Erlendar

Fréttamynd

Marion Jones ætti að hætta keppni

Heimsmethafinn í 200 og 400 metra hlaupi, Michael Johnson, segir að landa sín Marion Jones ætti að sjá sóma sinn í því að hætta keppni eftir að hún slapp með skrekkinn við að falla á lyfjaprófi á dögunum. Jones hefur lengi verið sökuð um að nota ólögleg lyf til að bæta árangur sinn á hlaupabrautinni, en enn hefur ekkert slíkt sannast á hana.

Sport
Fréttamynd

Úrvalsdeildarliðin sluppu með skrekkinn

Úrvalsdeildarliðin Watford og Reading sluppu með skrekkinn í kvöld þegar þau lögðu lægra skrifaða andstæðinga sína í enska deildarbikarnum eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði 120 mínútur fyrir Reading þegar liðið vann Darlington í vítakeppni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sam Allardyce sakaður um spillingu

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton og einn þeirra sem hvað líklegastir þóttu til að taka við stöðu landsliðsþjálfara Englendinga í sumar, var þungamiðjan í þætti breska sjónvarpsins Panorama, sem sýndur var þar í landi í kvöld, þar sem umfjöllunarefnið var meint spilling í knattspyrnuheiminum á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Everton marði Peterborough

Everton vann í kvöld nauman sigur á þriðjudeildarliði Peterborough í annari umferð enska deildarbikarsins. Það var varamaðurinn Tim Cahill sem tryggði úrvalsdeildarliðinu sigur með marki á 87. mínútu. Úrvalsdeildarliðin sem voru í eldlínunni í kvöld lentu fleiri í vandræðum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Curbishley hefur ekki áhuga á WBA

Alan Curbishley, fyrrum knattspyrnustjóri Charlton, hefur staðfest við breska sjónvarpið að hann hafi ekki í huga að taka við stjórn 1. deildarliði West Brom, en hann hafði verið nefndur til sögunnar sem arftaki Bryan Robson sem sagði af sér í gær. Curbishley vill taka við liði í ensku úrvalsdeildinni og er strax farið að kitla að komast aftur í slaginn eftir að hafa látið af störfum hjá Charlton í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óvæntir hlutir að gerast

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í enska deildarbikarnum. Everton hefur yfir 1-0 gegn Peterborough í sjónvarpsleiknum á Sýn með marki frá James Beatty, en á öðrum vígstöðvum eru að eiga sér stað nokkuð óvæntir hlutir eins og svo oft í þessari skemmtilegu keppni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kveikir í mér að sjá konuna í búningnum

Enska knattspyrnugoðið David Beckham viðurkenndi í viðtali við útvarpsmanninn og félaga sinn Chris Moyles að það kveikti í sér þegar konan hans gengi um í búningum af sér. Hann segir konu sína Victoriu gjarnan ganga um í keppnistreyjum sínum í húsi þeirra hjóna og viðurkennir að stundum fái hann morgunmat í rúmið frá konunni í treyju hans einni fata.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko hefur engar afsakanir

Jose Mourinho segir að stjörnuframherjinn Andriy Shevchenko hafi engar afsakanir fyrir því að skora ekki mörk í ensku úrvalsdeildinni, því Chelsea sé að spila nákvæmlega sama leikkerfi og Shevchenko hafi spilað allan sinn feril hjá AC Milan.

Enski boltinn
Fréttamynd

Peterborough - Everton í beinni í kvöld

Nokkrir leikir fara fram í enska deildarbikarnum í kvöld og verður leikur Peterborough og Everton sýndur beint á Sýn klukkan 18:30. Peterborough leikur í þriðju deildinni á Englandi og er þar um miðja deild, svo ljóst er að erfitt verkefni bíður liðsins í kvöld gegn einu heitasta liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meiðsli hjá Manchester City

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur tilkynnt að markvörðurinn Andreas Isaksson og varnarmaðurinn Hatem Trabelsi verði frá keppni næsta mánuðinn vegna meiðsla og eykur það enn á ófarir liðsins í upphafi leiktíðar, en City er í sautjánda sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig að loknum fimm leikjum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óttaðist að verða seldur frá United

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United greinir frá því í óútkominni bók sinni að hann hafi óttast mjög að verða seldur frá félaginu í kjölfar þess að myndir náðust af honum og Peter Kenyon, yfirmanni knattspyrnumála hjá Chelsea, á veitingahúsi í fyrra. Ferdinand segist aldrei hafa séð Alex Ferguson jafn reiðan og í kjölfarið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina

Framherjinn Stan Collymore hefur hvergi nærri gefið upp alla von með að snúa aftur til keppni í ensku úrvalsdeildinni, þó hann hafi ekki spilað alvöru leik í mörg ár og sé orðinn 35 ára gamall. Collymore hefur getið sér gott orð sem leikari á síðustu misserum og fór síðast á kostum í stórmyndinni Basic Instinct 2 við hlið kynbombunnar Sharon Stone.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þáttur um spillingu í knattspyrnunni á BBC í kvöld

Nú ríkir nokkur titringur á Englandi vegna sjónvarpsþáttarins Panorama sem sýndur verður á BBC sjónvarpsstöðinni í kvöld, en þar verður til rannsóknar meint spilling umboðsmanna og knattspyrnustjóra í landinu. Sagt er að nokkur úrvalsdeildarfélög muni jafnvel fá á baukinn í þættinum, en frekari frétta af málinu er að vænta í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lehmann til rannsóknar hjá lögreglu

Jens Lehmann, markvörður Arsenal, er nú til rannsóknar hjá lögreglu í Manchester eftir að henni bárust athugasemdir um að markvörðurinn hefði sparkað vatnsbrúsa í átt að stuðningsmönnum United í stúkunni á leik liðanna á sunnudag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lerner tekinn við stjórnarformennsku hjá Aston Villa

Ameríski auðkýfingurinn Randy Lerner hefur nú tekið formlega við stjórnarformennsku hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Aston Villa, eftir að Doug Ellis steig af stóli í morgun. Ellis hefur verið í stjórn Villa síðan 1968 og hefur verið gerður að heiðursforseta, en nú tekur Lerner við stjórnartaumunum. Lerner er hársbreidd frá því að eignast 90% hlut í félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar

Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum

Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djur­gården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta.

