Erlendar

Fréttamynd

Jafnt hjá Úkraínu og Sviss í hálfleik

Ekkert mark hefur verið skoraði í leik Úkraínu og Sviss í 16-liða úrslitunum á HM þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa átt skot í þverslá í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki.

Sport
Fréttamynd

Nýtur þess ekki að spila á HM

Ashley Cole, bakvörður enska landsliðsins og Arsenal, hefur verið einhver besti maður liðsins í keppninni. Hann segist þó alls ekki njóta þess að spila á HM vegna þeirra gríðarlegu pressu sem sé á liðinu í fjölmiðlum.

Sport
Fréttamynd

Sviss - Úkraína að hefjast

Sergei Rebrov hefur verið settur út úr byrjunarliði Úkraínu fyrir leikinn gegn Sviss og Andriy Vorobey kemur inn í hans stað. Þá hafa Svisslendingar skipt um Arsenal-menn í vörninni hjá sér, þar sem Johan Djourou kemur inn í stað hins meidda Philippe Senderos. Leikurinn fer fram í Cologne.

Sport
Fréttamynd

Ég hafði aldrei áhyggjur

Marcello Lippi var stóískur eftir sigurinn á Áströlum í dag og sagðist aldrei hafa óttast að hans menn myndu tapa leiknum þrátt fyrir að vera manni færri frá því í upphafi síðari hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Vítaspyrnudómurinn var loðinn

Guus Hiddink var að vonum vonsvikinn eftir að hans menn Ástralar féllu úr keppni á HM eftir 1-0 tap fyrir Ítölum. Hiddink þótti vítaspyrnudómurinn í blálokinn nokkuð loðinn, en viðurkenndi að hans menn gætu sjálfum sér um kennt að hafa ekki náð að skora fyrr, þar sem þeir voru manni fleiri hálfan leikinn.

Sport
Fréttamynd

John Hartson til West Brom

Enska 1. deildarliðið West Brom gekk í dag frá kaupum á framherjanum John Hartson frá skosku meisturunum Glasgow Celtic. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hann hefur undirritað tveggja ára samning við félagið og verður ætlað að hjálpa Bryan Robson og hans mönnum að komast beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir fall í vor.

Sport
Fréttamynd

Glen Johnson á leið til Feyenoord?

Forráðamenn hollenska liðsins Feyenoord fullyrða að varnarmaðurinn Glen Johnson sé við það að ganga í raðir félagsins á lánssamningi. Johnson var á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn sem keyptur var til Englandsmeistara Chelsea eftir að Roman Abramovich tók við á sínum tíma, en hefur ekki hlotið náð fyrir augum Jose Mourinho. Johnson á að baki fimm landsleiki fyrir England.

Sport
Fréttamynd

Ótrúleg dramatík í Kaiserslautern

Ítalar eru komnir í 8-liða úrslitin á HM eftir dramatískan sigur á Áströlum í Kaiserslautern í dag. Ítalar voru manni færi síðustu 40 mínúturnar eftir að Marco Materazzi var vikið af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks, en fengu vítaspyrnu á síðasta andartaki uppbótartíma og úr henni skoraði varamaðurinn Francesco Totti. Vítaspyrnudómurinn var nokkuð vafasamur, en bakvörðurinn Fabio Grosso lék á tvo varnarmenn Ástrala og lét sig falla í vítateignum.

Sport
Fréttamynd

Ég þarf bara eitt mark

Wayne Rooney segir að sjálfstraust hans sé að aukast með hverjum leiknum sem hann spilar fyrir enska landsliðið og segir að það eina sem hann vanti til að ná fullum styrk á ný sé að skora mark á HM.

Sport
Fréttamynd

Jafnt í hálfleik hjá Ítölum og Áströlum

Enn hefur ekki verið skorað mark í leik Ástrala og Ítala í 16-liða úrslitunum á HM. Ítalska liðið hefur átt fleiri færi í leiknum, en enn sem komið er hefur framherjum liðsins ekki tekist að skora hjá baráttuglöðum Áströlunum.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað vegna rigninga

Hið sögufræga Wimbledon-mót í tennis fer ekki vel af stað í ár, en þátttakendur hafa lítið sem ekkert geta spilað í dag vegna rigninga. Roger Federer náði til að mynda aðeins að spila eitt sett áður en leik hans var frestað og veðurspá morgundagsins ku ekki vera mikið glæsilegri.

