Skattar og tollar

Fréttamynd

Víti til varnaðar

Efnahagsleg hagsæld byggir á öflugu atvinnulíf og sterkum útflutningsgreinum. Til að halda áfram þeirri lífskjarasókn sem við höfum verið í undanfarin ár þurfa stjórnvöld að búa öllum atvinnugreinum stöðugt rekstrarumhverfi til framtíðar. Enda er öflugt atvinnulíf forsenda þess að hið opinbera geti veitt nauðsynlega þjónustu og uppbyggingu innviða í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Tölum um hvalrekaskatt

Hvalrekaskattar á banka hafa verið lagðir á í ýmsum ríkjum Evrópu að undanförnu og áform um slíkt hefur víða komið til tals. En hvað er hvalrekaskattur?

Skoðun
Fréttamynd

Bónusar hjá Skattinum „skelfi­legt for­dæmi“

Skafti Harðarson, formaður Samtaka skattgreiðenda, segir bónuskerfi Skattsins siðlaust og spillt. Starfsfólk Skattsins væri opinberir eftirlitsaðilar og ætti að gæta að hlutleysi. Því væri stefnt í hættu með bónusunum. Skatturinn greiddi 260 milljónir í bónusa á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkið niður­greiðir starf­semi banda­rísks stór­fyrir­tækis

Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi.

Umræðan
Fréttamynd

Sið­lausar bónusgreiðslur Skattsins

Það er með öllu siðlaust að starfsmenn Skattsins skuli fá greiddan bónus, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hvað þá að slíkur bónus byggist á markmiðum um endurálagningu á einstaka skattgreiðendur (einstaklinga og lögaðila) og þá líklega álagi sem lagt er ofan á slíkar greiðslur.

Umræðan
Fréttamynd

Tals­maður nýrra skatta, eða sann­girni?

Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna.

Skoðun
Fréttamynd

Skattur af rúmum milljarði króna heyrir sögunni til

Elkem Ísland ehf. þarf ekki að greiða íslenska ríkinu skatt af rúmlega milljarði króna. Landsréttur staðfesti í dag niðurfellingu héraðsdóms á úrskurði ríkisskattstjóra. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tollar í land­búnaði og geð­heil­brigði bænda

Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda.

Innlent
Fréttamynd

„Skatta­yfir­völd eru að mjólka okkur til blóðs“

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vafa­samt lög­mæti niður­fellingar per­sónu­af­sláttar ör­yrkja og elli­líf­eyris­þega sem eru bú­settir er­lendis

Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Saltstaukar Ragnars ekki metnir sem lista­verk

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson þarf að greiða virðisaukaskatt af hundrað salt- og piparstaukum úr postulíni sem hann flutti inn. Tollstjóri taldi ekki rétt að flokka staukana sem listaverk. Ragnar lagði þó tollstjóra í deilu um hvort miða ætti við framleiðslu- eða söluverð staukanna.

Innlent
Fréttamynd

Engin kátína innan ferða­þjónustu með hærri gistináttaskatt

Eftir helgi, þegar nýtt ár gengur í garð þarf að rukka ferðamenn um svokallaðan gistináttaskatt. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar er ósáttur við hátt í hundrað prósent hækkun með svo litlum fyrirvara og segir greinina eiga í vanda með að útfæra innheimtuna því mikið af sölunni fyrir næsta ár hefur þegar átt sér stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur skrái kílómetrastöðu í janúar

Alþingi samþykkti um helgina frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á rafmagns, vetnis-og tengiltvinnbíla í flokki fólks- og sendibíla. Fyrsta skráning eigenda á kílómetrastöðu á að fara fram fyrir 20. janúar næstkomandi. 

Innlent
Fréttamynd

Trölli fær ekki að stela hjóla­jólunum

Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. 

Skoðun
Fréttamynd

Aukin skatt­heimta á í­búa þegar síst skyldi

Fyrir liggur að hækkun fasteignamats íbúðahúsnæðis í Reykjanesbæ nemur 17,5% á milli áranna 2023 og 2024 sem er töluvert umfram verðlagshækkanir. Þessi hækkun þýðir auknar tekjur fyrir Reykjanesbæ og um leið auknar álögur á íbúa, þegar síst skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti

Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði.

Innlent