Innlendar

Fréttamynd

Valur búinn að kaupa Helga Sigurðsson

Lausn fékkst í deilu Helga Sigurðssonar og Fram í gær þegar Valur keypti Helga af Safamýrarliðinu. Kaupverðið er talið vera á milli 4-5 milljónir króna. Samkvæmt heimasíðu Fram tókst samkomulag á milli liðanna í vikunni og Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags meistaraflokks Fram, virðist því hafa verið að segja ósatt í samtali við Fréttablaðið á miðvikudagskvöld þegar hann sagði ekkert tilboð vera komið frá Val.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum

Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Kraftakeppnin hefst á mánudaginn

Keppnin um sterkasta mann heims hjá aflraunasambandinu IFSA hefst með látum í álverinu í Straumsvík á mánudaginn en þar er um að ræða forkeppni. Þaðan komast svo 12 keppendur áfram í úrslit sem fara fram í Reiðhöllinni í Víðidal á föstudag og laugardag eftir viku.

Sport
Fréttamynd

B&L og GR semja um BMW mótaröðina

Bílaumboðið B&L og GR gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að GR sjái um framkvæmd alþjóðlegu mótaraðarinnar BMW Golf Cup International hér á landi. Samningurinn er til þriggja ára og er jafnframt sá fyrsti sem samningsaðilar gera með sér.

Golf
Fréttamynd

Fram í 8-liða úrslitin

Framarar tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum SS bikarsins í handbolta þegar þeir lögðu Fylki 34-31 á heimavelli sínum, eftir að gestirnir höfðu verið með tveggja marka forystu í hálfleik 16-14. Þá vann Akureyri öruggan sigur á ÍR 2 með 33 mörkum gegn 26.

Handbolti
Fréttamynd

Naumt tap hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í riðlakeppni Áskorendakeppni Evrópu í körfuknattleik þegar liðið lá fyrir úkraínska liðinu Cherkaski 98-96 í Keflavík. Gestirnir höfðu tögl og haldir framan af leik, en með góðum endaspretti voru Njarðvíkingar nálægt því að stela sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Auðveldur sigur Hauka á Stúdínum

Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍS í leik kvöldsins í kvennakörfunni og höfðu sigur 77-51 á heimavelli sínum á Ásvöllum. ÍS hélt þó í við Íslandsmeistarana framan af og hafði yfir 28-27 í hálfleik, en Haukar unnu þriðja leikhlutann með 20 stiga mun og eftirleikurinn liðinu auðveldur.

Körfubolti
Fréttamynd

Fram mætir Fylki í SS bikarnum í kvöld

Tveir leikir fara fram í SS bikar karla í handbolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Fram og Fylkis sem hefst klukkan 19:15 í Framhúsinu, en þá mætast ÍR 2 á og Akureyri nú klukkan 18:30. 16-liða úrslitunum lýkur svo annað kvöld þegar ÍBV tekur á móti Hetti.

Handbolti
Fréttamynd

Njarðvík mætir Charkasky í kvöld

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik mæta í kvöld úkraínska liðinu Cherkasky Mavby í Áskorendakeppni Evrópu, en leikið verður í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Þetta er annar leikur Njarðvíkinga í riðli sínum, en liðið lá fyrir sterku liði Samara frá Rússlandi í fyrsta leik sínum á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Valur kaupir Helga Sigurðsson frá Fram

Knattspyrnudeild Vals hefur gengið frá kaupum á framherjanum Helga Sigurðssyni sem lék með Fram í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Heimildir NFS herma að kaupverðið hafi verið allt að 5 milljónir króna, en það hefur ekki fengist staðfest af forráðamönnum félaganna tveggja.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birgir Leifur á Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson náði í dag langþráðum áfanga þegar hann varð fyrsti íslendingurinn í karlaflokki til að vinna sér sæti á Evrópumótaröð atvinnukylfinga á næsta ári. Birgir lauk keppni á þremur höggum undir pari á sjötta og síðasta hringnum á lokaúrtökumótinu á Spáni og verður því örugglega á meðal 30 efstu manna, sem tryggði sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári.

Golf
Fréttamynd

Haukar lögðu Val

Haukar lögðu Valsmenn í stórleik kvöldsins í SS-bikar karla í handbolta 27-24 eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik. Valsmenn eru því úr leik í bikarkeppninni en Haukar eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan lagði Hauka á Ásvöllum

Stjarnan lagði Hauka 28-26 í leik liðanna í DHL deild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Rakel Bragadóttir var markahæst hjá Stjörnunni með 8 mörk, þar af 4 úr vítum og þær Anna Blöndal og Jóna Ragnarsdóttir skoruðu 5 hvor. Ramune Pekerskyte skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Sandra Stojkovic skoraði 7 mörk. Stjarnan er sem fyrr í 3. sæti deildarinnar en Haukar í 4. sætinu, en Stjarnan á 2 leiki til góða.

Handbolti
Fréttamynd

Þróttarar mættu ekki í lyfjapróf

Þrír leikmenn handknattleiksliðs Þróttar í Vogum skrópuðu í lyfjapróf eftir bikarleik gegn Stjörnunni í gær og eiga tveggja ára keppnisbann yfir höfði sér. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á Stöð 2 í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan yfir gegn Haukum

Stjörnustúlkur hafa yfir 15-12 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn Haukum á Ásvöllum í DHL deild kvenna. Rakel Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Anna Blöndal hafa skorað 3 mörk hver fyrir Stjörnuna en Sandra Stojkovic hefur skorað 4 mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte 3 mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Birgir Leifur náði sér ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG náði sér ekki á strik á 5. hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Birgir lék hringinn á 3 höggum yfir pari í dag og er því samtals á 2 yfir pari á mótinu. Hann er því í 45.-63. sæti á mótinu, en 30 efstu kylfingarnir tryggja sig á Evrópumótaröðina eftir 6. hringinn.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur áfram

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk fjórða hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir evrópsku mótaröðina á einu höggi undir pari og er því í á meðal 30 efstu kylfinga á mótinu sem fram fer á Spáni. Tveir hringir eru óleiknir á mótinu og þar komast 30 af 70 efstu kylfingunum á Evrópumótaröðina á næsta tímabili og horfurnar því þokkalegar hjá Birgi.