Sport
Fréttamynd

Á leið til sérfræðings í Bandaríkjunum

Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen fer á næstu dögum til Bandaríkjanna ásamt læknum Newcastle, þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð hjá hinum virta lækni Richard Steadman. Sá átti stóran þátt í að lappa upp á Alan Shearer þegar hann meiddist á hné á sínum tíma og vonast menn til að Owen nái sér sem fyrst í kjölfarið.

Sport
Fréttamynd

Robinho verður ekki með gegn Gana

Robinho verður ekki með Brasilíumönnum þegar þeir mæta Gana í 16-liða úrslitunum á HM á morgun, en hann er lítillega tognaður á læri. Búist er við að Adriano komi aftur inn í framlínu Brassa í stað hans, en Adriano hvar hvíldur í leiknum gegn Japan í riðlakeppninni. Ganamennirnir verða án miðjumannsins sterka Michael Essien á morgun, en hann tekur út leikbann.

Sport
Fréttamynd

Bjartsýnir á að Ronaldo verði með gegn Englendingum

Forráðamenn portúgalska landsliðsins eru bjartsýnir á að vængmaðurinn Cristiano Ronaldo verði búinn að ná sér af meiðslum sínum þegar liðið mætir Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Ronaldo fékk ljótt spark í lærið gegn Hollendingum í gær og er mjög marinn, en er væntanlegur til æfinga á ný á miðvikudaginn.

Sport
Fréttamynd

Figo sleppur með skrekkinn

Luis Figo sleppur við að taka út leikbann þegar Portúgalar mæta Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM, þó myndir frá leik Portúgal og Hollands í gær hafi greinilega sýnt að hann skallaði Mark Van Bommel.

Sport
Fréttamynd

Neville verður klár

Steve McClaren fullyrðir að bakvörðurinn Gary Neville verði klár í slaginn gegn Portúgölum í 8-liða úrslitum HM. Neville tók þátt í léttum æfingum í dag og á að vera með af fullum krafti á morgun og miðvikudag. Hann hefur verið meiddur á kálfa og óttast var að hann gæti ekki leikið meira í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Leikur Ítala og Ástrala að hefjast

Leikur Ítala og Ástrala í 16-liða úrslitunum á HM hefst klukkan 15:00 og búið er að tilkynna byrjunarliðin. Harry Kewell mætti til leiks á hækjum og verður því ekki í liði Ástrala í dag og Alessandro del Piero er kominn í byrjunarlið Ítala í stað Francesco Totti.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar áfram í ljótum leik

Það verða Portúgalar sem mæta Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM eftir að liðið lagði Hollendinga 1-0 í dag. Það var Maniche sem skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik, en leikurinn leystist upp í algjöra vitleysu í þeim síðari og alls voru fjórir leikmenn reknir af velli með rautt spjald.

Sport
Fréttamynd

Kahn er enn bitur yfir að missa sæti sitt

Þýski markvörðurinn Oliver Kahn fer ekki leynt með óánægju sína út í landsliðsþjálfarann Jurgen Klinsmann fyrir að taka sig úr byrjunarliði Þjóðverja. Jens Lehmann fékk byrjunarliðssætið skömmu fyrir keppnina og hefur það ekki orðið til að bæta vinskapinn milli markvarðanna tveggja, sem þó voru litlir félagar fyrir.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar yfir í hálfleik

Portúgalar hafa yfir 1-0 gegn Hollendingum í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM, en fyrri hálfleikurinn hefur verið viðburðaríkur. Maniche kom Portúgölum yfir eftir 23 mínútur og Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli 10 mínútum síðar. Portúgalar urðu svo fyrir öðru áfalli rétt fyrir lok hálfleiksins þegar Costinha lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald og eru Hollendingar því manni fleiri allan síðari hálfleikinn.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo farinn meiddur af velli

Portúgalar hafa orðið fyrir áfalli í leiknum gegn Hollendingum, því vængmaðurinn knái Ronaldo frá Manchester United er farinn meiddur af leikvelli. Ronaldo fékk spark í lærið og haltraði af velli á 34. mínútu. Þessu ungi leikmaður var afar vonsvikinn að sjá þegar hann gekk af velli og táraðist á varamannabekknum þegar hlúð var að sárum hans.

