Viðskipti Þrjú yfir milljarði Íslensku fiskiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA, Baldvin Þorsteinsson EA og Hákon EA skiluðu hvert um sig meira en einum milljarði króna í aflaverðmæti á árinu 2005 miðað við fob-verðmæti. Frá þessi segir í frétt á vef Fiskifrétta. Viðskipti innlent 18.7.2006 17:52 Coca Cola skilaði methagnaði Viðskipti erlent 18.7.2006 15:54 Hagnaður Straums-Burðaráss minni á milli ára Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hagnaðist um 307 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006. Þetta er 90 prósentum minna en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam rétt rúmum þremur milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur tæpum 19,4 milljörðum króna sem er rúmum 11,7 milljörðum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 18.7.2006 14:54 Samræmd vísitala neysluverðs 5,7 prósent Samræmd vísitala neysluverðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var 102,5 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents hækkun frá maí. Vísitalan á Íslandi var 105,3 stig og hafði hún hækkað um 1,3 prósent á milli maí og júní. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,7 prósent á Íslandi og er hún næstmest hér af EES-ríkjunum. Mesta verðbólgan var í Lettlandi, 6,3 prósent. Viðskipti innlent 18.7.2006 09:20 Samdráttur í veltu á fasteignamarkaði Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum á fasteignamarkaði. Þar af var þinglýst 87 kaupsamningum um eignir í fjölbýli og 20 samningum um sérbýli. Veltan nam 3,1 milljarði króna en meðalfjárhæð kaupsamnings nam 27 milljónum króna. Veltan er 20 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 17.7.2006 17:21 Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs til langs tíma úr AA+ í AA-. Um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista þar sem það hafði áður verið sett með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónur eru stöðugar, að mati fyrirtækisins. Viðskipti innlent 17.7.2006 14:57 Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli. Viðskipti erlent 17.7.2006 10:03 MP Fjárfestingarbanki í Eystrasalti MP Fjárfestingarbanki verður fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að kauphöllunum í Tallinn í Eistlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus í Litháen. Stjórnir kauphallanna hafa samþykkt aðild fjárfestingarbankans sem verður þar með tólfta fjármálafyrirtækið með aðild að öllum mörkuðum Eystrasaltsríkjanna. Viðskipti innlent 17.7.2006 09:54 Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent. Viðskipti erlent 17.7.2006 09:42 Þrettán prósenta launahækkun Meðallaun á Íslandi eru 315 þúsund krónur á mánuði. Stjórnendur fá bestu launin, verkafólk þau lægstu. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17 Keyptu fyrir Actavis Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva sendi í gær frá sér tilkynningu um að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, ELL 33 ehf., hafi keypt sem jafngildir 1.894.650 hlutum eða um 10,19 prósent af almennu hlutafé félagsins. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17 Lífeyrissjóðirnir rýrna Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17 Olíuverð aldrei hærra Fat af olíu kostar tæpa áttatíu bandaríkjadali. Sérfræðingar treysta sér ekki til að spá fyrir um þróun olíuverðs. Bensín er dýrara í Danmörku en á Íslandi. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17 Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44 Nýir í Englandsbanka Viðskipti erlent 14.7.2006 12:56 Icelandic Group kaupir frystisvið Delpierre Alfesca og Icelandic Group skrifuðu síðdegis í gær undir formlegan samning um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre (áður SIF France). Þetta er í samræmi við tilkynningu til Kauphallar þann 7. júlí s.l. þar sem fram kom að aðilar væru langt komnir með að ljúka samningum sín á milli. Heildarkaupverð er um 17 milljónir evra, rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 14.7.2006 11:18 Virðisaukaskattsvik aukast í Bretlandi Viðskipti erlent 14.7.2006 10:56 Olíuverð í nýjum hæðum Viðskipti erlent 14.7.2006 10:12 Stýrivextir hækkuðu í Japan Viðskipti erlent 14.7.2006 09:58 Atvinnuleysi óbreytt 1,3 prósent atvinnuleysi mældist á Íslandi í júní samkvæmt mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um tvö þúsund manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í júní og er það svipað atvinnuleysi og verið hefur undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19 Eurotunnel sekkur í skuldafenið Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. Viðskipti erlent 13.7.2006 18:19 Hlutabréfin hækka eftir hryðjuverk Sensex-30 vísitala kauphallarinnar í Bombay á Indlandi hækkaði um þrjú prósent á miðvikudag, en lækkaði aftur lítillega í gær, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á lestarkerfi borgarinnar á þriðjudag. Tvö hundruð manns létust og fleiri hundruð slösuðust í árásunum. