Erlendar Leikmenn eru enn að jafna sig eftir HM Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að það taki menn sex mánuði að jafna sig eftir vonbrigðin á HM í sumar. Hann á von á því að sjá lykilmenn enska landsliðsins, sem og annara þjóða, slá í gegn eftir áramót. Fótbolti 12.12.2006 16:21 Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Enski boltinn 12.12.2006 16:09 Reyes vill mæta Arsenal í Meistaradeildinni Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid, segist óska þess að liðin lendi saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12.12.2006 16:04 Börsungar með flugþreytu Spænski landsliðsmaðurinn Xavi segir að leikmenn Barcelona eigi erfitt með að jafna sig af flugþreytu eftir erfiðan leik í spænsku deildinni um helgina og langt og strangt flug til Japan þar sem liðið spilar á HM félagsliða. Liðið mætir America í undanúrslitum mótsins á fimmtudagsmorguninn og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Fótbolti 12.12.2006 15:55 Stóð aldrei til að fara til Barcelona Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust. Enski boltinn 12.12.2006 15:50 Henry líklega frá keppni út árið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri. Enski boltinn 12.12.2006 15:44 Gamli boltinn notaður á ný í janúar David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú viðurkennt ósigur sinn og staðfesti í gær að gamli leðurboltinn verði tekinn fram að ný þann 1. janúar næstkomandi eftir að allar helstu stjörnur deildarinnar lýstu yfir óánægju sinni með nýja gerviefnaboltann. Körfubolti 12.12.2006 15:38 Cech vonast til að hefja æfingar í janúar Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist vonast til að geta hafið æfingar á fullu á ný í janúar eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading um miðjan október. Sár hans eru enn ekki gróin að fullu, en hann segir líðan sína betri með hverjum deginum. Enski boltinn 12.12.2006 15:34 Chambers hættur? Breski spretthlauparinn Dwain Chambers mun ekki keppa innanhúss á næsta ári og svo gæti farið að hann væri alfarið hættur í frjálsum íþróttum. Þetta segir umboðsmaður kappans, sem sneri aftur til æfinga í sumar eftir langt keppnisbann vegna steranotkunar. Chambers á í fjárhagserfiðleikum, því hann þurfti að skila öllu verðlaunafé sem hann vann sér inn á meðan hann þótti hafa neitt ólöglegra lyfja. Sport 12.12.2006 15:29 Dowie í viðræðum við Hull City Ian Dowie þykir nú líklegastur til að taka við 1. deildarliðinu Hull af Phil Parkinson eftir að hann átti viðræður við félagið í dag. Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann varð fyrsti stjórinn sem látinn var taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í haust. Enski boltinn 12.12.2006 15:27 Bann Henchoz stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi. Enski boltinn 12.12.2006 15:24 Spánarslagur í 8-liða úrslitunum Í morgun var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppnunum í handbolta, en þar eru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni. Núverandi Evrópumeistararnir í Ciudad Real, liði Ólafs Stefánssonar, mæta löndum sínum í Portland San Antonio í þessari umferð. Handbolti 12.12.2006 14:43 Curbishley sterklega orðaður við West Ham Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið. Enski boltinn 12.12.2006 14:40 Ellefu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix vann í nótt ellefta leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Orlando á útivelli 103-89. