Íþróttir

Fréttamynd

Cassano eða Eiður Smári?

Enska slúðurblaðið News Of The World greinir frá því að Newcastle ætli sér að bjóða 11 milljónir punda í ítalska framherjann Antonio Cassano hjá Real Madrid þegar leikmannaglugginn opnar að nýju í janúar. Um helgina var Eiður Smári Guðjohnsen orðaður við Newcastle í nokkrum ensku blaðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Lakers

LA Lakers tapaði sínum fyrsta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið beið lægri hlut gegn Seattle. Ófarir meistaranna í Miami halda áfram og í nótt tapaði liðið gegn Philadelphia.

Körfubolti
Fréttamynd

Í viðræðum við Dynamo Kiev

Sænski skrautfuglinn Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, hefur átt í viðræðum við forráðamenn Dynamo Kiev í Úkraínu um að taka við þjálfun liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sex lið eiga fulltrúa

Vefmiðillinn Soccernet birtir ávallt á mánudögum lið vikunnar í enska boltanum. Að þessu sinni eiga aðeins sex félög í deildinni fulltrúa í liði vikunnar og ekkert þeirra fleiri en tvo leikmenn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rændur og barinn af þjófum í Róm

Dino Zoff, fyrrum fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu þegar hann var á göngu með konu sinni í Róm á laugardagskvöldið. Óprúttnir náungar höfðu af þeim öll þeirra verðmæti og gáfu Zoff um leið vænt glóðurauga.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólátabelgjum verður refsað

Enska knattspyrnusambandið hefur hrint af stað rannsókn til að komast að því hverjir köstuðu smápeningum úr stúkunni í tveimur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Á laugardag varð Claus Jensen, leikmaður Fulham, fyrir smápeningi og í gær fékk Robin van Persie hjá Arsenal aðskotahlut í höfuðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vill ekki skrifa strax undir nýjan samning

David Beckham, fyrrum landsliðsmaður Englendinga og leikmaður Real Madrid á Spáni, vill ekki skrifa undir nýjan samning við félagið fyrr en hann hefur náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Elfsborg vann

Elfsborg tryggði sér meistaratitilinn í sænska fótboltanum í fimmta sinn í sögunni með því að sigra Djurgarden, meistarana frá því í fyrra, í lokaumferðinni sem fram fór í gær, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Snæfell skellti Íslandsmeisturunum

Njarðvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu þegar þeir heimsóttu Snæfell í kvöld. Heimamenn unnu fyllilega verðskuldaðan 88-70 sigur og komust þar með upp fyrir Njarðvík í efsta sæti deildarinnar. Keflavík er komið upp í þriðja sæti eftir stóran sigur á ÍR í kvöld, 95-72.

Körfubolti
Fréttamynd

Við áttum skilið að vinna

Robbie Keane, framherji Tottenham, segir að liðið hafi einfaldlega átt sigurinn skilinn gegn Chelsea í dag. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er ekki á sama máli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Real Madrid tapaði á heimavelli

Stjörnum prýtt lið Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli fyrir Celta Vigo, 1-2, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sevilla er á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham lagði Chelsea

Tottenham gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistara Chelsea af velli í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur urðu 2-1 en það var Aaron Lennon sem skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu marki.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sér eftir rifrildinu

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, hefur beðið Arsene Wenger, kollega sinn hjá Arsenal, afsökunar á framkomu sinni í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Stjórunum tveimur lenti saman í lok leiksins og hnakkrifust þeir þar til það þurfti að skilja þá í sundur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Valur vann í Laugardalshöllinni

Valsmenn unnu öruggan og sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Fram í DHL-deild karla, 30-25, en leiknum Í Laugardalshöllinni var að ljúka rétt í þessu. Valur endurheimti þar með efsta sæti deildarinnar en Framarar sitja áfram í næst neðsta sæti deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Tap í síðasta leik

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta beið lægri hlut fyrir Tékkum, 25-23, í lokaleik sínum á æfingamóti sem staðið hefur yfir í Rotterdam síðustu daga. Íslenska liðið spilaði fimm leiki á mótinu, vann tvo þeirra en tapaði þremur.

