Viðskipti

Fréttamynd

Samið um vernd fjárfestinga

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra undirritaði í dag gagnkvæman samning Íslands og Mexíkós um vernd fjárfestinga. Fjárfestingarsamningurinn tryggir jafnréttis- og bestu kjör fyrir íslenska fjárfesta í Mexíkó og öfugt. Ráðherrann hefur undanfarna daga farið fyrir sendinefnd íslenskra athafnakvenna í Mexíkó. Fyrir hönd Mexíkó undirritaði samninginn Fernando Canales efnahagsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt samkeppnisbrot Símans

Samkeppnisráð hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landssíminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að tvinna saman ólíka þjónustuhætti og veita tryggðarafslætti í svonefndu "Allt saman" tilboði. Samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs skekkti Landssíminn á alvarlegan hátt samkeppni á markaði og misnotaði markaðsráðandi stöðu sína.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg tengsl

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um fjárlög 2004 veki upp spurningar um tengsl valds og ábyrgðar hjá forstöðumönnum ríkisstofnana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tilkynning frá Icelandic Group

Vegna umfjöllunar fjölmiðla að undanförnu um hluthafa í Icelandic Group hf. vill félagið koma því á framfæri að við samruna Icelandic Group og Sjóvíkur ehf., sem samþykktur var þann 30. maí sl., hafi Serafin Shipping Corp. eignast 5,96% hlut í Icelandic Group í skiptum fyrir hluti sína í Sjóvík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skylt að gefa upplýsingar

Staðfest var með tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær að Serafin Shipping eignaðist tæp sex prósent í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Deilurnar lagðar til hliðar

"Við erum ágætlega sáttir við þessa niðurstöðu. Menn töluðu í þá átt að vinna saman og halda áfram á uppbyggingarbraut," segir Valgeir Bjarnason, sem í gær var kosinn í stjórn Sparisjóðs Skagfirðinga á aðalfundi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarán um glaðbjartan dag

Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignarhald enn óljóst

"Ég eða félög mér tengd eigum ekkert í Serafin Shipping og höfum aldrei átt," segir Jón Kristjánsson, stjórnarformaður Icelandic Group, spurður um hver ætti félagið. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, vísaði á Jón þegar hann var spurður í fyrradag hvort hann ætti eða hefði átt Serafin Shipping. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengu úr stjórn Árvakurs

Haraldur Sveinsson, sem ýmist hefur verið stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og jafnframt stór hluthafi, gekk úr stjórn félagsins á aðalfundi þess í gær. Það gerði Friðþjófur Johnson, fulltrúi hlutafjár Johnson ehf. í Árvakri, einnig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkaði um 0,6%

Launavísitalan í maí mældist tæplega 266 stig og er það hækkun um 0,6 prósent frá því í apríl. Síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um 6,6 prósent en ef litið er aðeins til sex mánaða hefur hún hækkað um 9,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stefnir í samkomulag

Aðalfundur Sparisjóðs Skagfirðinga, áður Sparisjóður Hólahrepps, verður haldinn klukkan hálftvö í dag. Miklar deilur hafa staðið milli tveggja stofnfjáreigendahópa sem buðu fram sitt hvorn listann á aðalfundi í nóvember síðastliðnum, en mögulegt er að sættir náist á fundinum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð hækkaði um 4%

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um tæp fjögur prósent í maí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að íbúðamarkaðurinn einkennist því enn af mikilli eftirspurn og verðþrýstingi þótt dregið hafi úr hækkun íbúðaverðs frá fyrstu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mosaic Fashions inn í Kauphöll

Mosaic Fashions varð í dag fyrsta breska félagið sem skráð er á aðallista Kauphallar Íslands. Útgefið hlutafé félagsins er tæpir þrír milljarðar króna að nafnverði. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta kannski ryðja brautina fyrir fleiri erlend félög.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boðið í stofnfé í SPH

