Viðskipti Með sérsniðin viðskiptakerfi Hugbúnaðarfyrirtækið Merkur Point hefur þróað sérsniðin viðskiptakerfi fyrir verslanir sem eykur hraða og öryggi í afgreiðslu. Fyrirtækið vinnur að innleiðingu kerfisins hjá matsölustaðnum Nings og víðar. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21 Útgefendur saka MySpace um brot Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. Viðskipti erlent 21.11.2006 20:21 Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21 Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. Viðskipti erlent 21.11.2006 14:58 Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu. Innlent 21.11.2006 13:29 Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins. Innlent 21.11.2006 13:13 Greiða rúmlega 14 milljarða fyrir West Ham United Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. Innlent 21.11.2006 12:32 Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík. Innlent 21.11.2006 12:12 Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. Viðskipti erlent 21.11.2006 09:49 Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. Viðskipti innlent 21.11.2006 09:34 Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55 Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51 Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35 LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 14:31 Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24 Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23 Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 20.11.2006 11:19 Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 10:11 365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:06 SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:01 Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Viðskipti erlent 19.11.2006 03:24 Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. Viðskipti erlent 18.11.2006 15:17 House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. Viðskipti erlent 17.11.2006 18:15 Tvöfalda hagnaðinn Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljónir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæðan 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15 Peningaskápurinn ... Uppskipting Dagsbrúnar þýðir að Dagsbrúnarnafnið er á lausu, en ekki var laust við að einhverjir firrtust við þegar félagið tók sér nafnið sem áður prýddi Verkamannafélagið Dagsbrún, en það rann svo með fleirum inn í Eflingu. (Svo er náttúrlega til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum.) Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15 Hands Holding til starfa Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfélagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bilinu 40-50 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15 Dagsbrún lýkur störfum Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15 Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.11.2006 16:47 Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. Viðskipti erlent 17.11.2006 15:41 Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 14:36 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 223 ›
Með sérsniðin viðskiptakerfi Hugbúnaðarfyrirtækið Merkur Point hefur þróað sérsniðin viðskiptakerfi fyrir verslanir sem eykur hraða og öryggi í afgreiðslu. Fyrirtækið vinnur að innleiðingu kerfisins hjá matsölustaðnum Nings og víðar. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21
Útgefendur saka MySpace um brot Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music hefur stefnt netveitunni MySpace.com vegna brota á höfundarréttarlögum. Netveitan býður netverjum upp á að búa til eigin vefsvæði auk þess sem hægt er að leita eftir tónlistar- og myndskrám á netinu, sem þeir geta horft og hlustað á og deilt með öðrum. Viðskipti erlent 21.11.2006 20:21
Löggild netkvittun hjá Atlantsolíu Atlantsolía tók á föstudag í síðustu viku í notkun nýja gerð kvittana sem fást þegar dælulykill fyrirtækisins er notaður. Dælan sendir kvittun fyrir eldsneytiskaupum sem PDF-skrá í viðhengi í tölvupósti og eru þær gildir reikningar í bókhaldi fyrirtækja og einstaklinga. Viðskipti innlent 21.11.2006 20:21
Gengi 365 hf. heldur áfram að lækka Gengi hlutabréfa 365 hf., sem áður var Dagsbrún, hefur lækkað um nærri 9,2 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er annar dagurinn í röð sem bréfin lækka umtalsvert. Lækkunin í gær nam 8 prósentum miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar áður en það félag breyttist í 365. Viðskipti erlent 21.11.2006 14:58
Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu. Innlent 21.11.2006 13:29
Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins. Innlent 21.11.2006 13:13
Greiða rúmlega 14 milljarða fyrir West Ham United Eggert Magnússon og félagar sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er 108 milljónir punda eða um 14 milljarðar króna. Innlent 21.11.2006 12:32
Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík. Innlent 21.11.2006 12:12