Golf
Fréttamynd

Grindavík lagði ÍS í framlengdum leik

Grindavíkurstúlkur lögðu Stúdínur 64-62 í rafmögnuðum spennuleik í Kennaraháskólanum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikur var gríðarlega sveiflukenndur, en ÍS skoraði síðustu 5 stigin í fjórða leikhlutanum og tryggði sér framlengingu.

Körfubolti
Fréttamynd

Leik Hamars og Snæfells frestað

Leik Hamars/Selfoss og Snæfells sem fara átti fram á Selfossi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs. Leikurinn fer þess í stað fram í Hveragerði annað kvöld klukkan 19:15. Einn leikur er á dagskrá hjá konunum í kvöld, þegar Stúdínur taka á móti Grindavík í íþróttahúsi Kennaraháskólans klukkan 19:15.

Körfubolti
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari á Spáni

Birgr Leifur Hafþórsson úr GKG náði sér ekki á strik á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina í dag þegar hann lauk keppni á þremur höggum yfir pari og er því samanlagt á pari vallar. Hann er sem stendur í kring um 30. sætið á mótinu og á góða möguleika á því að komast í gegn um frekari niðurskurð.

Golf
Fréttamynd

Haukar úr leik

Karlalið Hauka er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir 29-19 tap fyrir Paris Handball á heimavelli sínum í kvöld. Haukar töpuðu fyrri leiknum með 10 marka mun og sáu því vart til sólar í einvíginu. Fyrr í dag féllu Fylkismenn úr Áskorendakeppni Evrópu eftir naumt tap gegn St. Otmar frá Sviss.

Handbolti
Fréttamynd

Grindavík og KR á toppnum

Grindvíkingar og KR-ingar sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins, en Snæfell og Njarðvík eiga leik til góða og geta komist upp að hlið þeirra með sigri í næsta leik. KR ingar unnu auðveldan sigur á ÍR í Seljaskóla 81-66 og Grindavík lagði Tindastól á Sauðárkróki 101-82. Þá vann Þór í Þorlákshöfn góðan sigur á Fjölni 97-95.

Körfubolti
Fréttamynd

Akureyri skellti Stjörnunni

Akureyri vann nokkuð sigur á Stjörnunni í Ásgarði í leik kvöldsins í DHL deild karla í handknattleik 23-22, eftir að heimamenn höfðu 5 marka forskot í hálfleik. Akureyri skaust með sigrinum í 3. sæti deildarinnar og hefur hlotið 7 stig í 5 leikjum, en Stjarnan er í 5. sæti með 4 stig.

Handbolti
Fréttamynd

Fylkir úr leik

Fylkir er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir annað naumt 30-29 tap fyrir svissneska liðinu St. Otmar ytra, en fyrri leik liðanna lauk með sama markamun í gær og því er íslenska liðið úr leik.

Handbolti
Fréttamynd

Skallagrímur lagði Hauka

Skallagrímsmenn lögðu Hauka 98-79 á Ásvöllum í Hafnarfirði í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Darrell Flake átti stórleik fyrir Skallana, skoraði 27 stig og hirti 18 fráköst og Jovan Zdravevski skoraði 23 stig. Roni Leimu skoraði 27 stig fyrir Hauka, Kevin Smith 17 og Kristinn Jónasson skoraði 15 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Skallagríms í röð í deildinni eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar lögðu Keflavík

Íslandsmeistarar Hauka lögðu Keflvíkinga í stórleik dagsins í kvennakörfunni 90-81. Haukaliðið hafði 8 stiga forystu eftir fyrsta leikhluta og hélt forystu sinni jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Haukar hafa unnið fimm fyrstu leiki sína í deildinni, en þetta var fyrsta tap Keflvíkinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Birgir Leifur í 11. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í mjög góðri stöðu eftir annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer á Spáni. Birgir lék á pari í dag og er því enn á þremur höggum undir pari sem skilar honum 11. sæti. Eftir frábæra byrjun í dag fataðist honum reyndar flugið og fékk hann tvo skolla á 16. og 17. braut.

Golf
Fréttamynd

Valsmenn aftur á toppinn

Einn leikur fór fram í DHL deild karla í handbolta í dag. Valsmenn skelltu sér aftur á topp deildarinnar með 31-25 sigri á ÍR. Markús Máni Michaelsson var markahæstur hjá Val með 7 mörk en Davíð Georgsson skoraði 8 fyrir botnlið ÍR.

Handbolti
Fréttamynd

Valsstúlkur á toppnum

Kvennalið Vals hefur náð þriggja stiga forystu á toppi DHL deildarinnar eftir öruggan 28-20 sigur á Fram í Laugardalshöllinni í dag. Haukar lögðu Akureyri á útivelli 27-21. Valur hefur þriggja stiga forskot á Gróttu á toppi deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Auðunn Jónsson heimsmeistari

Kópavogströllið Auðunn Jónsson varð í dag heimsmeistari í kraftlyftingum í 125 kg flokki þegar hann lyfti samanlagt 1040 kg á heimsmeistaramótinu í Stavangri í Noregi. Auðunn lyfti 20 kg meira en næsti maður í samanlögðu og tók hann 395 kg á hnébeygju, 280 á bekknum og 365 kg í réttstöðulyftu.

Sport