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir Phoenix í leiknum. Þá vann Utah auðveldan sigur á Dallas 101-79 og færði Jerry Sloan þjálfara þúsundasta sigurleikinn á ferlinum. Carlos Boozer skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas. Körfubolti 12.12.2006 14:32 Orlando - Phoenix í beinni á miðnætti Það má reikna með fyrsta flokks skemmtun á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld þar sem leikur kvöldsins verður viðureign Orlando Magic og Phoenix Suns. Leikurinn hefst á miðnætti og fróðlegt verður að sjá hvernig heitasta liðinu í NBA í dag, Phoenix, vegnar gegn ungu og skemmtilegu liði Orlando. Körfubolti 11.12.2006 22:20 Jafnt hjá Sheffield United og Aston Villa Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari. Enski boltinn 11.12.2006 22:02 Marwijk hættir hjá Dortmund Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér. Fótbolti 11.12.2006 20:02 Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Golf 11.12.2006 19:51 America áfram í HM félagsliða America frá Mexíkó tryggði sér í dag ferseðilinn í undanúrslit á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu þar sem liðið mætir Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti 11.12.2006 19:47 Joe Cole úr leik út árið Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa. Enski boltinn 11.12.2006 18:29 Pardew rekinn frá West Ham Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en það er Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið. Enski boltinn 11.12.2006 14:19 Maccarone væntanlega á förum frá Boro Ítalski sóknarmaðurinn Massimo Maccarone segist fastlega reikna með því að fara frá Middlesbrough fljótlega og þá væntanlega til heimalandsins. Hann segist hafa átt fund með Gareth Southgate knattspyrnustjóra og ljóst sé að engin not séu fyrir hann hjá úrvalsdeildarliðinu. Enski boltinn 11.12.2006 16:03 Federer og Mauresmo heiðruð Roger Federer og Amelie Mauresmo hafa verið kjörin tennisleikarar ársins og verðugustu sendiherrar íþróttarinnar af samtökum íþróttafréttamanna í greininni. Þetta er þriðja árið í röð sem Federer hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta skipti sem Mauresmo hlýtur hana. Sport 11.12.2006 15:33 Davies ætlar ekki að fara frá Bolton Kevin Davies hefur gefið það út að hann vilji alls ekki fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bolton, en samningur hans við félagið rennur út í sumar og því má hann fræðilega ræða við önnur félög eftir áramótin. Erfiðlega hefur gengið í samningaviðræðum milli hans og Bolton, en hinn 29 ára gamli leikmaður segist ekki geta hugsað sér að fara frá félaginu. Enski boltinn 11.12.2006 14:59 Árásarmaður Wallwork ákærður Tvítugur maður frá Manchester hefur nú verið ákærður fyrir manndrápstilraun eftir að hann stakk knattspyrnumanninn Ronnie Wallwork ítrekað í maga, bak og hendur á vínveitingahúsi í borginni þann 30. nóvember. Wallwork er nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir árásina. Enski boltinn 11.12.2006 14:55 Sonko framlengir við Reading Miðvörðurinn Ibrahima Sonko hjá Reading hefur nú fetað í fótspor félaga síns Ívars Ingimarssonar í vörninni og framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. Sonko er 25 ára og hefur nú gert nýjan og betri samning en þann gamla, sem renna átti út árið 2008. Hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Brentford árið 2004. Enski boltinn 11.12.2006 14:48 Glazer-feðgar ætla að opna budduna Glazer-feðgarnir amerísku sem eiga Manchester United, hafa gefið grænt ljós á að opna budduna í janúar til að styrkja leikmannahóp liðsins - að því gefnu að góðir menn finnist. Hópur United þykir nokkuð þunnur og því er ljóst að félagið verður helst að verða sér út um liðsstyrk í janúar fyrir lokaátökin. Enski boltinn 11.12.2006 14:43 Blackburn áfrýjar spjaldi Henchoz Úrvalsdeildarlið Blackburn hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stephane Henchoz fékk að líta í 3-1 tapi liðsins gegn Newcastle á laugardag. Henchoz fékk rautt hjá Dermot Gallagher fyrir brot á Obafemi Martins, en Blackburn menn vilja meina að það hafi verið glórulaus dómur. Henchoz fær að vita niðurstöðu málsins á morgun. Enski boltinn 11.12.2006 14:37 LA Lakers lagði San Antonio Los Angeles Lakers vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs 106-99 á heimavelli sínum Staples Center í Los Angeles, en lið Spurs hafði unnið fjóra leiki í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Manu Ginobili skoraði 23 stig af bekknum fyrir Spurs. Körfubolti 11.12.2006 05:04 Lazio vann grannaslaginn Lazio gerði grönnum sínum og erkifjendum í Roma litla greiða í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur í grannaslag liðanna í Rómarborg. Tap Roma þýðir að liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan, en Lazio skellti sér í fimmta sætið með þessum glæsilega sigri. Fótbolti 10.12.2006 22:30 « ‹ 70 71 72 73 74 75 76 77 78 … 264 ›
Leikmenn eru enn að jafna sig eftir HM Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segir að það taki menn sex mánuði að jafna sig eftir vonbrigðin á HM í sumar. Hann á von á því að sjá lykilmenn enska landsliðsins, sem og annara þjóða, slá í gegn eftir áramót. Fótbolti 12.12.2006 16:21
Shevchenko mun aldrei leika vel á Englandi Tony Cascarino, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko muni aldrei ná sér á strik með Chelsea og segir að ferill hans verði rjúkandi rúst ef hann komi sér ekki frá Englandi. Enski boltinn 12.12.2006 16:09
Reyes vill mæta Arsenal í Meistaradeildinni Spænski landsliðsmaðurinn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Real Madrid, segist óska þess að liðin lendi saman í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 12.12.2006 16:04
Börsungar með flugþreytu Spænski landsliðsmaðurinn Xavi segir að leikmenn Barcelona eigi erfitt með að jafna sig af flugþreytu eftir erfiðan leik í spænsku deildinni um helgina og langt og strangt flug til Japan þar sem liðið spilar á HM félagsliða. Liðið mætir America í undanúrslitum mótsins á fimmtudagsmorguninn og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Fótbolti 12.12.2006 15:55
Stóð aldrei til að fara til Barcelona Sænski framherjinn Henrik Larsson byrjar að æfa með Manchester United á sunnudaginn en félagið gekk á dögunum frá lánssamningi við hann frá sænska liðinu Helsingborg. Larsson neitar því að til hafi staðið að fara til Barcelona eins og spænskir fjölmiðlar höfðu haldið fram í haust. Enski boltinn 12.12.2006 15:50
Henry líklega frá keppni út árið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist óttast að framherjinn Thierry Henry verði frá keppni alla jólavertíðina vegna meiðsla. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Henry sé ekki meiddur heldur eigi hann í deilum við stjóra sinn og stjórn félagsins, en Wenger segir að hann sé bæði meiddur á hálsi og á læri. Enski boltinn 12.12.2006 15:44
Gamli boltinn notaður á ný í janúar David Stern, yfirmaður NBA deildarinnar í körfubolta, hefur nú viðurkennt ósigur sinn og staðfesti í gær að gamli leðurboltinn verði tekinn fram að ný þann 1. janúar næstkomandi eftir að allar helstu stjörnur deildarinnar lýstu yfir óánægju sinni með nýja gerviefnaboltann. Körfubolti 12.12.2006 15:38
Cech vonast til að hefja æfingar í janúar Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech hjá Chelsea segist vonast til að geta hafið æfingar á fullu á ný í janúar eftir að hafa höfuðkúpubrotnað í leik gegn Reading um miðjan október. Sár hans eru enn ekki gróin að fullu, en hann segir líðan sína betri með hverjum deginum. Enski boltinn 12.12.2006 15:34
Chambers hættur? Breski spretthlauparinn Dwain Chambers mun ekki keppa innanhúss á næsta ári og svo gæti farið að hann væri alfarið hættur í frjálsum íþróttum. Þetta segir umboðsmaður kappans, sem sneri aftur til æfinga í sumar eftir langt keppnisbann vegna steranotkunar. Chambers á í fjárhagserfiðleikum, því hann þurfti að skila öllu verðlaunafé sem hann vann sér inn á meðan hann þótti hafa neitt ólöglegra lyfja. Sport 12.12.2006 15:29