Þýska kauphöll sögð íhuga kaup á spænsku kauphöllinni Þýska kauphöllin í Frankfurt, Deutsche Börse, er sögð íhuga að gera yfirtökutilboð í Kauphöll Spánar, Bolsa Y Mercados Espanoles. Ekki er nákvæmlega tilgreint hversu hátt tilboð Deutsche Börse er að öðru leyti en því að það hljóðar upp á 33 evrur á hlut. Viðskipti erlent 21.11.2006 09:49
Moody’s staðfestir skuldabréfaútgáfu ríkissóðs Lánshæfisfyrirtækið Moody’s hefur gefið út lánshæfiseinkunn Aaa fyrir nýja skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands til fimm ára að fjárhæð 1 milljarður evra eða 90,80 milljarða íslenskar krónur.Horfur fyrir lánshæfismatið eru stöðugar. Viðskipti innlent 21.11.2006 09:34
Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55
Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51
Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35
LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 14:31
Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24
Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23
Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi. Viðskipti erlent 20.11.2006 11:19
Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 10:11
365 hf. ekki skráð í vísitölu Kauphallar í dag Skipting Dagsbrúnar hf. í tvö félög, Teymi og 365 hf., sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins sl. föstudag, veldur því að ekki er til viðskiptasaga fyrir 365 hf. í núverandi mynd. 365 hf. mun því ekki verða í hlutabréfavísitölum Kauphallarinnar í dag. Hlutir Teymis verða hins vegar skráðir í kauphöllina. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:06
SP-Fjármögnun - Eignarhaldsfélagið kaupir ráðandi hlut í Verði Eignarhaldsfélagið ehf. keypti í dag 98% hlutafjár í Verði Íslandstryggingu hf. Kaupin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins um að kaupendur fari með ráðandi hlut í félaginu. Samhliða kaupunum mun Guðmundur Jóh. Jónsson verða ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Viðskipti innlent 20.11.2006 10:01
Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Viðskipti erlent 19.11.2006 03:24
Stjórnarformaður Visa International segir upp Christopher Rodrigues, stjórnarformaður Visa International, hefur sagt upp störfum. Uppsögnin mun vera óánægja með almennt hlutafjárútboð í greiðslukortafyrirtækinu og skráningu þess á markað. Viðskipti erlent 18.11.2006 15:17
House of Fraser semur við birgja Stjórn bresku verslanakeðjunnar House of Fraser ætlar að senda birgjum bréf í næstu viku þar sem þess er óskað að fyrirtækinu verði veittur afsláttur af vöruverði auk þess sem greiðslufrestur til birgjaverði lengdur. Viðskipti erlent 17.11.2006 18:15
Tvöfalda hagnaðinn Hagnaður fjárfestingafélagsins Atorku Group nam rúmum 555 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 224 milljónir á sama tíma í fyrra. Séu öll félög Atorku tekin með skilaði samstæðan 32,2 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Félagið skilar uppgjöri í tvennu lagi, móðurfélagi annars vegar og samtæðu hins vegar. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15
Peningaskápurinn ... Uppskipting Dagsbrúnar þýðir að Dagsbrúnarnafnið er á lausu, en ekki var laust við að einhverjir firrtust við þegar félagið tók sér nafnið sem áður prýddi Verkamannafélagið Dagsbrún, en það rann svo með fleirum inn í Eflingu. (Svo er náttúrlega til Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum.) Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15
Hands Holding til starfa Sá hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis hefur verið settur í eignarhaldsfélagið Hands Holding sem fyrst kallaðist K2. Hluthafar félagsins eru Teymi, 365, Milestone og Straumur-Burðarás. Teymi er stærsti hluthafinn með hlut á bilinu 40-50 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15
Dagsbrún lýkur störfum Félaginu verður skipt upp í tvö skráð rekstrarfélög, 365 á sviði fjölmiðla og afþreyingar en Teymi á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður 365 en Þórdís Sigurðardóttir fer fyrir stjórn Teymis. Viðskipti innlent 17.11.2006 18:15
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Atlantic Petroleum tapaði 257,8 milljónum danskra króna eða um 3 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er talsvert betri afkoma en fyrir ári þegar félagið tapaði 2,5 milljörðum danskra króna eða 30 milljörðum króna. Viðskipti innlent 17.11.2006 16:47
Fræðibókaútgáfa skiptir um hendur Bandaríska fræðibókaútgáfan John Wiley & Sons Inc greindi frá því í dag að félagið hefði keypt útgáfufyrirtækið Blackwell Publishing Holdings Ltd. Kaupverð nemur 572 milljónum bandaríkjadala eða rétt rúmum 40 milljörðum króna. John Wiley & Sons var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars fyrst út bækur eftir þá Edgar Allan Poe og Herman Melville. Viðskipti erlent 17.11.2006 15:41
Kaupþing spáir 7,1 prósents verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því í endurskoðaðri verðbólguspá sinni í dag að vísitala neysluverð hækki um 0,2 prósent í desember. Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga hér á landi 7,1 prósent. Verðbólga mælist nú 7,3 prósent. Viðskipti innlent 17.11.2006 14:36