Viðskipti

Fréttamynd

Rue de Net og Skýrr í samstarf

Rue de Net ehf. og Skýrr hf. hafa undirritað samning um almennt samstarf og sölu lausna hvor annars hvað snertir viðskiptalausnir og þróunarumhverfi Microsoft. Fyrirtækin hyggjast taka sameiginlega þátt í verkefnum og útboðum þar sem styrkleikar beggja nýtast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nestlé mögulegur kaupandi McCartneys

Líkur eru sagðar á að svissneska matvælafyrirtækið Nestlé kaupi matvörufyrirtæki Lindu McCartney, sem fyrrum eiginkona bítilsins Pauls McCartneys stofnaði árið 1991. Fyrirtækið McCartney er nú í eigu bandaríska matvörufyrirtækisins Heinz.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar enn

Olíuverð sveiflaðist nokkuð á mörkuðum í dag. Verðið stóð til skamms tíma í 70,85 dollurum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en lækkaði nokkuð og stendur nú í 70,75 sentum, sem er 35 sentum meira en í gær. Norðursjávarolía, sem afhent verður í júní, hækkaði um 5 sent í kauphöll Lundúna í Bretlandi. Til skamms tíma fór tunnan í 72,20 dollara, sem er metverð. Hún stendur nú í 71,51 dal.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Pepsi minnkar á milli ára

Bandaríska gosdrykkjafyrirtækið Pepsi Bottling Group Inc. skilaði 34 milljóna dollara hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2006. Þetta er 5 milljónum minna en á sama tíma á síðasta ári. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 14 sent eftir að greint var frá afkomu fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri TM Software

Stefán Þór Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá TM Software – Custom Development (áður Origo) af Einari Gunnari Þórissyni sem tekið hefur við nýju starfi hjá TM Software Healthcare. Stefán hefur víðtæka reynslu af ábyrgðarstörfum tengdum fjármálum og sölu- og markaðsmálum fyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

EDGE í notkun á fleiri stöðum

Og Vodafone hefur eflt farsímakerfi sitt en frekar í kringum höfuðborgarsvæðið með því að taka í notkun EDGE tækni sem gerir viðskiptavinum í farsímaþjónustu fyrirtækisins mögulegt að nota símtæki sín með fjölbreyttari og hraðvirkari hætti en áður. Nú hefur Og Vodafone lokið við uppsetningu á EDGE sambandi frá Úlfarsfelli við Mosfellsbæ og að Grundarhverfi á Kjalarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt við sölu Ölgerðarinnar

Ekkert verður af fyrirhugaðri sölu Ölgerðarinnar og innflutningsfyrirtækisins Danóls þar sem tilboð reyndust ekki ásættanleg að mati eigenda. Þegar fyrirtækin voru sett í söluferli í lok febrúar var tekið fram af hálfu eigenda að þau yrðu seld saman eða hvort í sínu lagi, að því gefnu að ásættanlegt verð fengist.

Innlent
Fréttamynd

Adidas og NBA ná samningum

Samningar hafa náðst á milli þýska íþróttavöruframleiðandans Adidas og bandarísku körfuboltadeildarinnar NBA um notkun Adidas búninga í karla- og kvennadeildum næstu 11 árin. Gengi bréfa í Adidas hækkað um 3 prósent í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nasdaq íhugar aukin kaup í LSE

Stjórn Nasdaq-markaðarins útiloka ekki að fleiri hlutir verði keyptir í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi. Markaðurinn keypti tæp 15 prósent af tveimur stórum hluthöfum í kauphöllinni í gær og er nú stærsti einstaki hluthafinn í LSE. Gengi bréfa LSE hækkuðu um 13 prósent í kjölfar kaupanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FL Group og fleiri kaupa Refresco

FL Group hf. hefur í samstarfi við aðra fjárfesta keypt hollenska drykkjarvöruframleiðandann Refresco Holding B.V. (Refresco) af fjárfestingasjóðnum 3i Plc. Heildarkaupverð, ásamt skuldum, er um 461 milljón evra, 42 milljarðar íslenskra króna. FL Group verður stærsti hluthafi félagsins ásamt m.a. Vífilfelli og helstu stjórnendum Refresco.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið hækkun á hámarkslánum Íbúðalánasjóðs úr 15,9 milljónum í 18 milljónir króna og hefur undirritað reglugerð þar af lútandi. Þá hefur hann jafnframt undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um ILS-veðbréf en samkvæmt þeim verður ekki lengur krafist þess af byggingaraðilum að þeir leggi fram bankaábyrgð vegna láns til nýbygginga. Þá verður ekki einungis miðað við brunabótamat við ákvörðun hámarkslán.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góð afkoma Lauru Ashley

Gengi hlutabréfa í bresku tísku- og húsgagnakeðjunni Lauru Ashley hækkuðu um 16 prósent í gær eftir að greint var frá því að afkoma keðjunnar hfafi verið umfram væntingar. Stjórn eignarhaldsfélags fyrirtækisins ákvað í kjölfarið að greiða hluthöfum arð í fyrsta skipti í átta ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nasdaq stærsti hluthafi í LSE

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi hækkuðu um 14 prósent í morgun eftir að Nasdaq-markaðurinn greindi frá því eftir lokun markaða í New York í Bandaríkjunum í gær að hann hefði keypt 14,99 prósent í LSE og væri orðinn stærsti hluthafi hennar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lífeyrisgreiðslur TR 19 milljarðar króna

Lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar (TR) til ellilífeyrisþega nema 19 milljörðum króna á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að greiðslur Tryggingastofnunar á hvern ellilífeyrisþega hafi hækkað um tæp 80 prósent á á árabilinu 1995 til 2005 en á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 41 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM gerir tilboð í norskt tryggingafélag

Tryggingamiðstöðin hf. hefur lagt fram formlegt kauptilboð í NEMI að fjárhæð 62,5 norskar krónur á hlut. Kaupverðið er greitt í reiðufé, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Tryggingamiðstöðin hefur þegar aflað sölusamþykkis meira en 2/3 hluthafa í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Alcoa umfram væntingar

Gengi hlutabréfa í bandaríska álframleiðandanum Alcoa Inc. hækkuðu um 6,4 prósent í fyrstu viðskiptum í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Skömmu áður greindi fyrirtækið frá því að hagnaður fyrirtækisins hafi rúmlega tvöfaldast á fyrsta ársfjórðungi 2006 vegna hás álverðs og mikillar eftirspurnar eftir áli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Norðmenn finna olíu í Írak

Gengi bréfa í norska olíufyrirtækinu DNO hækkuðu um tæp 11 prósent í kauphöllinni í Ósló í Noregi í gær eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins greindu frá því að fyrirtækið hefði fundið olíu í Kúrdahéruðunum í norðurhluta Íraks. Ekki liggur ljóst fyrir um hversu mikið magn er að ræða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aukin samþjöppun í norsku laxeldi

Norska laxeldisfyrirtækið Pan Fish hefur keypt tæplega 18 prósenta hlut í Fjord Seafood. Í Morgunkorni Glitnis banka segir að samþjöppun haldi áfram í norsku laxeldi en Pan Fish á nú samtals 57 prósenta hlut í Fjord og undirbýr yfirtökutilboð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gullverð ekki hærra í 25 ár

Verð á gulli fór yfir 600 dollara á únsu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og hefur það ekki verið hærra í aldarfjórðung. Ástæðan eru mikil kaup fjárfesta, sem vilja tryggja sig fyrir yfirvofandi verðbólgu og verðhækkunum í framtíðinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búist við hærri stýrivöxtum í Japan

Stjórn Seðlabanka Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða nálægt núlli. Sérfræðingar spá að stjórnin hækki stýrivexti um 0,25 prósent í júlí eða ágúst til að halda aftur af verðbólgu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð nálgast sögulegu hámarki

Verð á hráolíu nálgaðist sögulegt hámark í dag í kjölfar aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Írans. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 69,06 dollara á tunnu í kauphöll Lundúna í Bretlandi en verð á hráolíu fór í 69,11 dollara á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Öflun kaupir í Office Line

Öflun ehf., sem á Apple-verslanir á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð, hefur eignast tæp 90 prósent í norska fyrirtækinu Office Line og gert yfirtökutilboð í félagið allt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar á ný

Vaxandi áhyggjur af hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Íran hafa valdið hækkunum á olíuverði og hefur það ekki verið hærra í 2 mánuði. Íran er fjórði stærsti olíuframleiðandi í heimi og gætu mögulegar aðgerðir Bandaríkjanna dregið talsvert úr framboði hráolíu í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Excel Airways kaupir gríska ferðaskrifstofu

Excel Airways Group, dótturfélag Avion Group, hefur keypt bresku ferðaskrifstofuna Kosmar Villa Holidays, sem er fremsta ferðaskrifstofan í Bretlandi í ferðalögum til Grikklands og byggir á 24 ára reynslu í skipulagningu ferða til landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa hækkaði í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag. Hlutabréf lækkuðu sömuleiðis á öðrum mörkuðum í Asíu. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 106,79 stig eða 0,61 prósent. Gengi bréfanna hækkaði nokkuð á föstudag í síðustu viku og hafði ekki verið hærri síðan í júlí árið 2000.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðlagning hlutabréfa sanngjörn

Greiningardeild Landsbankans segir verðmat á innlendum hlutabréfum sanngjarna í dag. Deildin spáir auknum hagnaði allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands nema Tryggingamiðstöðvarinnar og HB Granda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukin útgáfa krónubréfa

EIB bankinn gaf í dag út krónubréf fyrir 3 milljarða króna til tveggja ára. Bankinn er næststærsti útgefandi krónubréfa með 38 milljarða króna á eftir þýska landbúnaðarsjóðnum KfW, sem hefur gefið út samtals 47 milljarða króna frá því í águst í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Má ekki nota upplýsingar um viðskiptavini sem færa sig yfir til keppinautar

Samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að Símanum sé óheimilt að misnota aðstöðu sína og beita sérstökum aðgerðum til þess að hafa áhrif á viðskiptavini á einstaklingsmarkaði sem hafa ákveðið að flytja viðskipti sín yfir til Og Vodafone. Úrskurðurinn felur í sér að Símanum er ókleift að heimsækja, hringja í eða senda tölvupóst til slíkra viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Nýr formaður í bankaráði Seðlabankans

Formannsskipti urðu í bankaráði Seðlabanka Íslands þegar Ólafur G. Einarsson sagði af sér formennsku í ráðinu á fundi þess í gær. Helgi S. Guðmundsson var kosinn formaður í hans stað. Ólafur var kjörinn varaformaður bankaráðsins.

Viðskipti innlent