Dowie í viðræðum við Hull City Ian Dowie þykir nú líklegastur til að taka við 1. deildarliðinu Hull af Phil Parkinson eftir að hann átti viðræður við félagið í dag. Dowie hefur verið atvinnulaus síðan hann varð fyrsti stjórinn sem látinn var taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í haust. Enski boltinn 12.12.2006 15:27
Bann Henchoz stendur Aganefnd enska knattspyrnusambandsins vísaði í dag frá áfrýjun Blackburn á rauða spjaldið sem varnarmaðurinn Stephane Henchoz fékk að líta í leik gegn Newcastle á laugardaginn. Henchoz fer því í eins leiks bann og missir af leik gegn Reading umnæstu helgi. Enski boltinn 12.12.2006 15:24
Spánarslagur í 8-liða úrslitunum Í morgun var dregið í 8-liða úrslit í Evrópukeppnunum í handbolta, en þar eru nokkrir íslenskir leikmenn í eldlínunni. Núverandi Evrópumeistararnir í Ciudad Real, liði Ólafs Stefánssonar, mæta löndum sínum í Portland San Antonio í þessari umferð. Handbolti 12.12.2006 14:43
Curbishley sterklega orðaður við West Ham Knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hefur viðurkennt að hann hafi mikinn áhuga á að taka við liði West Ham, en hann staðfesti í dag að forráðamenn félagsins hefðu verið í sambandi við sig. Curbishley spilaði með West Ham sem leikmaður á áttunda áratugnum og segir að það yrði "mikill heiður" fyrir sig ef honum yrði boðið starfið. Enski boltinn 12.12.2006 14:40
Ellefu sigrar í röð hjá Phoenix Phoenix vann í nótt ellefta leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið skellti Orlando á útivelli 103-89. Amare Stoudemire skoraði 30 stig fyrir Phoenix í leiknum. Þá vann Utah auðveldan sigur á Dallas 101-79 og færði Jerry Sloan þjálfara þúsundasta sigurleikinn á ferlinum. Carlos Boozer skoraði 31 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas. Körfubolti 12.12.2006 14:32
Orlando - Phoenix í beinni á miðnætti Það má reikna með fyrsta flokks skemmtun á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld þar sem leikur kvöldsins verður viðureign Orlando Magic og Phoenix Suns. Leikurinn hefst á miðnætti og fróðlegt verður að sjá hvernig heitasta liðinu í NBA í dag, Phoenix, vegnar gegn ungu og skemmtilegu liði Orlando. Körfubolti 11.12.2006 22:20
Jafnt hjá Sheffield United og Aston Villa Nýliðar Sheffield United og Aston Villa gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem fyrri hálfleikurinn var eign gestanna en heimamenn í United voru sterkari aðilinn í þeim síðari. Enski boltinn 11.12.2006 22:02
Marwijk hættir hjá Dortmund Þýska knattspyrnufélagið Dortmund hefur tilkynnt að þjálfari liðsins Bert van Marwijk muni láta af störfum í lok leiktíðar í vor en þetta er aðeins eitt atvik í röð furðufrétta frá Dortmund á undanförnum mánuðum. Þetta stóra félag berst nú í bökkum fjárhagslega og er í alla staði skugginn af sjálfu sér. Fótbolti 11.12.2006 20:02
Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Golf 11.12.2006 19:51
America áfram í HM félagsliða America frá Mexíkó tryggði sér í dag ferseðilinn í undanúrslit á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu þar sem liðið mætir Evrópumeisturum Barcelona. Fótbolti 11.12.2006 19:47
Joe Cole úr leik út árið Enski landsliðsmaðurinn Joe Cole verður ekki með Chelsea í jólatörninni í ensku úrvalsdeildinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í öðrum fætinum. Cole hefur aðeins verið þrisvar í byrjunarliði Chelsea í vetur vegna meiðsla og búist er við að hann verði frá æfingum í að minnsta kosti þrjár vikur vegna þessa. Enski boltinn 11.12.2006 18:29
