Innlendar Spilar þrjá leiki fyrir Malmö Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð. Sport 9.2.2006 09:59 Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36 Haukasigur í Árbænum Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka. Sport 8.2.2006 21:03 Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28 Heil umferð í kvöld Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Sport 8.2.2006 16:10 Grótta lagði Fram Kvennalið Gróttu lagði Fram á heimavelli sínum í kvöld 34-29 í DHL-deild kvenna í handbolta. Það var öðrum fremur Íris Björk Símonardóttir í marki Gróttu sem lagði grunninn að sigri liðsins með því að verja 31 skot í leiknum. Markahæst í liði Gróttu var Ivana Veljkovic með 10 mörk, en hjá Fram var það Annette Köbli sem skoraði mest, 12 mörk. Sport 7.2.2006 20:58 Fimm leikir í kvöld Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar keppni hefst á ný eftir langt vetrarfrí. HK tekur á móti Haukum í Digranesi, FH og Víkingur mætast í Kaplakrika, KA/Þór mætir Val fyrir norðan, Grótta tekur á móti Fram á Seltjarnarnesi og þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni í Eyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 7.2.2006 18:17 Keflavík og Grindavík í úrslit Keflavík og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en þau unnu leiki sína í undanúrslitunum í kvöld. Keflavík sló út bikarmeistara Njarðvíkur í kvöld 89-85. Þá vann Grindavík tíu stiga sigur á Skallagrími, 97-87 í kvöld þar sem Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 37 stig. Sport 5.2.2006 21:24 ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22 ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27 Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01 Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16 Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. Sport 5.2.2006 13:52 Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. Sport 5.2.2006 13:54 Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05 Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47 750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. Sport 4.2.2006 15:30 Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Sport 4.2.2006 13:53 Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. Sport 3.2.2006 17:23 27 milljóna hagnaður hjá KSÍ Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna. Sport 3.2.2006 16:23 Þorvaldur Makan í Val Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. Sport 3.2.2006 15:32 Haukar áfram á toppnum Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71. Sport 1.2.2006 22:18 Snæfell burstaði Hött Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig. Sport 30.1.2006 21:08 Naumur sigur Keflvíkinga á KR Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun. Sport 29.1.2006 21:33 Stórleikur í vesturbænum Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar. Sport 29.1.2006 18:40 Fjögur Íslandsmet féllu Íslandsmótið í bekkpressu var haldið í Laugardalshöllinni í dag og féllu alls fjögur Íslandsmet á mótinu þar sem mikil og góð stemming myndaðist eins og alltaf þegar þessi keppni fer fram. Það var Jakob Baldursson sem varð stigahæsti maður mótsins þegar hann lyfti 260 kílóum í 110 kg flokki, sem er nýtt Íslandsmet. Sport 28.1.2006 19:51 Íslandsmótið í bekkpressu á morgun Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast átökin klukkan 14. Góð þáttaka verður í mótinu og er fastlega búist við að Íslandsmet muni falla, ekki síst í léttari flokkunum. Sport 27.1.2006 14:08 Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 21:18 Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 19:07 Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. Sport 26.1.2006 15:05 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 75 ›
Spilar þrjá leiki fyrir Malmö Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð. Sport 9.2.2006 09:59
Haukastúlkur deildarmeistarar Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum. Sport 8.2.2006 22:36
Haukasigur í Árbænum Haukar lögðu Fylki í Árbænum í kvöld í fyrstu umferðinni í DHL deild karla í handbolta eftir hlé sem gert var á deildarkeppninni vegna EM í Sviss. Guðmundur Pedersen var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Kári Kristjánsson skoraði 7, en hjá Fylki var Anar Agnarsson markahæstur með 8 mörk. Birkir Ívar Guðmundsson varði 18 skot í marki Hauka. Sport 8.2.2006 21:03
Haukar geta orðið deildarmeistarar Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum. Sport 8.2.2006 18:28
Heil umferð í kvöld Keppni í DHL-deild karla í handbolta hefst aftur í kvöld eftir hlé vegna EM í Sviss með helli umferð eða sjö leikjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15 Sport 8.2.2006 16:10
