Innlendar Benedikt sterkasti maður Íslands hjá IFSA Kraftajötuninn Benedikt Magnússon vann í dag sigur í keppninni um sterkasta mann Íslands hjá IFSA-sambandinu annað árið í röð, en keppt var í Smáralindinni. Benedikt hlaut 41 stig í efsta sæti, annar varð Georg Ögmundsson með 38 stig og nýliðinn Pétur Bruno Thorsteinsson varð þriðji með 31 stig. Sport 26.5.2007 19:00 Þriðji sigur Róberts í röð Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í skvassi. Íslandsmótið fór fram um helgina í húsakynnum Veggsports við Stórhöfða. Rósa Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki. Sport 28.4.2007 19:09 Björgvin og Dagný sigursæl Skíðamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag en mótið hefur staðið yfir síðan á fimmtudag. Fátt var um óvænt úrslit í alpagreinunum. Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson varð Íslandsmeistari í stórsvigi karla og hann hampaði einnig Íslandsmeistaratitli í svigkeppninni. Sport 15.4.2007 15:32 Þórshamar stigameistari í Kata Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í gær. Nýr Íslandsmeistari var krýndur í kvennaflokki. Rúmlega 40 keppendur frá 16 ára aldri voru skráðir á mótið. Kata er röð fyrirfram ákveðinna hreyfinga sem iðkandinn þarf að framkvæma í réttri röð, á réttum hraða og með réttum áherslum. Sport 15.4.2007 15:16 Hátt í 70 manns til þátttöku á Norðurlandamót Fjölmennur hópur fimleikafólks lagði af stað í morgun á Norðurlandamót í áhaldafimleikum og hópfimleikum sem fram fer um helgina í Danmörku og Svíþjóð. Sport 13.4.2007 14:05 Magnús Ver fór á kostum í bjórauglýsingu (myndband) Magnús Ver Magnússon, fyrrum fjórfaldur sterkasti maður heims, sýndi lipra takta þegar hann lék í auglýsingu fyrir ameríska bjórinn Coors. Myndband af auglýsingunni er nú að finna á netinu og hægt er að horfa á það með því að smella á hlekk hér í fréttinni. Sport 11.4.2007 16:22 Feitur fimmtudagur á Sýn Íþróttaáhugamenn fá svo sannarlega nóg fyrir sinn snúð á rásum Sýnar næstu daga. Í kvöld og annað kvöld verður það Meistaradeild Evrópu sem ber hæst, en á fimmtudaginn verður líka mikið fjör á stöðinni. Þar verður boðið upp á leik í Evrópukeppni félagsliða, úrslitakeppnina í Iceland Express deildinni og svo Masters mótið í golfi. Sport 3.4.2007 19:59 Evrópublak lesbía á Íslandi í fyrsta sinn Um páskahelgina verður Evrópublakmót lesbía haldið á Íslandi í fyrsta sinn. Mótið fer fram í íþróttahöll Fylkis dagana 7.-8. apríl og þar munu etja kappi um 100 konur frá löndum eins og Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Íslandi. Það er blaklið KMK sem stendur fyrir mótinu sem er nú haldið í 19. sinn. Sport 3.4.2007 13:07 Ragnheiður í 34. sæti Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR varð í nótt í 34. sæti í 50 metra skriðsundi á HM í Melbourne í nótt. Ragnheiður kom í mark á tímanum 26,67 sekúndum og var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu en náði ekki í undanúrslitin. Sport 31.3.2007 12:36 Örn í 49. sæti Sundkappinn Örn Arnarson hafnaði í 49. sæti af 169 keppendum í undanrásum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Melbourne í Ástralíu í nótt. Örn synti á 50.60 sek. og var aðeins 13/100 úr sek. frá eigin Íslandsmeti. Þrjú heimsmet féllu á mótinu í morgun. Sport 28.3.2007 14:52 Ríkisstjórnin stofnar ferðasjóð Ríkisstjórn Íslands hefur komið á fót ferðasjóði íþróttafélaga í landinu. Ferðakostnaður er eitt helsta áhyggjumál íþróttafélaga og hefur komið harðlega niður á rekstri þeirra í gegnum árin. Sport 28.3.2007 14:50 Örn setti Íslandsmet en komst ekki í úrslit Sundmaðurinn Örn Arnarson náði ekki að komast í úrslit í 50 flugsundi í HM í Ástralíu, en hann lenti í 7. sæti í sínum milliriðli. Örn setti Íslandsmet í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 24,02 