar hann ákvað að taka nýja keppnisboltann í notkun í deildinni í haust. Boltinn er úr gerfiefni og kom í stað gamla leðurboltans, en flest allar stórstjörnurnar í deildinni hafa gagnrýnt boltann harðlega og segja hann ómögulegan.

Körfubolti
Fréttamynd

Nedved hótar að hætta

Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Juventus er æfur yfir því að hafa verið dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að móðga og stíga ofan á dómara í leik Juve og Genoa um síðustu helgi. Nedved segist frekar ætla að hætta að spila en að gangast við banninu.

Fótbolti
Fréttamynd

Við verðum að nýta færin í kvöld

Sir Alex Ferguson segir að sínir menn í Manchester United verði að nýta færi sín til hins ítrasta í leiknum við Benfica í Meistaradeildinni í kvöld ef þeir ætli sér að ná hagstæðum úrslitum. Enska liðinu nægir stig til að komast áfram, en liðið hefur átt það til að fara illa með færi sín í keppninni til þessa og það hefur kostað liðið að mati knattspyrnustjórans. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 19:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger ætlar að sækja til sigurs

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki ætla að fara til Porto í kvöld með það fyrir augum að hanga á jafntefli þó sú niðurstaða yrði nóg fyrir hans menn til að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 19:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Phillips á sér framtíð hjá Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að vængmaðurinn smávaxni Shaun Wright-Phillips eigi sér framtíð með félaginu þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann fari frá félaginu í janúar. Phillips hefur m.a. verið orðaður við West Ham og gamla félagið sitt Manchester City, en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær í Meistaradeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boateng og Zokora eiga yfir höfði sér bann

Þeim Derek Boateng og Didier Zokora hafa báðir íhugað að áfrýja rauðu spjöldunum sem þeir fengu að líta í leik Tottenham og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni í gær, en leikmennirnir tókust á þegar hitnaði verulega í kolunum undir lok leiksins. Zokora fær þriggja leikja bann að öllu óbreyttu, en Boateng fjögurra leikja bann vegna annars brottreksturs á leiktíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nash gaf 20 stoðsendingar í sigri Phoenix

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns vann sinn 7. leik í röð með því að leggja Sacramento af velli 127-102 og hefur liðið heldur betur rétt úr kútnum eftir tap í 5 af fyrstu 6 leikjum sínum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 26 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 20 stoðsendingar. Mike Bibby skoraði 21 stig fyrir Sacramento.

Körfubolti
Fréttamynd

New Jersey - Dallas í beinni í kvöld

Leikur New Jersey Nets og Dallas Mavericks verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Dallas hafði unnið 12 leiki í röð áður en liðið tapaði fyrir Washington í nótt og því verður áhugavert að sjá hvort liðið nær að rétta úr kútnum gegn Nets í kvöld. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti.

Körfubolti
Fréttamynd

Charlton af botninum

Herman Hreiðarsson og félagar í Charlton lyftu sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Blackburn nokkuð verðskuldað á heimavelli sínum með marki frá Talal El Karkouri beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Tottenham lagði Middlesbrough 2-1 þar sem tveir leikmenn fengu að líta rauða spjaldið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona áfram

Barcelona tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með nokkuð öruggum 2-0 sigri á Werder Bremen á heimavelli sínum. Ronaldinno og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk spænska liðsins í frábærum leik í beinni útsendingu á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert mark komið í ensku úrvalsdeildinni

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Tottenham tekur þar á móti Middlesbrough og Hermann Hreiðarsson er í eldlínunni þar sem botnlið Charlton tekur á móti Blackburn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona í góðum málum

Ronaldinho og Eiður Smári Guðjohnsen eru á skotskónum hjá Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en liðið hefur 2-0 forystu gegn Bremen á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og auk þess að skora átti Eiður Smári sín bestu tilþrif í vetur þegar hann lék á þrjá varnarmenn Bremen en skot hans hafnaði í stönginni.

Fótbolti