Pardew rekinn frá West Ham Alan Pardew var í dag sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri West Ham eftir slakt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, sem er nú í eigu Íslendinga, að það sé gert með hagsmuni félagins í huga en það er Kevin Keen, þjálfari liðsins, tekur við því tímabundið. Enski boltinn 11.12.2006 14:19
Maccarone væntanlega á förum frá Boro Ítalski sóknarmaðurinn Massimo Maccarone segist fastlega reikna með því að fara frá Middlesbrough fljótlega og þá væntanlega til heimalandsins. Hann segist hafa átt fund með Gareth Southgate knattspyrnustjóra og ljóst sé að engin not séu fyrir hann hjá úrvalsdeildarliðinu. Enski boltinn 11.12.2006 16:03
Federer og Mauresmo heiðruð Roger Federer og Amelie Mauresmo hafa verið kjörin tennisleikarar ársins og verðugustu sendiherrar íþróttarinnar af samtökum íþróttafréttamanna í greininni. Þetta er þriðja árið í röð sem Federer hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta skipti sem Mauresmo hlýtur hana. Sport 11.12.2006 15:33
Davies ætlar ekki að fara frá Bolton Kevin Davies hefur gefið það út að hann vilji alls ekki fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Bolton, en samningur hans við félagið rennur út í sumar og því má hann fræðilega ræða við önnur félög eftir áramótin. Erfiðlega hefur gengið í samningaviðræðum milli hans og Bolton, en hinn 29 ára gamli leikmaður segist ekki geta hugsað sér að fara frá félaginu. Enski boltinn 11.12.2006 14:59
Árásarmaður Wallwork ákærður Tvítugur maður frá Manchester hefur nú verið ákærður fyrir manndrápstilraun eftir að hann stakk knattspyrnumanninn Ronnie Wallwork ítrekað í maga, bak og hendur á vínveitingahúsi í borginni þann 30. nóvember. Wallwork er nýútskrifaður af sjúkrahúsi eftir árásina. Enski boltinn 11.12.2006 14:55
Sonko framlengir við Reading Miðvörðurinn Ibrahima Sonko hjá Reading hefur nú fetað í fótspor félaga síns Ívars Ingimarssonar í vörninni og framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2010. Sonko er 25 ára og hefur nú gert nýjan og betri samning en þann gamla, sem renna átti út árið 2008. Hann hefur spilað 111 leiki fyrir félagið síðan hann gekk í raðir þess frá Brentford árið 2004. Enski boltinn 11.12.2006 14:48
Glazer-feðgar ætla að opna budduna Glazer-feðgarnir amerísku sem eiga Manchester United, hafa gefið grænt ljós á að opna budduna í janúar til að styrkja leikmannahóp liðsins - að því gefnu að góðir menn finnist. Hópur United þykir nokkuð þunnur og því er ljóst að félagið verður helst að verða sér út um liðsstyrk í janúar fyrir lokaátökin. Enski boltinn 11.12.2006 14:43
Blackburn áfrýjar spjaldi Henchoz Úrvalsdeildarlið Blackburn hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stephane Henchoz fékk að líta í 3-1 tapi liðsins gegn Newcastle á laugardag. Henchoz fékk rautt hjá Dermot Gallagher fyrir brot á Obafemi Martins, en Blackburn menn vilja meina að það hafi verið glórulaus dómur. Henchoz fær að vita niðurstöðu málsins á morgun. Enski boltinn 11.12.2006 14:37
LA Lakers lagði San Antonio Los Angeles Lakers vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs 106-99 á heimavelli sínum Staples Center í Los Angeles, en lið Spurs hafði unnið fjóra leiki í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 18 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Manu Ginobili skoraði 23 stig af bekknum fyrir Spurs. Körfubolti 11.12.2006 05:04
Lazio vann grannaslaginn Lazio gerði grönnum sínum og erkifjendum í Roma litla greiða í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur í grannaslag liðanna í Rómarborg. Tap Roma þýðir að liðið er nú sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan, en Lazio skellti sér í fimmta sætið með þessum glæsilega sigri. Fótbolti 10.12.2006 22:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent