Sönn íslensk makamál

Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Rándýr réttur, ódýr stemmning

Eitt af því erfiðasta við að fara á stefnumót fannst mér vera þessi þrúgandi stund þegar kom að því að borga reikninginn. Ég hafði ekki verið í þessum stefnumótabransa síðan ég var unglingur svo að ég kunni nákvæmlega ekkert á þessar óskráðu reglur varðandi reikninginn, voru þær einhverjar?

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Fyrrverandi bannaður aðgangur

Þegar þú byrjar í nýju sambandi og ert ekki lengur á unglingsárunum er nær undantekningalaust einhver fyrrverandi í lífi maka þíns, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Af hverju getur eitthvað sem var til áður en þú komst inn í líf viðkomandi, truflað þig?

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Tekin!

Það er fátt eins skemmtilegt eins og góðar sannar sögur. Ástarsögur, stefnumótasögur eða bara vandræðalegar kynlífssögur. Makamál birta hér fyrstu aðsendu söguna úr næturlífinu í Reykjavík.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Upphleypt og einhleyp

Í síðasta pistli mínum minntist ég aðeins á útlit og svokallaða útlitsbrenglun. Flest okkar tengja við einhvers konar óöryggi varðandi útlit á vissum tímabilum í lífi okkar. Hvað er það sem breytist varðandi sjálfsímyndina þína þegar þú verður einhleypur eftir mörg ár í sambandi? Það sem gerðist hjá mér er að ég varð óörugg.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Ég sem fullkomin tík

Fyrir ekki svo mörgum árum voru fyrstu kynni manns af manneskju yfirleitt alltaf augliti til auglitis. Við sáum fólk í fyrsta skipti nákvæmlega eins og það var þann daginn. Í dag stjórnum við því yfirleitt hvernig fólk sér okkur í fyrsta skipti. Eða réttara sagt hvernig það upplifir okkur í fyrsta skipti. Í gegnum skjáinn á símanum sínum.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Gellugengisfall

Þegar ég kom út á markaðinn 36 ára eftir að hafa eytt öllum mínum fullorðinsárum í sambandi þá skildi ég fyrst af hverju stefnumótaheimurinn er kallaður markaður. Hvaða breytur ætli það séu sem hafa áhrif á gengi okkar sem einhleypir einstaklingar?

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða?

Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Ást við fyrsta seen

Þegar ég var 17 ára átti ég kærasta sem bjó í öðru bæjarfélagi. Árið var 1997 og enginn með gsm síma, allavega ekki krakkar á okkar aldri. Ég gat ekki vitað hvenær hann opnaði bréfið sem ég sendi honum, hversu langan tíma það tók hann til að lesa það eða hvernig honum leið nákvæmlega á stundinni sem hann las það. Það var enginn gluggi sem sýndi "seen“, "writing“ eða tímasetningu. Í dag gæti ég næstum séð hvað hann er að hugsa í gegnum einhver öpp!

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Þegar ég fór með sjálfa mig út í ruslið

Hvenær veit maður hvort að hinn aðilinn sé að leita eftir einhverju alvarlegu eða bara leika sér? Þegar ég fór inn á stefnumótamarkaðinn, algjörlega blaut á bak við eyrun eftir að hafa eytt öllum fullorðinsárum mínum í sambandi, þá komst ég að því að þetta var aðeins flóknari leikur en ég hafði gert mér grein fyrir.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Nýskilin, torskilin og misskilin

Ég skildi þegar ég var 36 ára ára. Tvö börn og rúmlega 13 ára samband að baki. Í mínu tilviki var mikill vinskapur þegar ákvörðunin var tekin svo að það auðveldaði þetta flókna ferli sem skilnaður er til muna. Þessi pistill er samt ekki um skilnað heldur hvernig upplifun það var að stíga aftur inn á markaðinn.

Makamál
Fréttamynd

Sönn íslensk makamál: Kynbundinn tárakvóti

Hver er ástæðan fyrir því að karlmenn gráta yfirleitt minna en konur? Eiga þeir að vera sterkari aðilinn í sambandi eða eru einhverjar fleiri ástæður fyrir því að tárin streyma síður niður hjá þeim við sambandsslit?

Makamál