Sport
Fréttamynd

Portúgalar komnir yfir

Portúgalar eru komnir í 1-0 gegn Hollendingum í 16-liða úrslitunum á HM. Það var Maniche sem skoraði mark portúgalska liðsins með laglegu skoti á 23.mínútu.

Sport
Fréttamynd

Ver leikaðferðir sínar

Sven-Göran Eriksson segist þess fullviss að 4-5-1 leikkerfið sem hann notaði í dag geti reynst enska liðinu vænlegt til árangurs í keppninni og var Eriksson gagnrýndur nokkuð þrátt fyrir sigurinn í dag, en enska liðið þótti spila leiðinlegan og hugmyndasnauðan sóknarleik.

Sport
Fréttamynd

Enn vinnur Alonso

Heimsmeistarinn Fernando Alonso sigraði í Kanadakappakstrinum sem fram fór í Montreal í dag, en þetta var fyrsti sigur hans í Norður-Ameríku á ferlinum. Alonso leiddi frá upphafi til enda og Michael Schumacher hafnaði í öðru sæti. Kimi Raikkönen varð þriðji og félagi Alonso, Giancarlo Fisichella, kom þar á eftir í fjórða sætinu. Þetta var fimmti sigur Spánverjans unga í röð og er heldur hann því góðu forskoti sínu í stigakeppni ökumanna.

Sport
Fréttamynd

Berum höfuðið hátt

Þjálfari Ekvador var sáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Englendingum í 16-liða úrslitunum á HM í dag og sagðist hafa grunað að úrslitin réðust á einu atriði eins og raun bar vitni, en aðeins vel tekin aukaspyrna enska fyrirliðans skildi liðin að í dag.

Sport
Fréttamynd

Kuyt byrjar í stað Nistelrooy

Stórleikur Hollendinga og Portúgala í 16-liða úrslitum HM hefst klukkan 19 og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og mesta athygli vekur að Marco Van Basten, þjálfari hollenska liðsins, hefur staðið við það sem hann hótaði fyrir helgina með því að setja Ruud Van Nistelrooy á bekkinn. Dirk Kuyt er því í framlínunni hjá Hollendingum í dag.

Sport
Fréttamynd

Vona að ég hafi þaggað niður í gagnrýnendum

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, viðurkenndi að frammistaða liðsins í dag hefði ekki verið sérlega sannfærandi, en þótti ágætt að ná að þagga aðeins niður í gagnrýnendum sínum með því að skora sigurmarkið.

Sport
Fréttamynd

Tilþrifalítill sigur Englendinga

Englendingar tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitunum á HM þegar þeir lögðu lið Ekvador 1-0 í Stuttgart. David Beckham skoraði sigurmark enskra beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik, en þar með eru tilþrif liðsins upptalin. Englendingar mæta Hollendingum eða Portúgölum í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Ég er orðinn leikmaður Tottenham

Miðjumaðurinn Didier Zokora frá Fílabeinsströndinni sagði breskum fjölmiðlum í dag að hann væri orðinn leikmaður Tottenham. Zokora er samningsbundinn franska liðinu St. Etienne, en fregnir herma að enska félagið sé að ganga frá kaupum á honum fyrir rúmar átta milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Beckham kemur Englendingum yfir

David Beckham hefur komið Englendingum yfir 1-0 gegn Ekvador. Markið kom eftir skot hans beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu og er enskum eflaust mikið létt í kjölfarið. Enska liðið hefur alls ekki verið að spila vel í dag, en leikmenn liðsins hressast væntanlega eitthvað í kjölfar marksins.

Sport