Handbolti
Fréttamynd

Vilja Shepherd burtu

Þúsundir stuðningsmanna Newcastle söfnuðust fyrir framan aðalinngang St. James Park, heimvöll félagsins, eftir tapið gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í gær og kröfðust þess að Freddie Shepherd segði af sér stjórnarformennsku hjá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Reyes gæti komið til baka

Arsene Wenger hjá Arsenal segist ekki útiloka þann möguleika að Jose Antonio Reyes snúi aftur til félagsins eftir þessa leiktíð. Reyes er í láni hjá Real Madrid og hefur sagt að hann vilji alls ekki fara aftur til Englands. Wenger segir að það sé ekki alfarið undir honum sjálfum komið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Harewood hetja West Ham

Sóknarmaðurinn Marlon Harewood reyndist hetja West Ham í nágrannaslagnum gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Harewood skoraði eina mark leiksins, mínútu fyrir leikslok.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arenas fór á kostum

Gilbert Arenas hjá Washington var maður næturinnar í NBA-körfuboltanum en hann skoraði 44 stig í sigurleik liðs síns gegn Boston, 124-117. Þá fóru leikmenn Houston á kostum gegn Dallas á heimavelli sínum og unnu 107-76 sigur. Yao Ming skoraði 36 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Það á að fangelsa svona aumingja

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, er öskuvondur út í þann sem henti smápeningi úr stúkunni í viðureign Fulham og Everton í gær sem hafnaði á höfði Claus Jensen, markaskorara Fulham í leiknum. Coleman segir viðkomandi vera heigul sem eigi heima í fangelsi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona náði aðeins jafntefli

Ríkjandi Spánarmeistarar Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Deportivo í stórleik gærkvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur urðu 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Haukar áttu ekki möguleika

Karlalið Hauka í handbolta tapaði stór fyrir Paris Handball í gær, 34-24, en þetta var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð EHF-keppninnar. Ljóst er að Haukum bíður þungur róður í síðari leiknum sem fram fer í Hafnarfirði um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Zlatan gefur kost á sér á nýjan leik

Zlatan Ibrahimovich hefur náð sáttum við Lars Lagerback, þjálfara sænska landsliðsins í fótbolta, og aðra forkólfa sænska knattspyrnusambandsins, og mun hann snúa aftur í sænska liðið í næsta leik þess. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá þessu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Kuyt er frábær liðsmaður

Hollenski framherjinn Dirk Kuyt fékk mikið hrós frá stjóra sínum, Rafael Benitez, eftir leikinn gegn Reading í dag. Liverpool vann 2-0 og skoraði Kuyt bæði mörkin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Þú ert ennþá of feitur

Brasilíski framherjinn Ronaldo er ennþá of feitur að mati þjálfara Real Madrid, Fabio Capello. Ítalski þjálfarinn segir að það verði ekki fyrr en nokkur kíló séu farin til viðbótar sem hann geti farið að gera tilkall til byrjunarliðssætis.

Fótbolti
Fréttamynd

Lék með Ciudad í kvöld

ÓIafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lék með liði sínu Ciudad Real á ný í Evrópukeppninni í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í özl síðustu vikur. Ólafur skoraði þrjú mörk í 32-25 sigurleik spænsku Evrópumeistaranna á Pick Szeged frá Ungverjalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Við erum í rosalegu formi

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist finna mikinn meðbyr með sínu liði þessa dagana og miðað við andann og stemninguna í hópnum segist hann handviss um að lærisveinar sínir muni koma til með að berjast um titla í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

HK skellti ÍR í Breiðholti

HK endurheimti toppsæti DHL-deildar karla í handbolta í dag með því að vinna nauman útisigur á ÍR-ingum í Breiðholti, 21-22. HK er með sjö stig á toppi deildarinnar en Valsmenn, sem koma í öðru sæti með sex stig, mæta Fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Man. Utd. heldur sínu striki

Manchester United heldur sínu striki í ensku úrvalsdeildinni og er nú komið með 28 stig á toppi deildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigur á Portsmouth á Old Trafford í dag. Liverpool sigraði Reading, 2-0, en Bolton tapaði óvænt á heimavelli fyrir Wigan.

Enski boltinn