sekúndum en í milliriðlinum synti hann á 24,34 sekúndum. Sport 25.3.2007 11:53 Boris og félagar óvinsælir í Íran Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Sport 19.3.2007 20:00 Áhorfendabekkirnir á hafsbotni Íslandsmótið í áhaldafimleikum stendur nú sem hæst í Fimleikahúsi Ármanns í Laugardalnum. Mótið hefur gengið prýðilega en þó var aðstaða fyrir áhorfendur ekki jafn góð og til stóð, því áhorfendabekkir sem pantaðir voru sérstaklega fyrir mótið lentu í skipsháska. Sport 18.3.2007 16:22 Frábær frammistaða íslenska kvennalandsliðsins Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann glæstan sigur á heimamönnum í Portúgal í Algarve-bikarnum í dag, 5-1. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik fyrir íslenska landsliðið og skoraði þrennu. Fótbolti 12.3.2007 17:47 Rúnar Kristinsson í KR? Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn. Fótbolti 12.3.2007 17:02 Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55 Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. Handbolti 10.3.2007 17:29 Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. Handbolti 10.3.2007 16:42 Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. Handbolti 10.3.2007 15:01 Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. Sport 10.3.2007 14:36 Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. Handbolti 10.3.2007 13:57 Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. Sport 5.3.2007 23:23 Selfoss heldur Landsmótið árið 2012 Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti á 85. héraðsþingi HSK um helgina að Selfoss muni halda 27. landsmót UMFÍ sem fer fram árið 2012. 25. landsmótið fer fram í Kópavogi nú í sumar og 26. mótið er á Akureyri árið 2009. Sport 5.3.2007 23:23 Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59 Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. Fótbolti 26.2.2007 15:00 Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 25.2.2007 21:01 HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins. Handbolti 25.2.2007 17:35 Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun. Handbolti 24.2.2007 17:41 Níu leikmenn á skýrslu hjá kvennaliði ÍBV Toppliðin í DHL-deild kvenna í handbolta, Stjarnan og Valur, gerðu engin mistök í leikjum sínum í dag. Stjarnan vann yfirburða sigur á ÍBV, 40-19, og Valur vann tíu marka sigur á FH, 34-24. Aðeins níu leikmenn voru á leikskýrslu hjá ÍBV. Handbolti 24.2.2007 16:08 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 75 ›
Benedikt sterkasti maður Íslands hjá IFSA Kraftajötuninn Benedikt Magnússon vann í dag sigur í keppninni um sterkasta mann Íslands hjá IFSA-sambandinu annað árið í röð, en keppt var í Smáralindinni. Benedikt hlaut 41 stig í efsta sæti, annar varð Georg Ögmundsson með 38 stig og nýliðinn Pétur Bruno Thorsteinsson varð þriðji með 31 stig. Sport 26.5.2007 19:00
Þriðji sigur Róberts í röð Róbert Fannar Halldórsson og Rósa Jónsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í skvassi. Íslandsmótið fór fram um helgina í húsakynnum Veggsports við Stórhöfða. Rósa Jónsdóttir sigraði í kvennaflokki. Sport 28.4.2007 19:09
Björgvin og Dagný sigursæl Skíðamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag en mótið hefur staðið yfir síðan á fimmtudag. Fátt var um óvænt úrslit í alpagreinunum. Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson varð Íslandsmeistari í stórsvigi karla og hann hampaði einnig Íslandsmeistaratitli í svigkeppninni. Sport 15.4.2007 15:32
Þórshamar stigameistari í Kata Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í íþróttahúsi Hagaskóla í gær. Nýr Íslandsmeistari var krýndur í kvennaflokki. Rúmlega 40 keppendur frá 16 ára aldri voru skráðir á mótið. Kata er röð fyrirfram ákveðinna hreyfinga sem iðkandinn þarf að framkvæma í réttri röð, á réttum hraða og með réttum áherslum. Sport 15.4.2007 15:16