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19 Innfluttar vörur hækka Innfluttar vörur hafa hækkað í verði um 7,1 prósent frá áramótum en gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 27 prósent á sama tímabili. Því má búast við áframhaldandi verðhækkunum á innfluttum vörum segir í Morgunkornum greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19 Olíuverð í hæstu hæðir Verð á olíu fór í fyrsta sinn í dag yfir 76 dali á tunnu í kjölfar loftárása Ísraelsmanna í Líbanon. Olíuverðið hefur aldrei verið hærra en nú. Viðskipti erlent 13.7.2006 16:10 Hagnaður umfram væntingar Viðskipti erlent 13.7.2006 15:19 Hærri stýrivextir á evrusvæðinu Viðskipti erlent 13.7.2006 10:03 Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í dag og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni eru minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og gruns um sprengingu í olíuleiðslu í Nígeríu, sem aðili er að samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC. Viðskipti erlent 13.7.2006 09:14 Mæla með bréfum í Netia CA IB Securities mælir með kaupum á hlutabréfum í pólska fjarskiptafyrirtækinu Netia. Býst verðbréfafyrirtækið við því að Novator, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, auki hlut sinn á næstu tólf mánuðum en hlutur Novators í Netia fór upp í 23 prósent í janúar. Viðskipti innlent 12.7.2006 19:23 Landsvirkjun gefur út skuldabréf Landsvirkjun hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir evra, jafnvirði 14,4 milljarða íslenskra króna, undir rammasamningi fyrirtækisins. Lánið er til 20 ára. Með útgáfunni er fjármögnun Landsvirkjunar á árinu nærri lokið en einungis er eftir að fjármagna sem svarar til um 1,6 milljarða króna. Heildarfjárþörf Landsvirkjunar er 45 milljarðar króna á árinu. Viðskipti innlent 12.7.2006 17:05 Forstjóri GM fylgjandi samstarfi Viðskipti erlent 12.7.2006 17:01 « ‹ 141 142 143 144 145 146 147 148 149 … 223 ›
Þrjú yfir milljarði Íslensku fiskiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA, Baldvin Þorsteinsson EA og Hákon EA skiluðu hvert um sig meira en einum milljarði króna í aflaverðmæti á árinu 2005 miðað við fob-verðmæti. Frá þessi segir í frétt á vef Fiskifrétta. Viðskipti innlent 18.7.2006 17:52
Hagnaður Straums-Burðaráss minni á milli ára Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki hagnaðist um 307 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006. Þetta er 90 prósentum minna en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam rétt rúmum þremur milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur tæpum 19,4 milljörðum króna sem er rúmum 11,7 milljörðum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 18.7.2006 14:54
Samræmd vísitala neysluverðs 5,7 prósent Samræmd vísitala neysluverðs innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var 102,5 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents hækkun frá maí. Vísitalan á Íslandi var 105,3 stig og hafði hún hækkað um 1,3 prósent á milli maí og júní. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,7 prósent á Íslandi og er hún næstmest hér af EES-ríkjunum. Mesta verðbólgan var í Lettlandi, 6,3 prósent. Viðskipti innlent 18.7.2006 09:20
Samdráttur í veltu á fasteignamarkaði Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum á fasteignamarkaði. Þar af var þinglýst 87 kaupsamningum um eignir í fjölbýli og 20 samningum um sérbýli. Veltan nam 3,1 milljarði króna en meðalfjárhæð kaupsamnings nam 27 milljónum króna. Veltan er 20 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 17.7.2006 17:21
Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkar Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs til langs tíma úr AA+ í AA-. Um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista þar sem það hafði áður verið sett með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónur eru stöðugar, að mati fyrirtækisins. Viðskipti innlent 17.7.2006 14:57
Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli. Viðskipti erlent 17.7.2006 10:03
MP Fjárfestingarbanki í Eystrasalti MP Fjárfestingarbanki verður fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að kauphöllunum í Tallinn í Eistlandi, Ríga í Lettlandi og Vilníus í Litháen. Stjórnir kauphallanna hafa samþykkt aðild fjárfestingarbankans sem verður þar með tólfta fjármálafyrirtækið með aðild að öllum mörkuðum Eystrasaltsríkjanna. Viðskipti innlent 17.7.2006 09:54
Verðmæti útfluttra sjávarafurða dróst saman Verðmæti sjávarafurða til útflutnings á síðasta ári nam 112 milljörðum króna en það er 5,7 prósentum minna en árið á undan. Verðið hélst lítið breytt á heildina litið í íslenskum krónum og dróst framleiðslan, mæld á föstu verði ársins 2004, því saman um 5,6 prósent. Viðskipti erlent 17.7.2006 09:42
Þrettán prósenta launahækkun Meðallaun á Íslandi eru 315 þúsund krónur á mánuði. Stjórnendur fá bestu launin, verkafólk þau lægstu. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17
Keyptu fyrir Actavis Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva sendi í gær frá sér tilkynningu um að fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, ELL 33 ehf., hafi keypt sem jafngildir 1.894.650 hlutum eða um 10,19 prósent af almennu hlutafé félagsins. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17
Olíuverð aldrei hærra Fat af olíu kostar tæpa áttatíu bandaríkjadali. Sérfræðingar treysta sér ekki til að spá fyrir um þróun olíuverðs. Bensín er dýrara í Danmörku en á Íslandi. Viðskipti innlent 14.7.2006 20:17
Fasteignaverð lækkar í Danmörku Fasteignaverð í Danmörku lækkaði um 2,6 prósent í Danmörku á öðrum ársfjórðungi, að sögn dönsku fréttastofunnar Ritzau. Hækkun fasteignaverð í landinu hefur var óvenju mikil á fyrstu þremur mánuðum ársins eða 5,6 prósent að meðaltali. Mest var lækkunin í Kaupmannahöfn eða 9,7 prósent. Viðskipti erlent 14.7.2006 16:44
Icelandic Group kaupir frystisvið Delpierre Alfesca og Icelandic Group skrifuðu síðdegis í gær undir formlegan samning um kaup Icelandic Group á frystisviði Delpierre (áður SIF France). Þetta er í samræmi við tilkynningu til Kauphallar þann 7. júlí s.l. þar sem fram kom að aðilar væru langt komnir með að ljúka samningum sín á milli. Heildarkaupverð er um 17 milljónir evra, rúmir 1,6 milljarðar króna. Viðskipti innlent 14.7.2006 11:18
Atvinnuleysi óbreytt 1,3 prósent atvinnuleysi mældist á Íslandi í júní samkvæmt mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Um tvö þúsund manns voru að meðaltali á atvinnuleysisskrá í júní og er það svipað atvinnuleysi og verið hefur undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19
Eurotunnel sekkur í skuldafenið Rekstrarfélag Eurotunnel, ganganna sem liggja undir Ermarsundi frá Bretlandi til Frakklands, hefur farið fram á greiðslustöðvun. Félagið hefur átt við gríðarlegan fjárhagsvanda að stríða allt frá því gangagerðinni lauk árið 1994 og hefur farið þess á leit við lánardrottna að þeir skipti 8,7 milljarða evru skuld Eurotunnel í tvo hluta. Viðskipti erlent 13.7.2006 18:19
Hlutabréfin hækka eftir hryðjuverk Sensex-30 vísitala kauphallarinnar í Bombay á Indlandi hækkaði um þrjú prósent á miðvikudag, en lækkaði aftur lítillega í gær, í kjölfar hryðjuverkaárásanna á lestarkerfi borgarinnar á þriðjudag. Tvö hundruð manns létust og fleiri hundruð slösuðust í árásunum. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19
Innfluttar vörur hækka Innfluttar vörur hafa hækkað í verði um 7,1 prósent frá áramótum en gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 27 prósent á sama tímabili. Því má búast við áframhaldandi verðhækkunum á innfluttum vörum segir í Morgunkornum greiningardeildar Glitnis. Viðskipti innlent 13.7.2006 18:19
Olíuverð í hæstu hæðir Verð á olíu fór í fyrsta sinn í dag yfir 76 dali á tunnu í kjölfar loftárása Ísraelsmanna í Líbanon. Olíuverðið hefur aldrei verið hærra en nú. Viðskipti erlent 13.7.2006 16:10
Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð fór í tæpa 76 Bandaríkjadali á helstu mörkuðum í dag og hefur aldrei verið hærra. Ástæðan fyrir verðhækkuninni eru minni umframbirgðir af olíu í Bandaríkjunum, vaxandi spenna í Mið-Austurlöndum og gruns um sprengingu í olíuleiðslu í Nígeríu, sem aðili er að samtökum olíuframleiðsluríkja, OPEC. Viðskipti erlent 13.7.2006 09:14
Mæla með bréfum í Netia CA IB Securities mælir með kaupum á hlutabréfum í pólska fjarskiptafyrirtækinu Netia. Býst verðbréfafyrirtækið við því að Novator, sem er að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, auki hlut sinn á næstu tólf mánuðum en hlutur Novators í Netia fór upp í 23 prósent í janúar. Viðskipti innlent 12.7.2006 19:23
Landsvirkjun gefur út skuldabréf Landsvirkjun hefur gefið út skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir evra, jafnvirði 14,4 milljarða íslenskra króna, undir rammasamningi fyrirtækisins. Lánið er til 20 ára. Með útgáfunni er fjármögnun Landsvirkjunar á árinu nærri lokið en einungis er eftir að fjármagna sem svarar til um 1,6 milljarða króna. Heildarfjárþörf Landsvirkjunar er 45 milljarðar króna á árinu. Viðskipti innlent 12.7.2006 17:05