Fótbolti
Fréttamynd

McClaren vill fá Scholes aftur í landsliðið

Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, segir að Steve McClaren landsliðsþjálfari hafi sett sig í samband við Paul Scholes hjá Manchester United með það fyrir augum að fá hann til að taka landsliðsskóna fram að nýju í kjölfar þess að Owen Hargreaves fótbrotnaði um helgina.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mótum fjölgar á næsta ári

Í dag var ákveðið að fjölga mótum á keppnistímabilinu í Formúlu 1 úr 17 í 18 og útlit er fyrir að San Marino-kappaksturinn á Imola muni halda áfram eftir allt. Þetta var ákveðið á fundi í París í dag, þar sem Alþjóða akstursíþróttasambandið og fulltrúar bílaframleiðenda og keppnisliðanna komu saman.

Formúla 1
Fréttamynd

Vonast enn eftir landsliðssæti

Varnarmaðurinn Sol Campbell hjá enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth segist enn ekki hafa gefið upp alla von með að spila fleiri leiki fyrir hönd enska landsliðsins, en þessi 32 ára gamli fyrrum fastamaður í liðinu hefur byrjað leiktíðina afar vel með Portsmouth.

Enski boltinn
Fréttamynd

Peterborough - Everton í beinni annað kvöld

Sýn verður með beinar útsendingar frá leikjum í enska deildarbikarnum annað kvöld og á miðvikudagskvöldið, en þá fer fram fjöldi leikja í keppninni. Annað kvöld verður viðureign Peterborough og Everton í beinni útsendingu og hefst útsending klukkan 18:35 og á sama tíma á miðvikudagskvöldið verður leikur Scunthorpe í beinni á sama tíma.

Enski boltinn
Fréttamynd

Einn besti dagur í lífi mínu

Jose Antonio Reyes, leikmaður Real Madrid á Spáni, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í gærkvöld þegar það lagði Real Sociedad 2-0 á heimavelli sínum. Reyes var að spila sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið og sagðist ekki hafa geta beðið um betri byrjun.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin á Fjölvarpinu

Eurosport hefur gert samning við Handknattleikssamband Evrópu um beinar útsendingar frá meistaradeildinni í handbolta og verða leikir þýsku liðanna allir í beinni útsendingu næstu þrjú árin. Þetta þýðir að þeim sem hafa aðgang að fjölvarpinu á Digital Ísland geta séð Íslensku leikmennina fara á kostum með liðum sínum í vetur.

Handbolti
Fréttamynd

Útilokar að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni

David Beckham segir ekki koma til greina fyrir sig að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni af þeirri einföldu ástæðu að hann geti ekki hugsað sér að spila gegn Manchester United. "Ég er stuðningsmaður Manchester United og elska félagið, svo ég gæti aldrei farið í búning annars liðs og spilað á móti þeim," sagði fyrrum landsliðsfyrirliðinn sem vonast enn til að vinna titil með spænska liðinu Real Madrid áður en hann leggur skóna á hilluna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Leroy Lita sleppur

Framherjinn Leroy Lita hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Reading, verður ekki sóttur til saka fyrir að skalla mann á næturklúbbi á dögunum eftir að lögreglan í Bristol ákvað að hætta við að höfða mál gegn honum í ljósi þess að maðurinn sem kærði hann dró vitnisburð sinn til baka.

Enski boltinn
Fréttamynd

Schumacher launahæstur þrátt fyrir að vera hættur

Umboðsmaður þýska ökuþórsins Michael Schumacher fullyrðir í samtali við þýska blaðið Bild, að Schumacher muni hala inn meiri tekjur en helstu keppinautar hans Kimi Raikkönen og Fernando Alonso á næsta ári - þó hann setjist aldrei upp í bíl.

Formúla 1
Fréttamynd

Hnémeiðslin munu ekki ógna ferli Owen

Bandaríski sérfræðingurinn Richard Steadman hefur lofað enska landsliðsframherjanum Michael Owen að hnémeiðsli hans muni ekki ógna ferli hans sem knattspyrnumanns. Owen fór í aðgerð hjá Bandaríkjamanninum á dögunum og er sagður á ágætum batavegi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boro semur um kaupverð á Woodgate

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segir að félagið hafi þegar komist að samkomulagi við spænska félagið Real Madrid á miðverðinum Jonathan Woodgate, sem gekk í raðir enska liðsins sem lánsmaður á dögunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Shay Given fór í aðgerð

Írski landsliðsmarkvörðurinn Shay Given gekkst undir aðgerð á kvið á sjúkrahúsi í London í nótt eftir að hafa lent í slæmu samstuði í leik með liði sínu Newcastle gegn West Ham í gær. Given verður frá keppni í einhvern tíma í kjölfarið, en enn hefur ekki verið gefið upp hve lengi hann verður frá.

Enski boltinn