Hátt í 70 manns til þátttöku á Norðurlandamót Fjölmennur hópur fimleikafólks lagði af stað í morgun á Norðurlandamót í áhaldafimleikum og hópfimleikum sem fram fer um helgina í Danmörku og Svíþjóð. Sport 13.4.2007 14:05
Magnús Ver fór á kostum í bjórauglýsingu (myndband) Magnús Ver Magnússon, fyrrum fjórfaldur sterkasti maður heims, sýndi lipra takta þegar hann lék í auglýsingu fyrir ameríska bjórinn Coors. Myndband af auglýsingunni er nú að finna á netinu og hægt er að horfa á það með því að smella á hlekk hér í fréttinni. Sport 11.4.2007 16:22
Feitur fimmtudagur á Sýn Íþróttaáhugamenn fá svo sannarlega nóg fyrir sinn snúð á rásum Sýnar næstu daga. Í kvöld og annað kvöld verður það Meistaradeild Evrópu sem ber hæst, en á fimmtudaginn verður líka mikið fjör á stöðinni. Þar verður boðið upp á leik í Evrópukeppni félagsliða, úrslitakeppnina í Iceland Express deildinni og svo Masters mótið í golfi. Sport 3.4.2007 19:59
Evrópublak lesbía á Íslandi í fyrsta sinn Um páskahelgina verður Evrópublakmót lesbía haldið á Íslandi í fyrsta sinn. Mótið fer fram í íþróttahöll Fylkis dagana 7.-8. apríl og þar munu etja kappi um 100 konur frá löndum eins og Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Íslandi. Það er blaklið KMK sem stendur fyrir mótinu sem er nú haldið í 19. sinn. Sport 3.4.2007 13:07
Ragnheiður í 34. sæti Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR varð í nótt í 34. sæti í 50 metra skriðsundi á HM í Melbourne í nótt. Ragnheiður kom í mark á tímanum 26,67 sekúndum og var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu en náði ekki í undanúrslitin. Sport 31.3.2007 12:36
Örn í 49. sæti Sundkappinn Örn Arnarson hafnaði í 49. sæti af 169 keppendum í undanrásum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Melbourne í Ástralíu í nótt. Örn synti á 50.60 sek. og var aðeins 13/100 úr sek. frá eigin Íslandsmeti. Þrjú heimsmet féllu á mótinu í morgun. Sport 28.3.2007 14:52
Ríkisstjórnin stofnar ferðasjóð Ríkisstjórn Íslands hefur komið á fót ferðasjóði íþróttafélaga í landinu. Ferðakostnaður er eitt helsta áhyggjumál íþróttafélaga og hefur komið harðlega niður á rekstri þeirra í gegnum árin. Sport 28.3.2007 14:50
Örn setti Íslandsmet en komst ekki í úrslit Sundmaðurinn Örn Arnarson náði ekki að komast í úrslit í 50 flugsundi í HM í Ástralíu, en hann lenti í 7. sæti í sínum milliriðli. Örn setti Íslandsmet í undanrásunum í morgun þegar hann synti á 24,02 sekúndum en í milliriðlinum synti hann á 24,34 sekúndum. Sport 25.3.2007 11:53
Boris og félagar óvinsælir í Íran Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta. Sport 19.3.2007 20:00
Áhorfendabekkirnir á hafsbotni Íslandsmótið í áhaldafimleikum stendur nú sem hæst í Fimleikahúsi Ármanns í Laugardalnum. Mótið hefur gengið prýðilega en þó var aðstaða fyrir áhorfendur ekki jafn góð og til stóð, því áhorfendabekkir sem pantaðir voru sérstaklega fyrir mótið lentu í skipsháska. Sport 18.3.2007 16:22
Frábær frammistaða íslenska kvennalandsliðsins Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann glæstan sigur á heimamönnum í Portúgal í Algarve-bikarnum í dag, 5-1. Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik fyrir íslenska landsliðið og skoraði þrennu. Fótbolti 12.3.2007 17:47
Rúnar Kristinsson í KR? Rúnar Kristinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og núverandi atvinnumaður hjá Lokeren í Belgíu, er við það að ganga í raðir KR og mun leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri Íslands í dag, heldur þessu fram á bloggsíðu sinni og segir ekki langt að bíða þar til tilkynnt verður opinberlega um komu Rúnars í Vesturbæinn. Fótbolti 12.3.2007 17:02