Grótta lagði Fram Kvennalið Gróttu lagði Fram á heimavelli sínum í kvöld 34-29 í DHL-deild kvenna í handbolta. Það var öðrum fremur Íris Björk Símonardóttir í marki Gróttu sem lagði grunninn að sigri liðsins með því að verja 31 skot í leiknum. Markahæst í liði Gróttu var Ivana Veljkovic með 10 mörk, en hjá Fram var það Annette Köbli sem skoraði mest, 12 mörk. Sport 7.2.2006 20:58
Fimm leikir í kvöld Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld þegar keppni hefst á ný eftir langt vetrarfrí. HK tekur á móti Haukum í Digranesi, FH og Víkingur mætast í Kaplakrika, KA/Þór mætir Val fyrir norðan, Grótta tekur á móti Fram á Seltjarnarnesi og þá tekur ÍBV á móti Stjörnunni í Eyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 7.2.2006 18:17
Keflavík og Grindavík í úrslit Keflavík og Grindavík leika til úrslita í bikarkeppni karla í körfubolta en þau unnu leiki sína í undanúrslitunum í kvöld. Keflavík sló út bikarmeistara Njarðvíkur í kvöld 89-85. Þá vann Grindavík tíu stiga sigur á Skallagrími, 97-87 í kvöld þar sem Jeremiah Johnson var stigahæstur Grindvíkinga með 37 stig. Sport 5.2.2006 21:24
ÍS og Grindavík leika til úrslita Grindavík og ÍS tryggðu sér í dag réttinn til að leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta þegar liðin unnu sína leiki í undanúrslitum. Grindavík lagði Keflavík í Keflavík, 62-68 þar sem Jerica Watson gerði sér lítið fyrir og skoraði 40 stig. Þá unnu Stúdínur örggan sigur á Beiðabliki, 91-70 í Kennaraháskólanum. Liðin mætast í úrslitaleiknum laugardaginn 18. febrúar. Sport 5.2.2006 19:22
ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27
Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01
Undanúrslitin í kvöld Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar verða háðir í kvöld. Þá keppa Grindavík og Skallagrímur í Grindavík, og Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Í kvennaflokki keppa Keflavík og Grindavík klukkan 17 og á sama tíma ÍS og Breiðablik. Sport 5.2.2006 14:16
Yfir 150 keppendur í kata Meistaramót barna í kata stendur nú yfir í Fylkishöllinni í Árbæ. Rúmlega 150 keppendur eru skráðir til keppni en þeir eru á aldrinum 6-12 ára. Keppt verður í kata og hópkata en gert var ráð fyrir að verðlaunaafhending færi fram um klukkan hálf þrjú í dag. Sport 5.2.2006 13:52
Dansað í Höllinni í dag Íslandsmótið í suðuramerískum og samkvæmisdönsum fer fram í Laugardalshöll um helgina. Keppni hófst í morgun klukkan 11 og lýkur um klukkan 16. Þá hefst síðan Íslandsmótið í gömlum dönsum en áætlað er að keppni ljúki um klukkan 18. Sport 5.2.2006 13:54
Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05
Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47
750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. Sport 4.2.2006 15:30
Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Sport 4.2.2006 13:53
Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. Sport 3.2.2006 17:23
27 milljóna hagnaður hjá KSÍ Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna. Sport 3.2.2006 16:23
Þorvaldur Makan í Val Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag. Sport 3.2.2006 15:32
Haukar áfram á toppnum Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71. Sport 1.2.2006 22:18
Snæfell burstaði Hött Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig. Sport 30.1.2006 21:08
Naumur sigur Keflvíkinga á KR Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun. Sport 29.1.2006 21:33
Stórleikur í vesturbænum Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar. Sport 29.1.2006 18:40
Fjögur Íslandsmet féllu Íslandsmótið í bekkpressu var haldið í Laugardalshöllinni í dag og féllu alls fjögur Íslandsmet á mótinu þar sem mikil og góð stemming myndaðist eins og alltaf þegar þessi keppni fer fram. Það var Jakob Baldursson sem varð stigahæsti maður mótsins þegar hann lyfti 260 kílóum í 110 kg flokki, sem er nýtt Íslandsmet. Sport 28.1.2006 19:51
Íslandsmótið í bekkpressu á morgun Íslandsmótið í bekkpressu verður haldið í Laugardalshöllinni á morgun og hefjast átökin klukkan 14. Góð þáttaka verður í mótinu og er fastlega búist við að Íslandsmet muni falla, ekki síst í léttari flokkunum. Sport 27.1.2006 14:08
Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 21:18
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. Sport 26.1.2006 19:07
Grannarnir mætast í undanúrslitunum Í dag var dregið í undanúrslitin í bikarkeppni KKÍ í körfubolta karla og kvenna. Í karlaflokki verða það Keflavík og Njarðvík sem mætast og svo Grindavík og Skallagrímur. Í kvennaflokki mæta Keflavíkurstúlkur grönnum sínum úr Grindavík og ÍS mætir Breiðablik. Sport 26.1.2006 15:05
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent