Viðskipti

Fréttamynd

Heildarafli eykst á milli ára

Heildarafli íslenskra skipa var tæp 179.000 tonn í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Þetta er rúmum 38.000 tonnum meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Ástæðan er að stórum hluta sú að kolmunnaveiði var um 34.000 tonnum meiri nú en í maí á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flutt inn fyrir 35,7 milljarða króna

Vöruinnflutningur í maí var 35,7 milljarða króna virði samkvæmt bráðabirgðatölum fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts. Tólf mánaða aukning innflutnings, að skipum og flugvélum undanskildum, nam rúmum 23 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barist um þýskan lyfjarisa

Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck er komið í stöðu til að koma í veg fyrir yfirtökuáform þýska lyfjarisans Bayer á lyfjafyrirtækinu Schering. Merck keypti óvænt rúm 18 prósent í Schering rétt fyrir lokun markaða á föstudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stefnir í harkalega lendingu að mati Fitch Ratings

Íslenska hagkerfið stefnir á harkalega lendingu og Seðlabankinn þarf að hækka vexti enn frekar til að halda aftur af verðbólgu að mati forsvarsmanna Fitch Ratings á fundi í Lundúnum í dag. Greint er frá þessu í hálffimmfréttum KB banka.

Innlent
Fréttamynd

Mikil lækkun hlutabréfa í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði mikið í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,14 prósent. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár. Ástæða lækkunarinnar er ótti fjárfesta í Bandaríkjunum og Japan við hugsanlega hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruinnflutningur 35,7 milljarðar í maí

Vöruinnflutningur í maí nam 35,7 milljörðum króna virði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að sé horft á hreyfingar á milli mánaða megi sjá að helstu drifkraftar innflutnings séu innfluttar hrá-, rekstrar- og fjárfestingarvörur. Aukninguna má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsframleiðsla jókst um 5 prósent

Landsframleiðsla er talin hafa aukist um 5 prósent að raungildi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Þá hafa þjóðarútgjöld vaxið talsvert, eða um 13,7 prósent, vegna mikillar aukningar í innflutningi og minni útflutningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

4,7 milljarða útlán

Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar af námu almenn lán 3,9 milljörðum króna og leiguíbúðalán tæplega 800 milljónum. Það eru mestu útlán sjóðsins í einum mánuði það sem af er ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lán Íbúðalánasjóðs aukast um 57 prósent

Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí. Þar af voru rúmlega 3,9 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæplega 800 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er 57 prósenta aukning á milli mánaða og hafa vanskil aldrei verið minni í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arcelor tók ekki tilboði Mittal Steel

Stjórn stálframleiðandans Arcelor hefur ákveðið einróma að taka ekki yfirtökutilboði breska stálfyrirtækisins Mittal Steel í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 22 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra króna. Að sögn stjórnarinnar var tilboð Mittal Steel vanmat á Arcelor.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólgan 8 prósent

Vísitala neysluverðs í síðasta mánuði var 261,9 stig og hækkaði um 1,16 prósent frá maí. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 242,0 stig, hækkaði um 1,0 prósent frá því í maí. Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,4 prósent. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs mælst 8 prósent en vísitala neysluverð án húsnæðis um 6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,8 prósenta hækkun vísitölu

Greiningardeild KB banka spáir 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði og að 12 mánaða verðbólga muni hækka í 7,7 prósent. Í hálf fimm fréttum bankans segir að hækkun á innfluttum varningi og hækkandi húsnæðisverð muni leggja mest til hækkunar á vísitölunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni viðskiptahalli en búist var við

Viðskiptahallinn í Bandaríkunum jókst um 2,5 prósent í apríl og var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 63,4 milljarða Bandaríkadali. Þetta er minni halli en fjármálasérfræðingar spáðu fyrir um en þeir óttuðust að vöruskipti yrðu óhagstæð um 65 milljarða dali.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

House of Fraser sagt samþykkja tilboð Baugs

Stjórn House of Fraser hefur staðfest að hún eigi í viðræðum við Baug Group um yfirtöku á félaginu. Viðræður hafa farið fram um að Baugur bjóði 148 pens í hvern hlut en gangi tilboðið eftir er verðmæti House of Fraser um 48 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styður samruna evrópskra kauphalla

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spá minni eftirspurn eftir áli

Verð á áli og öðrum málumum hefur lækkað síðustu mánuði en álverð hefur lækkað um 11 prósent frá 11. maí síðastliðnum. Verð á málmum hefur farið ört hækkandi á síðastliðnum fimm árum, m.a. vegna mikillar eftirspurnar frá stórum hagkerfum á borð við Kína og Indland. Búist er við minni eftirspurn eftir málmum á næstunni vegna hárra vaxta víða um heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Star Europe semur við stærstu ferðaþjónustu Þýskalands

Flugfélagið Star Europe, dótturfélag Avion Group, hefur samið við stærsta ferðaþjónustuaðila Þýskalands, T.U.I., um leigu á farþegaflugvél til fimm mánaða yfir sumarið. Star Europe sér um farþegaflug fyrir þýska flugfélagið Germanwings, samkvæmt verkkaupasamningi, og nú einnig fyrir TUI.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Danir hækka stýrivexti

Seðlabanki Danmerkur hefur fylgt fordæmi evrópska seðlabankans og hækkað stýrivexti um 0,25 prósentur. Stýrivextir í Danmörku standa nú í 3 prósentum. Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti fyrr í dag um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 2,75 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivaxtahækkun á evrusvæðinu

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,75 prósentum. Almennt var búist við stýrivaxtahækkuninni en nokkrir bjuggust hins vegar við 0,5 prósenta hækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkaði í dag

Olíuverð fór niður fyrir 70 Bandaríkjadali á tunnu í dag í kjölfar fregna um dauða Abus Musab al-Zarqawis, æðsta manns hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak. Þá munu fregnir þess efnis að skæruliðar í Nígeríu muni gefa erlendum gíslum sínum frelsi hafa ýtt verðinu niður. Olíuverðið hefur ekki verið lægra í hálfan mánuð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nikkei vísitalan ekki lægri í þrjú ár

Nikkei hlutabréfavísitalan í Tókíó hrapaði um þrjú prósent í morgun og hefur ekki verið lægri í hálft ár. Margir verðbréfamiðlar voru smeykir eftir þriðju beinu lækkunina á hlutabréfamarkaðnum á Wall Street og eru japanskir verðbréfamiðlarar nú farnir að búa sig undir hugsanlegan samdrátt á Bandaríkjamarkaði sem gæti dregið úr hagvexti þar og minnkað eftirspurn eftir japönskum útflutningsvörum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Alvarleg truflun varð í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í dag og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli truflunninni sem varð í samnorrænu Saxes viðskiptakerfi kauphallarinnar. Kauphallir á Norðurlöndunum nota sama kerfi og kom truflunin upp í kerfi þeirra sömuleiðis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office

Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf lækkuðu í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Tókýó í Japan vegna ótta fjárfesta um yfirvofandi hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. Gengi bréfanna hefur ekki verið lægra síðan í nóvember á síðasta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskiptahalli aldrei meiri á fyrsta ársfjórðungi

Viðskiptahalli Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið meiri en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Bæði viðskiptahalli og vöruskiptajöfnuður eru tvöfalt meiri en á sama tíma í fyrra. Viðskiptahalli við útlönd nam rúmum 66 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi en stóð 32 komma 6 milljörðum á sama tíma í fyrra.

Innlent