Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Fjórtán þúsund lóðum úthlutað

Stærstu sveitarfélög landsins úthlutuðu lóðum undir nær fjórtán þúsund íbúðir síðustu sex árin. Þar af var rúmlega helmingi lóðanna úthlutað síðustu tvö árin. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Kjartans Ólafssonar þingmanns.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu gefa kost á sér

Tuttugu manns gefa kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, en prófkjörið verður ellefta febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmenni á fyrsta bæjarstjórnarfundinum

Um tíundi hver íbúi Voga á Vatnsleysuströnd, eða um hundrað manns, mætti á bæjarstjórnarfund í gær. Fundurinn var sá fyrsti sem bæjarstjórn heldur eftir að hreppurinn sem lengi hefur verið til varð að sveitarfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sorphirðan dýrust á Ísafirði

Ísfirðingar greiða hæst sorphirðugjöld af íbúum fimmtán stærstu sveitarfélaga landsins. Þau hafa jafnframt hækkað meira á milli ára en í öllum hinum stærstu sveitarfélögunum.

Innlent
Fréttamynd

Of lágt boðið í hlut borgarinnar.

Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt.

Innlent
Fréttamynd

Álagningarprósentan lækkar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðahúsnæði um 20 prósent, eða úr 0,335 prósentum í 0,27 prósent. Lóðarleiga og vatnsgjald lækka einnig. Þetta verður þó ekki til að álögur lækka heldur hækka þær ekki meira en sem nemur verðlagsþróun.

Innlent
Fréttamynd

Gunnsteinn vill 2. sætið

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sækist eftir 2. sæti í prófkjöri flokksins vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Gunnsteinn skipaði 3. sæti á framboðslista flokksins fyrir fjórum árum en leggur nú til atlögu við Ármann Kr. Ólason sem þá skipaði 2. sætið.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Þór vill fyrsta sætið

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Hann útilokar ekki að fara í þingframboð.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík fær langmest fé

Reykjavík fær tvöfalt hærra framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga en það sveitarfélag sem fær næst mest úr sjóðnum. Framlögin sem Reykjavík fær eru að stærstum hluta vegna greiðslu húsaleigubóta.

Innlent
Fréttamynd

Fá fría leikskólavist hálfan daginn

Öll börn á Seyðisfirði fá fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa leikskólavist frá og með áramótum. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í gær að bjóða dagfrjálsan leikskóla hálfan daginn fyrir börn á aldrinum eins til fjögurra ára en þetta stendur fimm ára börnum þegar til boða.

Innlent
Fréttamynd

Tólf í framboði í Garðabæ

Tólf taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þar sem valið verður í efstu sæti á lista flokksins við bæjarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja áhættumat fyrir olíuflutninga

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að áhættugreining verði gerð vegna olíuflutning og hvetur samgönguyfirvöld til að hefjast handa við slíka vinnu. Mikið magn olíu fer um Hafnarfjörð í viku hverri og vilja bæjaryfirvöld að áhættugreining liggi fyrir svo hægt sé að skipuleggja viðbrögð ef eitthvað kemur upp á.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið borgar sveitarfélögunum

Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Stefna á framboð í sex sveitarfélögum

Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Tveir listar í framboði

Tveir listar verða í framboði við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Bólstaðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps laugardaginn 10. desember næstkomandi. Listarnir eru Listi framtíðar og Nýtt afl. Þá verður kosið milli þriggja tillagna að nafni nýja sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Íhuga nýtt framboð í Eyjum

Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan tapaði dómsmáli

Hæstiréttur vísaði í gær frá dómi kröfu Orkuveitu Reykjavíkur um að álit Kærunefndar útboðsmála þess efnis að Orkuveitan væri skaðabótaskyld gagnvart Toshiba vegna útboðs fyrir búnað til Hellisheiðarvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Ómar leiðir listann

Ómar Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann bar sigur úr býtum í prófkjöri Framsóknarflokksins í gær og hlaut 666 atkvæði í fyrsta sæti listans. 2.556 greiddu atkvæði. Ómar er eini sitjandi bæjarfulltrúi flokksins sem gaf kost á sér í prófkjörinu.

Innlent
Fréttamynd

250 höfðu kosið á hádegi

250 höfðu tekið þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi á hádegi. Fjórtán eru í framboði, þar af fimm sem stefna á fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Átta bítast um efsta sæti

Prófkjör Framsóknarmanna í Kópavogi hófst klukkan tíu í morgun. Fjórtán eru í framboði og þar af átta sem gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar sem haldnar verða næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Aukna þjónustu til sveitarfélaga

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti yfir vonbrigðum sínum með nýafstaðnar sameiningarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í morgun. Hann sagði ríkisvaldið hafa staðið við sitt með því að leggja fram tvo og hálfan milljarð en sú hvatning hafi greinilega ekki skilað sér.

Innlent
Fréttamynd

400 milljóna rekstrafgangur

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir tæplega 400 milljóna króna rekstrarafgangi en áætlunin var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir vöxt og grósku hafa sett mark á bæjarbraginn á Akureyri undanfarin ár og svo verði áfram.

Innlent
Fréttamynd

Borguðu fyrir eiginkonurnar

Fjórir bæjarráðsfulltrúar Akraness fóru með forsvarsmönnum HB Granda til Leeds í Englandi. Þeir hittu Alex Ferguson sem fékk heimboð upp á Skaga.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tvöfalda íbúafjöldann

Hreppsstjórn Vatnsleysustrandar stefnir að því að tvöfalda íbúafjöldann á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir tvöþúsund við lok þessa áratugar, hátt í þrefalt fleiri en þeir voru um miðbik síðasta áratugar.

Innlent
Fréttamynd

Vatnsleysuströnd verður að bæ

Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur.

Innlent