Mjólkurbikar karla

Fréttamynd

„Eins og draumur að rætast“

„Þetta er bara geggjað, þetta er eins og draumur að rætast,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þróttar, eftir 4-0 sigur síns liðs gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Agla María og Áslaug Munda gera útslagið“

„Maður hefur varla vitað við hverju mátti búast í neinum leik í sumar en ég held að þetta verði töluvert eðlilegri fótboltaleikur en síðasta viðureign þessara liða,“ segir Mist Rúnarsdóttir um stórleik Breiðabliks og Vals í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram

Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.  Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki óeðlilegt ef Sverrir hefði skorað þrennu

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var ekkert að missa sig af gleði yfir því að hafa komist áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. Hann sagði þó seinni hálfleik sinna manna gegn Leikni hafa verið fínan.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Stórkostleg úrslit hjá strákunum

„Þetta var frábært, ég er virkilega stoltur af strákunum. Við höldum hreinu og spilum frábæran varnarleik,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir að hans menn tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins með sigri á Breiðablik.

Fótbolti