Erlendar Sharapova stefnir á sigur Maria Sharapova segist verða var við aukna pressu í sinn garð eftir að hún var sett í efsta sæti í styrkleikaröðun kvenna fyrir Opna ástralska meistaramótið í tennis. Komist Sharapova í undanúrslit mótsins mun hún hreppa toppsætið á heimslistanum í tennis. Sport 14.1.2007 20:50 Fer Raul til Liverpool? Rafael Benitez reynir nú af öllum krafti að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á spænska gulldrengnum Raul til Liverpool. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun og segjast hafa fyrir því öruggar heimildir. Real Madrid hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið. Enski boltinn 15.1.2007 11:24 Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið. Fótbolti 14.1.2007 21:55 Ronaldo fer frá Real Madrid Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann. Fótbolti 14.1.2007 17:09 Óvænt tap Sevilla á heimavelli Topplið Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni tapaði óvænt fyrir Mallorca á heimavelli sínum í dag og mistókst þannig að auka við forskotið sem liðið hefur á Barcelona. Valencia er komið upp í þriðja sæti eftir sigur á Levante. Fótbolti 14.1.2007 20:31 Beckham til LA í þessum mánuði? Ekki er loku fyrir það skotið að David Beckham fari fyrr til Bandaríkjanna en áætlað er en líklegt þykir að forráðamenn LA Galaxy, sem Beckham samdi við fyrir helgi, reyni að kaupa upp samning hans við Real en sem kunnugt er mun Beckham ekki spila aftur fyrir spænska stórveldið. Fótbolti 14.1.2007 17:01 Tekur Lippi við af Mourinho? Forráðamenn Chelsea eru sagðir hafa viðrað þá hugmynd við ítalska þjálfarann Marcello Lippi, sá er stýrði ítalska landsliðið til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, um að að taka við af Jose Mourinho – fari svo að portúgalski stjórinn yfirgefi herbúðir Englandsmeistaranna eftir tímabilið. Enski boltinn 14.1.2007 16:45 De Villiers eykur forskot sitt Giniel de Villiers frá Suður-Afríku bar sigur úr býtum í 8. dagleið í Dakar-rallinu sem fram fór í dag og hann nú kominn með yfir hálftíma forskot á næsta mann í kappakstrinum, Stephane Peterhansel frá Frakklandi. Sport 14.1.2007 18:14 Newcastle vann Tottenham í frábærum leik Newcastle sýndi mikinn karakter í leik sínum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag og sigraði 3-2 eftir að hafa hafa lent undir í síðari hálfleik. Leikurinn var frábær skemmtun og buðu bæði lið upp á bullandi sóknarleik. Marktilraunir í leiknum voru alls 38 talsins, þar af áttu heimamenn 26 þeirra. Enski boltinn 14.1.2007 17:57 Federer segir Nadal að breyta um stíl Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Sport 14.1.2007 17:04 Benitez hafnaði Real Madrid í sumar Rafael Benitez hafnaði boði um að gerast þjálfari Real Madrid síðasta sumar en frá þessu greindi stjórnarformaður Liverpool, Rick Parry, í morgun. Parry segir að Benitez hafi hugsað málið vandlega en að lokum ákveðið að halda áfram því starfi sem hann hafði byrjað á Anfield. Enski boltinn 14.1.2007 17:03 Stallone stal senunni Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone stal senunni á Goodison Park í dag þar sem leikur Everton og Reading fór fram. Stallone var sérstakur heiðursgestur Bill Kenwright, stjórnarformanns Everton á leiknum, og var leikarinn hylltur af áhorfendum á vellinum fyrir leikinn. Stallone fagnaði ógurlega þegar Andy Johnson skoraði jöfnunarmark Everton þegar skammt var eftir. Enski boltinn 14.1.2007 16:02 Jafnt hjá Everton og Reading Evrton og Reading skildu jöfn, 1-1, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Andy Johnson sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Everton á 81. mínútu eftir mistök Marcus Hahnemann í marki gestanna. Enski boltinn 14.1.2007 15:41 Eggert býður í Ashley Young Allar líkur eru