Óeirðaseggir hugsanlega útilokaðir frá leikjum Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Íslands segir að óeirðaseggirnir sem stofnuðu til slagsmála á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Fram í gær, verði útilokaðir frá handboltaleikjum í framtíðinni. Handbolti 11.3.2007 19:55
Stjarnan bikarmeistari í karlaflokki Stjarnan varði bikarmeistaratitil sinn í handbolta karla í dag með því að sigra Íslandsmeistara Fram með afar sannfærandi hætti í Laugardalshöllinni, 27-17. Frábær varnarleikur og mögnuð frammistaða Roland Vals Eradze í markinu lagði grunninn að stórsigri Stjörnunnar, en landsliðsmarkvörðurinn varði 27 skot. Handbolti 10.3.2007 17:29
Eradze fer á kostum í Höllinni Stjarnan er með örugga forystu, 16-9, í hálfleik gegn Fram í bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Ljóst er að það bíður Frömurum verðugt verkefni í síðari hálfleik að vinna upp muninn en Roland Valur Eradze í marki Stjörnunnar hefur reynst leikmönnum liðsins erfiður ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Eradze hefur varið alls 14 skot. Handbolti 10.3.2007 16:42
Haukastúlkur bikarmeistarar í fjórða sinn Haukastúlkur tryggðu sér sigur í SS-bikarkeppni kvenna í dag með því að bera sigurorð af Gróttu í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 25-22. Sigur Hauka var sanngjarn en liðið hafði yfirhöndina allan leikinn, ef fyrstu 10 mínúturnar eru undanskildar. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Haukastúlkur verða bikarmeistarar. Handbolti 10.3.2007 15:01
Þorey Edda kominn í gang á ný Stangarstökkvarinn Þórey Edda Elíasdóttir stökk 4,25 metra á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Þýskalandi í gærkvöldi. Þórey Edda segist á bloggsíðu vera mjög sátt með árangur sinn á mótinu og að axlarmeiðslin hafi ekki háð henni að viti. Það gerðu hins vegar eymslu í hásinum, sem urðu á endanum til þess að Þórey Edda hætti keppni. Sport 10.3.2007 14:36
Haukar í góðri stöðu í hálfleik Haukastúlkur hafa forystu gegn Gróttu, 12-10, þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik liðanna í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta byrjaði mun betur í leiknum og náði meðal annars 3-0 foyrustu, en eftir því sem liðið hefur á hálfleikinn hafa Haukar smám saman náð yfirhöndinni. Handbolti 10.3.2007 13:57
Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. Sport 5.3.2007 23:23
Selfoss heldur Landsmótið árið 2012 Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, tilkynnti á 85. héraðsþingi HSK um helgina að Selfoss muni halda 27. landsmót UMFÍ sem fer fram árið 2012. 25. landsmótið fer fram í Kópavogi nú í sumar og 26. mótið er á Akureyri árið 2009. Sport 5.3.2007 23:23
Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26.2.2007 20:59
Sigurður valdi 20 stúlkur Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 20 stúlkur til að taka þátt í Algarve-mótinu í knattspyrnu sem hefst í Portgúal þann 5. mars nk. Átta leikmenn Vals eru í hópi Sigurðar. Fótbolti 26.2.2007 15:00
Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 25.2.2007 21:01
HK upp að hlið Valsmanna í DHL-deildinni HK komst upp að hlið Valsmanna á toppi DHL-deildar karla þegar liðið bar sigurorð af Akureyri í Digranesi í dag, 31-23. Framarar unnu öruggan sigur á ÍR, 43-34, og Stjarnan sigraði Fylki í Garðabænum, 27-24, í öðrum leikjum dagsins. Handbolti 25.2.2007 17:35
Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun. Handbolti 24.2.2007 17:41
Níu leikmenn á skýrslu hjá kvennaliði ÍBV Toppliðin í DHL-deild kvenna í handbolta, Stjarnan og Valur, gerðu engin mistök í leikjum sínum í dag. Stjarnan vann yfirburða sigur á ÍBV, 40-19, og Valur vann tíu marka sigur á FH, 34-24. Aðeins níu leikmenn voru á leikskýrslu hjá ÍBV. Handbolti 24.2.2007 16:08
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent