Seðlabankinn

Fréttamynd

Hefur viku til að stefna blaðamanni

Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu 132 milljónir í námsstyrki

Seðlabankinn hefur veitt 906 námsstyrki frá árinu 2009 fyrir alls 132 milljónir króna. Fræðslustefna bankans miðar að því að auka færni í starfi en ekki að veita styrki til að nota sem starfslokasamning.

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni

Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna.

Innlent
Fréttamynd

Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síðasta vaxtaákvörðun Más

Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Skrípaleikur 

Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins?

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans.

Innlent
Fréttamynd

Synd að stjórnvöld bregðist með þessum hætti

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra segir ákvörðun hæfisnefndar um að horfa ekki til sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins ástæðu þess að hann dró umsögn sína um stöðu seðlabankastjóra til baka.

Innlent
Fréttamynd

Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, dró umsókn um stöðu seðlabankastjóra til baka. Starf hæfisnefndar sé í „hæsta máta óeðlilegt“. Hann varar forsætisráðherra við mistökum.

Innlent
Fréttamynd

Mistök 

Seðlabanki Íslands er ein mikilvægasta og valdamesta stofnun landsins.

Skoðun