taldar á því að Watford samþykki tilboð upp á átta milljónir punda frá Eggert Magnússyni í framherjann Ashley Young. Watford hafði áður hafnað boði West Ham upp á sjö milljónir punda en staðfesti hefur verið að Eggert og félagar lögðu fram nýtt og endurbætt tilboð í gær. Enski boltinn 14.1.2007 15:07 Ekki spurning hvort heldur hvenær Að sögn Rick Parry, stjórnarformanns Liverpool, er það ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær auðkýfingarnir frá Dubai gangi frá kaupum á meirihluta í félaginu. Parry segir að verið að sé að ganga frá smáatriðum í kaupsamningum og að eigendaskiptin gætu gengið í gegn innan fárra daga. Enski boltinn 14.1.2007 14:50 Bullard á góðum batavegi Jimmy Bullard, miðvallarleikmaður Fulham, er á góðum batavegi eftir að hafa lent í hrottalegum hnémeiðslum strax í upphafi leiktíðar og útilokar knattspyrnustjórinn Chris Coleman ekki að Bullard spili með liðinu síðar á tímabilinu. Enski boltinn 14.1.2007 14:22 Reading komið yfir gegn Everton Reading er komið með forystu í viðureign sinni gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni en það var varnarmaðurinn Joleon Lescott sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 28. mínútu. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Enski boltinn 14.1.2007 14:18 Robson lætur Beckham heyra það Gamli refurinn Bobby Robson gagnrýnir David Beckham harðlega í pistli sem hann skrifar í enska dagblaðið Daily Mail og birtist í morgun. Robson segir að ákvörðun Beckham um að fara til Bandaríkjanna sanni að hann hafi ekki lengur metnaðinn né lystina til að keppa á meðal þeirra bestu. Enski boltinn 14.1.2007 14:06 Beckham útilokar ekki landsliðið David Beckham hefur ekki gefið landsliðsferilinn með Englandi upp á bátinn þrátt fyrir að hann sé á leið í heldur lágt skrifuðu bandarísku atvinnumannadeildina. Beckham kveðst alltaf ætla að gefa kost á sér í landsliðið. Enski boltinn 14.1.2007 14:01 Jon Terry boðar uppreisn Fyrirliði Chelsea, John Terry, kveðst ætla að beita sér að fullum krafti í að halda Jose Mourinho hjá félaginu en hann hefur sterklega verið orðaður við að brottför frá Chelsea í lok leiktíðar. Terry boðar uppreisn á meðal leikmanna gegn stjórn félagsins. Enski boltinn 14.1.2007 13:31 10 þúsund fráköst hjá Garnett Kevin Garnett, leikmaður Minnesota, skorað 32 stig og reif niður 14 fráköst í 109-98 sigri liðs síns á New Jersey í NBA-deildinni í nótt. Garnett hefur nú tekið 10.007 fráköst á ferlinum og er hann 32. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem rýfur 10 þúsund frákasta múrinn. Pheonix vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Körfubolti 14.1.2007 11:30 Inter setti met á Ítalíu Inter Milan setti í gærkvöld met í ítölsku A-deildinni þegar liðið vann sinn 12. leik í röð. Í gær var það Torino sem lá í valnum, 3-1, en Adriano, Zlatan Ibrahimovich og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter. Þjálfarinn Roberto Mancini vill ekki gera of mikið úr metinu. Fótbolti 14.1.2007 11:27 Vont tap hjá Barcelona “Við þurfum að vakna,” sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, eftir 3-1 tap liðsins gegn Espanyol í gærkvöldi. Barcelona hefur ekki náð að sigra í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en er áfram í 2. sæti deildarinnar – a.m.k. um stundarsakir. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínútur leiksins. Fótbolti 14.1.2007 11:09 Mourinho verðleggur Cech á 50 milljónir punda Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði eftir sigur sinna manna á Wigan í dag að markvörðurinn Peter Cech væri búinn að fá grænt ljós á að hefja æfingar að fullum krafti. Mourinho sagði Cech vera besta markvörð í heimi og smellti í leiðinni 50 milljón punda verðmiða á Tékkann stóra og stæðilega. Enski boltinn 13.1.2007 20:06 Fyrsta tap Juve á tímabilinu Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag gegn Mantova á útivelli, 1-0. Sjálfsmark frá Robert Kovac réði úrslitunum í leiknum en við tapið fellur Juventus niður í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Napoli og einu stigi á eftir Mantova. Fótbolti 13.1.2007 20:03 Walter Smith ver ákvörðun sína Walter Smith, frávarandi þjálfari skoska landsliðsins og nýráðinn þjálfari Glasgow Rangers í Skotlandi, hefur varið ákvörðun sína um að yfirgefa herbúðir landsliðsins til að snúa aftur á Ibrox. Smith segir að nánast allir knattspyrnustjórar í heiminum hefðu tekið sömu ákvörðun og hann. Fótbolti 13.1.2007 15:16 10 leikmenn Arsenal lögðu Blackburn Leikmenn Arsenal sýndu mikinn karakter með því að leggja Blackburn af velli á útivelli í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar, 2-0. Gilberto Silva var vikið af leikvelli strax á 12. mínútu leiksins en þrátt fyrir að vera manni fleiri átti Blackburn ekki roð í fríska leikmenn Arsenal. Kolo Toure og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Fótbolti 13.1.2007 19:06 Beckham getur haft gríðarleg áhrif Koma David Beckham til LA Galaxy getur komið liðinu í hóp fremstu félagsliða veraldar, að því er Alexei Lalas, fyrrum landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna og núverandi framkvæmdastjóri LA Galaxy, heldur fram. Fótbolti 13.1.2007 15:12 Man. Utd. gefur ekkert eftir Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man. Utd. átti ekki í erfiðleikum með Aston Villa á heimavelli sínum og vann 3-1 og þá spilaði Chelsea sinn besta leik í langan tíma þegar það lagði Wigan af velli, 4-0. Íslendingaliðið West Ham missti unnin leik niður í jafntefli á síðustu stundu. Fótbolti 13.1.2007 16:55 Mourinho: Ekki lesa blöðin Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Fótbolti 13.1.2007 14:34 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 264 ›
Sharapova stefnir á sigur Maria Sharapova segist verða var við aukna pressu í sinn garð eftir að hún var sett í efsta sæti í styrkleikaröðun kvenna fyrir Opna ástralska meistaramótið í tennis. Komist Sharapova í undanúrslit mótsins mun hún hreppa toppsætið á heimslistanum í tennis. Sport 14.1.2007 20:50
Fer Raul til Liverpool? Rafael Benitez reynir nú af öllum krafti að ná samkomulagi við Real Madrid um kaup á spænska gulldrengnum Raul til Liverpool. Spænskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun og segjast hafa fyrir því öruggar heimildir. Real Madrid hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið. Enski boltinn 15.1.2007 11:24
Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið. Fótbolti 14.1.2007 21:55
Ronaldo fer frá Real Madrid Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann. Fótbolti 14.1.2007 17:09
Óvænt tap Sevilla á heimavelli Topplið Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni tapaði óvænt fyrir Mallorca á heimavelli sínum í dag og mistókst þannig að auka við forskotið sem liðið hefur á Barcelona. Valencia er komið upp í þriðja sæti eftir sigur á Levante. Fótbolti 14.1.2007 20:31
Beckham til LA í þessum mánuði? Ekki er loku fyrir það skotið að David Beckham fari fyrr til Bandaríkjanna en áætlað er en líklegt þykir að forráðamenn LA Galaxy, sem Beckham samdi við fyrir helgi, reyni að kaupa upp samning hans við Real en sem kunnugt er mun Beckham ekki spila aftur fyrir spænska stórveldið. Fótbolti 14.1.2007 17:01
Tekur Lippi við af Mourinho? Forráðamenn Chelsea eru sagðir hafa viðrað þá hugmynd við ítalska þjálfarann Marcello Lippi, sá er stýrði ítalska landsliðið til sigurs á HM í Þýskalandi í sumar, um að að taka við af Jose Mourinho – fari svo að portúgalski stjórinn yfirgefi herbúðir Englandsmeistaranna eftir tímabilið. Enski boltinn 14.1.2007 16:45
De Villiers eykur forskot sitt Giniel de Villiers frá Suður-Afríku bar sigur úr býtum í 8. dagleið í Dakar-rallinu sem fram fór í dag og hann nú kominn með yfir hálftíma forskot á næsta mann í kappakstrinum, Stephane Peterhansel frá Frakklandi. Sport 14.1.2007 18:14
Newcastle vann Tottenham í frábærum leik Newcastle sýndi mikinn karakter í leik sínum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag og sigraði 3-2 eftir að hafa hafa lent undir í síðari hálfleik. Leikurinn var frábær skemmtun og buðu bæði lið upp á bullandi sóknarleik. Marktilraunir í leiknum voru alls 38 talsins, þar af áttu heimamenn 26 þeirra. Enski boltinn 14.1.2007 17:57
Federer segir Nadal að breyta um stíl Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Sport 14.1.2007 17:04
Benitez hafnaði Real Madrid í sumar Rafael Benitez hafnaði boði um að gerast þjálfari Real Madrid síðasta sumar en frá þessu greindi stjórnarformaður Liverpool, Rick Parry, í morgun. Parry segir að Benitez hafi hugsað málið vandlega en að lokum ákveðið að halda áfram því starfi sem hann hafði byrjað á Anfield. Enski boltinn 14.1.2007 17:03
Stallone stal senunni Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone stal senunni á Goodison Park í dag þar sem leikur Everton og Reading fór fram. Stallone var sérstakur heiðursgestur Bill Kenwright, stjórnarformanns Everton á leiknum, og var leikarinn hylltur af áhorfendum á vellinum fyrir leikinn. Stallone fagnaði ógurlega þegar Andy Johnson skoraði jöfnunarmark Everton þegar skammt var eftir. Enski boltinn 14.1.2007 16:02
Jafnt hjá Everton og Reading Evrton og Reading skildu jöfn, 1-1, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka rétt í þessu. Það var Andy Johnson sem jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Everton á 81. mínútu eftir mistök Marcus Hahnemann í marki gestanna. Enski boltinn 14.1.2007 15:41
Eggert býður í Ashley Young Allar líkur eru taldar á því að Watford samþykki tilboð upp á átta milljónir punda frá Eggert Magnússyni í framherjann Ashley Young. Watford hafði áður hafnað boði West Ham upp á sjö milljónir punda en staðfesti hefur verið að Eggert og félagar lögðu fram nýtt og endurbætt tilboð í gær. Enski boltinn 14.1.2007 15:07
Ekki spurning hvort heldur hvenær Að sögn Rick Parry, stjórnarformanns Liverpool, er það ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær auðkýfingarnir frá Dubai gangi frá kaupum á meirihluta í félaginu. Parry segir að verið að sé að ganga frá smáatriðum í kaupsamningum og að eigendaskiptin gætu gengið í gegn innan fárra daga. Enski boltinn 14.1.2007 14:50
Bullard á góðum batavegi Jimmy Bullard, miðvallarleikmaður Fulham, er á góðum batavegi eftir að hafa lent í hrottalegum hnémeiðslum strax í upphafi leiktíðar og útilokar knattspyrnustjórinn Chris Coleman ekki að Bullard spili með liðinu síðar á tímabilinu. Enski boltinn 14.1.2007 14:22
Reading komið yfir gegn Everton Reading er komið með forystu í viðureign sinni gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni en það var varnarmaðurinn Joleon Lescott sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 28. mínútu. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er frá vegna meiðsla. Enski boltinn 14.1.2007 14:18
Robson lætur Beckham heyra það Gamli refurinn Bobby Robson gagnrýnir David Beckham harðlega í pistli sem hann skrifar í enska dagblaðið Daily Mail og birtist í morgun. Robson segir að ákvörðun Beckham um að fara til Bandaríkjanna sanni að hann hafi ekki lengur metnaðinn né lystina til að keppa á meðal þeirra bestu. Enski boltinn 14.1.2007 14:06
Beckham útilokar ekki landsliðið David Beckham hefur ekki gefið landsliðsferilinn með Englandi upp á bátinn þrátt fyrir að hann sé á leið í heldur lágt skrifuðu bandarísku atvinnumannadeildina. Beckham kveðst alltaf ætla að gefa kost á sér í landsliðið. Enski boltinn 14.1.2007 14:01
Jon Terry boðar uppreisn Fyrirliði Chelsea, John Terry, kveðst ætla að beita sér að fullum krafti í að halda Jose Mourinho hjá félaginu en hann hefur sterklega verið orðaður við að brottför frá Chelsea í lok leiktíðar. Terry boðar uppreisn á meðal leikmanna gegn stjórn félagsins. Enski boltinn 14.1.2007 13:31
10 þúsund fráköst hjá Garnett Kevin Garnett, leikmaður Minnesota, skorað 32 stig og reif niður 14 fráköst í 109-98 sigri liðs síns á New Jersey í NBA-deildinni í nótt. Garnett hefur nú tekið 10.007 fráköst á ferlinum og er hann 32. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem rýfur 10 þúsund frákasta múrinn. Pheonix vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Körfubolti 14.1.2007 11:30
Inter setti met á Ítalíu Inter Milan setti í gærkvöld met í ítölsku A-deildinni þegar liðið vann sinn 12. leik í röð. Í gær var það Torino sem lá í valnum, 3-1, en Adriano, Zlatan Ibrahimovich og Marco Materazzi skoruðu mörk Inter. Þjálfarinn Roberto Mancini vill ekki gera of mikið úr metinu. Fótbolti 14.1.2007 11:27
Vont tap hjá Barcelona “Við þurfum að vakna,” sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, eftir 3-1 tap liðsins gegn Espanyol í gærkvöldi. Barcelona hefur ekki náð að sigra í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en er áfram í 2. sæti deildarinnar – a.m.k. um stundarsakir. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínútur leiksins. Fótbolti 14.1.2007 11:09
Mourinho verðleggur Cech á 50 milljónir punda Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði eftir sigur sinna manna á Wigan í dag að markvörðurinn Peter Cech væri búinn að fá grænt ljós á að hefja æfingar að fullum krafti. Mourinho sagði Cech vera besta markvörð í heimi og smellti í leiðinni 50 milljón punda verðmiða á Tékkann stóra og stæðilega. Enski boltinn 13.1.2007 20:06
Fyrsta tap Juve á tímabilinu Juventus tapaði sínum fyrsta leik í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag gegn Mantova á útivelli, 1-0. Sjálfsmark frá Robert Kovac réði úrslitunum í leiknum en við tapið fellur Juventus niður í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Napoli og einu stigi á eftir Mantova. Fótbolti 13.1.2007 20:03
Walter Smith ver ákvörðun sína Walter Smith, frávarandi þjálfari skoska landsliðsins og nýráðinn þjálfari Glasgow Rangers í Skotlandi, hefur varið ákvörðun sína um að yfirgefa herbúðir landsliðsins til að snúa aftur á Ibrox. Smith segir að nánast allir knattspyrnustjórar í heiminum hefðu tekið sömu ákvörðun og hann. Fótbolti 13.1.2007 15:16
10 leikmenn Arsenal lögðu Blackburn Leikmenn Arsenal sýndu mikinn karakter með því að leggja Blackburn af velli á útivelli í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar, 2-0. Gilberto Silva var vikið af leikvelli strax á 12. mínútu leiksins en þrátt fyrir að vera manni fleiri átti Blackburn ekki roð í fríska leikmenn Arsenal. Kolo Toure og Thierry Henry skoruðu mörk Arsenal. Fótbolti 13.1.2007 19:06
Beckham getur haft gríðarleg áhrif Koma David Beckham til LA Galaxy getur komið liðinu í hóp fremstu félagsliða veraldar, að því er Alexei Lalas, fyrrum landsliðsfyrirliði Bandaríkjanna og núverandi framkvæmdastjóri LA Galaxy, heldur fram. Fótbolti 13.1.2007 15:12
Man. Utd. gefur ekkert eftir Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man. Utd. átti ekki í erfiðleikum með Aston Villa á heimavelli sínum og vann 3-1 og þá spilaði Chelsea sinn besta leik í langan tíma þegar það lagði Wigan af velli, 4-0. Íslendingaliðið West Ham missti unnin leik niður í jafntefli á síðustu stundu. Fótbolti 13.1.2007 16:55
Mourinho: Ekki lesa blöðin Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Fótbolti 13.1.2007 14:34