Einhverjir stofnfjáreigendur sem ekki studdu núverandi stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið tilboð í stofnfjárbréf sín. Talið er að núverandi stjórn sé að tryggja það að gamla stjórnin muni ekki ná völdum á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Byggingarvísitala hækkar um 0,03%

Vísitala byggingarkostnaðar í þessum mánuði er 0,03 prósentum hærri en í síðsta mánuði samkvæmt Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að vísitalan hefur síðustu tólf mánuði hækkað um 4,2 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion Group kaupir RGH

Avion Group hefur fest kaup á The Really Great Holliday Company (RGH) sem á og rekur ferðaskrifstofurnar Travel City Direct, Transatlantic Vacations og Carshop. Travel City Direct er þekkt ferðafyrirtæki og býður einkum ferðalög frá Bretlandi til Florída. Eftir kaupin verða Really Great Holliday og systurfélag þess, Excel Airways, til samans áttunda stærsta félagið á Bretlandseyjum í afþreyingarferðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar áfram

Olíuverð hefur hækkað um 36 prósent frá því í janúar, þar af um níu prósent síðastliðna viku. Í morgun fór verð á tunnu af hráolíu yfir 59 dollara og fátt bendir til að það lækki í bráð. Þær skýringar sem gefnar hafa verið á þessum gríðarlegu hækkunum eru meðal annars að framboð sé meira en eftirspurn og þá hefur ástandið í alþjóðamálum áhrif á markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki hætt við að reisa bensínstöð

Atlantsolía ætlar ekki að hætta við bensínstöð við Dalveg í Kópavogi þrátt fyrir að Skeljungur hafi breytt stöð sinni á lóð við hliðina í Orkustöð. Skeljungur hótaði Kópavogsbæ að skaðabóta yrði krafist fengi Atlantsolía lóðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill ekkert staðfesta um Europris

"Það getur vel verið að það verði eigendaskipti í Europris en ég ætla ekki að staðfesta neitt að svo stöddu," segir Matthías Sigurðsson, meirihlutaeigandi Europris-verslananna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytinga að vænta hjá Europris

"Þessi mál eru enn á huldu en eiga eftir að skýrast á næstu dögum," segir Lárus Guðmundsson, einn eigenda í verslunum Europris, um hvort breytinga sé að vænta á eignarhaldi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

1100 milljóna hagnaður

Skinney-Þinganes hf. skilaði rúmlega 1100 milljóna króna hagnaði eftir skatta árið 2004, 660 milljónum meira en árið áður. Aðalfundur félagsins, sem hefur verið mjög í fréttum í tengslum við sölu ríkisbankanna vegna eignaraðildar forsætisráðherra, samþykkti í fyrradag að greiða út 10 prósenta arð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengið frá sölu Pennans

Gengið hefur verið frá samningum um sölu Pennans hf. til hóps fjárfesta undir forystu Kristins Vilbergssonar. Tekur Kristinn við starfi forstjóra Pennans í dag af Gunnari B. Dungal sem stjórnað hefur fyrirtækinu í 36 ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynt að flytja fólk til í starfi

Íslandsbanki lýsir því yfir að fækkun útibúa, sem sagt var frá í hádegisfréttum Bylgjunnar, sé í þágu viðskiptavina sinna. Útibúin þurfi að vera stærri og sjálfstæðari til að mæta kröfum um víðtækari þjónustu og ráðgjöf. Leitast verði við að flytja starfsfólk þeirra útibúa sem lögð verða niður til í starfi innan bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bogi kaupir Sindra-Stál

Stjórn Sindra-Stál hf. hefur samþykkt kauptilboð Boga Þórs Siguroddssonar í allt hlutafé félagsins. Kauptilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Boga í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússneska mafían fjármagni útrás?

Er það rússneska mafían sem fjármagnar útrás íslenskra kaupahéðna? Því er velt upp í hinu virta, breska dagblaði <em>Guardian</em> í dag. Árangur sumra Íslendinga í samkeppni við mafíuna þykir undraverður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Staða bankanna sé traust

Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið.

Viðskipti innlent