Viðskipti Peningaskápurinn ... Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003. Viðskipti innlent 8.11.2006 17:03 Færri nýir fólksbílar Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar. Innlent 8.11.2006 17:30 Uppsagnir í kauphöllinni í New York Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc. Viðskipti erlent 8.11.2006 16:31 Baugur og félagar ljúka 77 milljarða króna yfirtöku á HOF Baugur og meðfjárfestar greiða samtals um 77 milljarða króna fyrir bresku verslunarkeðjuna House of Fraiser en yfirtöku á öllu hlutfé félagsins lauk í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilboði upp á 148 pens á hlut hafi verið tekið í byrjun síðasta mánaðar en inni í heildarkaupverði er heildarfjármögnun skulda félagsins. Innlent 8.11.2006 14:11 Afkoma Pliva batnar milli ára Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna. Erlent 8.11.2006 11:30 Minni samdráttur á fasteignamarkaði Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega. Viðskipti innlent 8.11.2006 11:07 Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú. Viðskipti erlent 8.11.2006 10:22 Forstjóri Volkswagen segir upp Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen. Viðskipti erlent 8.11.2006 09:35 Gott fyrir Eyjamenn Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 EGO fær viðurkenningu Orkuseturs Orkusetur veitir EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Faxaflóahafnir taka upp Vigor-kerfi Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Ekki tekinn alvarlega Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka og formaður nýrra samtaka fjármálafyrirtækja, segir stofnun sameinaðra samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og tryggingafyrirtækja hafa verið til umræðu allt frá árinu 2000. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Kynna íslenskt fjármálalíf erlendis Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið hraðar en aðrar atvinnugreinar. Eitt af hlutverkum nýrra samtaka fjármálafyrirtækja verður að kynna íslenskt efnahagslíf á erlendum vettvangi. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Promens hækkar boðið Promens, dótturfélag Atorku, hækkaði í gær tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon, í kjölfar þess að Plast Holding A/S tilkynnti um hækkun síns tilboð til jöfnunar tilboði Promens. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Hin skapandi fjórða stoð hagkerfisins Fræðimenn boða byltingu í atvinnuháttum og vilja bæta fjórðu stoðinni við það sem verið hefur þrískipting hagkerfisins undanfarin 250 ár: Frumframleiðsla, iðnaður, þjónusta og - skapandi atvinnuvegir. Hverju þarf að breyta til þess að Íslendingar verði vel í stakk búnir til að takast á við byltinguna? Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Kauphöll yfir væntingum Þýska kauphöllin í Frankfurt skilaði 175,1 milljón evra í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Símakostnaður lækkaður með netsíma Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem nefnist Netsíminn. Þjónustan er sögð geta stórlækkað símakostnað fólks. Með Netsímanum er hringt úr nettengdri tölvu og hægt að hringja ókeypis í alla heimasíma, auk þess sem fólk í útlöndum getur hringt í netsíma hér án tilkostnaðar. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Línuhönnun fær gæðaverðlaunin Verkfræðistofan Línuhönnun fékk Íslensku gæðaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica síðdegis í gær. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Fimmtungsfjölgun gistinótta Umsvif í ferðaþjónustu hafa aukist umtalsvert á milli ára samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Gistinætur á hótelum í september í ár voru 114.600 en voru 93.000 í sama mánuði í fyrra, sem er 22 prósenta fjölgun. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Ölvaður engill Extrablaðið danska hefur farið mikinn í sérkennilegri greiningu á íslensku viðskiptalífi. Umfjöllun blaðsins er reyndar með eindæmum þunn og ómerkileg, en getur skaðað þá sem fyrir henni verða. Ritstjóri Extrablaðsins heitir Hans Engell og er fyrrverandi formaður danskra íhaldsmanna. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Erfitt að spá um fortíðina Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31 Samruni Kauphallarinnar við OMX styrkir íslensk fyrirtæki Jukka Ruuska, forstjóri kauphallarsamstæðunnar OMX, segir samruna Kauphallar Íslands við OMX koma íslenskum fyrirtækjum til góða og efla þau ef eitthvað er. Ruuska segir í viðtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson að allar áhyggjur séu ástæðulausar. Íslensk fyrirtæki eigi síður en svo á hættu að verða tekin yfir af erlendum aðilum, að hans mati. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 IMF segir hagvöxt góðan í S-Ameríku Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir verðhækkanir á hráolíu, aukin neysla á heimamarkaði og góð peningamálastjórn hafa komið löndum í Suður-Ameríku til góða og hafa uppfært hagvaxtarspá landanna. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:32 Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:31 Stjörnum prýdd ráðstefna Í síðustu viku stóð ráðgjafarfyrirtækið Nordic eMarketing fyrir mikilli ráðstefnu og sýningu þar sem fjallað var um markaðssetningu og samskipti á netinu. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Stóri Brandur næsta máltíð Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32 Tap GM minna en upphaflega var talið Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:04 Marel tapaði 61 milljón króna Marel skilaði 674.000 evra tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 61 milljónar krónu taps samanborið við 1,2 milljóna evru eða ríflega 104 milljóna króna tapreksturs á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 7.11.2006 15:16 Hagnaður íslenskra lánastofnana yfir 136 milljarðar á síðasta ári Hagnaður íslenskra lánastofnana nam samanlagt ríflega 136 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stofnanirnar sem birt var í dag. Innlent 7.11.2006 14:58 Baugur ýjar að málssókn gegn Ekstra-blaðinu Baugur Group mótmælir harðlega þeim blaðagreinum sem blaðamenn danska Ekstra-blaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undanförnu og segir greinarnar fullar af villum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Innlent 7.11.2006 14:26 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 223 ›
Peningaskápurinn ... Endi var bundinn á áralanga deilu Atlantsskipa og Samskipa í Hæstarétti nú í byrjun vikunnar. Atlantsskip höfðu farið fram á bætur upp á rúmlega 72 milljónir króna vegna vanefnda á samningi um flutninga sem félögin höfðu gert með sér árið 2001 og endurnýjað árið 2003. Viðskipti innlent 8.11.2006 17:03
Færri nýir fólksbílar Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar. Innlent 8.11.2006 17:30
Uppsagnir í kauphöllinni í New York Kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum ætlar að segja upp 17 prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins eða um 500 manns. Þetta eru einhverjar viðamestu uppsagnir innan fyrirtækisins síðan árið 1991. Ástæðan er aukin sjálfvirkni í kjölfar yfirtöku NYSE á rafræna hlutabréfamarkaðnum Archipelago Holdings Inc. Viðskipti erlent 8.11.2006 16:31
Baugur og félagar ljúka 77 milljarða króna yfirtöku á HOF Baugur og meðfjárfestar greiða samtals um 77 milljarða króna fyrir bresku verslunarkeðjuna House of Fraiser en yfirtöku á öllu hlutfé félagsins lauk í dag. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að tilboði upp á 148 pens á hlut hafi verið tekið í byrjun síðasta mánaðar en inni í heildarkaupverði er heildarfjármögnun skulda félagsins. Innlent 8.11.2006 14:11
Afkoma Pliva batnar milli ára Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva skilaði 67,4 milljónum bandaríkjadölum í hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta svarar til 4,6 milljarða íslenskra króna sem er talsverður viðsnúningur frá afkomu síðasta árs þegar fyrirtækið tapaði 34,1 milljón dal eða rúmlega 2,3 milljörðum króna. Erlent 8.11.2006 11:30
Minni samdráttur á fasteignamarkaði Þinglýstum fasteignasamningum á höfuðborgarsvæðinu í október fækkaði um 26 prósent frá sama tíma fyrir ári en samdráttur í veltu nemur 17 prósentum, samkvæmt upplýsingum sem Fasteignamat ríkisins birti nýlega. Viðskipti innlent 8.11.2006 11:07
Seðlabanki Indónesíu lækkar stýrivexti Seðlabanki Indónesíu lækkaði stýrivexti um 50 punkta í gær og standa vextirnir nú í 10,25 prósentum. Þetta er sjötta stýrivaxtalækkun seðlabanka Indónesíu á árinu. Ástæðan er snörp verðbólgulækkun í landinu sem hefur farið úr 14,5 prósentum í september í 6,2 prósent nú. Viðskipti erlent 8.11.2006 10:22
Forstjóri Volkswagen segir upp Bernd Pischetsrieder, forstjóri þýsku bílasmiðja Volkswagen, ætlar að segja starfi sínu lausu um áramótin en við starfi hans tekur Martin Winterkorn, yfirmaður Audi. Á sama tíma hefur Christian Streiff, fyrrum forstjóri Airbus, tekið við starfi forstjóra franska bílaframleiðandans Peugeot, eins helsta samkeppnisaðila Volkswagen. Viðskipti erlent 8.11.2006 09:35
Gott fyrir Eyjamenn Síminn hefur tekið í notkun nýja gagnvirka þjónustu í sjónvarpi um ADSL. Nú gefst viðskiptavinum með sjónvarp um ADSL kostur á að taka þátt í kosningum og skoðanakönnunum í gegnum fjarstýringu. Þjónustan var tekin í notkun fyrir skömmu í þættinum 6 til sjö á SkjáEinum. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
EGO fær viðurkenningu Orkuseturs Orkusetur veitir EGO sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir lofsvert frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Framlag EGO felst í því að bjóða ökumönnum tölvustýrða mælingu og loftjöfnun á hjólbörðum bifreiða á öllum EGO stöðvunum. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Faxaflóahafnir taka upp Vigor-kerfi Faxaflóahafnir og TM Software hafa undirritað samning um umfangsmikla innleiðingu á Vigor-viðskiptahugbúnaði hjá Faxaflóahöfnum. Með nýja búnaðinum á að bæta verkefnastýringu og upplýsingavinnslu Faxaflóahafna, auk þess sem fjarvinnslumöguleikar kerfisins eiga að einfalda starfsmönnum að vinna með viðskiptagögn óháð því hvar þeir eru staddir. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Ekki tekinn alvarlega Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka og formaður nýrra samtaka fjármálafyrirtækja, segir stofnun sameinaðra samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og tryggingafyrirtækja hafa verið til umræðu allt frá árinu 2000. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Kynna íslenskt fjármálalíf erlendis Íslenskur fjármálamarkaður hefur vaxið hraðar en aðrar atvinnugreinar. Eitt af hlutverkum nýrra samtaka fjármálafyrirtækja verður að kynna íslenskt efnahagslíf á erlendum vettvangi. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Promens hækkar boðið Promens, dótturfélag Atorku, hækkaði í gær tilboð sitt í plastframleiðslufyrirtækið Polimoon, í kjölfar þess að Plast Holding A/S tilkynnti um hækkun síns tilboð til jöfnunar tilboði Promens. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Hin skapandi fjórða stoð hagkerfisins Fræðimenn boða byltingu í atvinnuháttum og vilja bæta fjórðu stoðinni við það sem verið hefur þrískipting hagkerfisins undanfarin 250 ár: Frumframleiðsla, iðnaður, þjónusta og - skapandi atvinnuvegir. Hverju þarf að breyta til þess að Íslendingar verði vel í stakk búnir til að takast á við byltinguna? Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Kauphöll yfir væntingum Þýska kauphöllin í Frankfurt skilaði 175,1 milljón evra í hagnað á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 15,1 milljarðs íslenskra króna sem er 58 prósentum meira en á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Símakostnaður lækkaður með netsíma Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem nefnist Netsíminn. Þjónustan er sögð geta stórlækkað símakostnað fólks. Með Netsímanum er hringt úr nettengdri tölvu og hægt að hringja ókeypis í alla heimasíma, auk þess sem fólk í útlöndum getur hringt í netsíma hér án tilkostnaðar. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Línuhönnun fær gæðaverðlaunin Verkfræðistofan Línuhönnun fékk Íslensku gæðaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica síðdegis í gær. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Fimmtungsfjölgun gistinótta Umsvif í ferðaþjónustu hafa aukist umtalsvert á milli ára samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Gistinætur á hótelum í september í ár voru 114.600 en voru 93.000 í sama mánuði í fyrra, sem er 22 prósenta fjölgun. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Ölvaður engill Extrablaðið danska hefur farið mikinn í sérkennilegri greiningu á íslensku viðskiptalífi. Umfjöllun blaðsins er reyndar með eindæmum þunn og ómerkileg, en getur skaðað þá sem fyrir henni verða. Ritstjóri Extrablaðsins heitir Hans Engell og er fyrrverandi formaður danskra íhaldsmanna. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Erfitt að spá um fortíðina Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:31
Samruni Kauphallarinnar við OMX styrkir íslensk fyrirtæki Jukka Ruuska, forstjóri kauphallarsamstæðunnar OMX, segir samruna Kauphallar Íslands við OMX koma íslenskum fyrirtækjum til góða og efla þau ef eitthvað er. Ruuska segir í viðtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson að allar áhyggjur séu ástæðulausar. Íslensk fyrirtæki eigi síður en svo á hættu að verða tekin yfir af erlendum aðilum, að hans mati. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
IMF segir hagvöxt góðan í S-Ameríku Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir verðhækkanir á hráolíu, aukin neysla á heimamarkaði og góð peningamálastjórn hafa komið löndum í Suður-Ameríku til góða og hafa uppfært hagvaxtarspá landanna. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:32
Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:31
Stjörnum prýdd ráðstefna Í síðustu viku stóð ráðgjafarfyrirtækið Nordic eMarketing fyrir mikilli ráðstefnu og sýningu þar sem fjallað var um markaðssetningu og samskipti á netinu. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Stóri Brandur næsta máltíð Sá leiði fylgikvilli fylgir því þegar maður tekur vel til matar síns af góðum mat að þá verður maður saddur. Það er leiðinlegt. Kosturinn við fjárfestingar og hagnað af þeim er hins vegar sá að maður verður aldrei saddur. Svona svipað því að vera grænmetisæta. Viðskipti innlent 7.11.2006 16:32
Tap GM minna en upphaflega var talið Endurskoðaðar afkomutölur bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) benda til að tap fyrirtækisins hafi verið minna á þriðja ársfjórðungi en talið var í fyrstu. Viðskipti erlent 7.11.2006 16:04
Marel tapaði 61 milljón króna Marel skilaði 674.000 evra tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 61 milljónar krónu taps samanborið við 1,2 milljóna evru eða ríflega 104 milljóna króna tapreksturs á sama tíma fyrir ári. Viðskipti innlent 7.11.2006 15:16
Hagnaður íslenskra lánastofnana yfir 136 milljarðar á síðasta ári Hagnaður íslenskra lánastofnana nam samanlagt ríflega 136 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stofnanirnar sem birt var í dag. Innlent 7.11.2006 14:58
Baugur ýjar að málssókn gegn Ekstra-blaðinu Baugur Group mótmælir harðlega þeim blaðagreinum sem blaðamenn danska Ekstra-blaðsins hafa skrifað um fyrirtækið að undanförnu og segir greinarnar fullar af villum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Innlent 7.11.2006 14:26