Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Sprengjur og tjöld

Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Van­traust eða af­sögn ráð­herra eina leiðin

Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að ríkið kaupi í­búa Grinda­víkur út

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og íbúi í Grindavík, segir það allt of mikla svartsýnisspá að ekki verði búið aftur í Grindavík næstu árin eða áratugi. Það sé fullur hugur í eigendum fyrirtækja að halda starfsemi áfram, sem sé forsenda þess að hægt sé að byggja bæinn upp á nú. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa þá íbúa sem ekki geti hugsað sér að snúa til baka. 

Innlent
Fréttamynd

Ástríðupólitíkusinn Guð­laugur Þór er hvergi nærri á förum

Þegar blaðamaður Vísis gekk á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var dimmt og slagviðri. Ráðuneytið flutti skömmu fyrir áramót í nýlegt húsnæði, 8. hæð, þá efstu við Borgartún 26 og hefur vegur þess aukist síðan Júlíus Sólnes var fyrsti umhverfisráðherrann 1990.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni heiðraður á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sæmdi Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisfloksins stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í desember.

Innlent
Fréttamynd

VG hafi varið ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins van­trausti

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að tjá sig um boðaða vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra en bendir á að Vinstri Grænir hafi varið ráðherra Sjálfstæðisflokksins vantrausti þegar á það reyndi.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís og sjallarnir

Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég var drulluhrædd í heilt ár“

„Eins undarlega og það hljómar, þá labba ég ekki framhjá innanríkisráðuneytinu. Ég fer ekki fyrir framan þetta hús. Ég get ekki labbað fyrir framan þetta hús. Ég bara get það ekki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrum innanríkisráðherra. Í nýju viðtali lýsir hún augnablikinu þegar Gísli Freyr Valdórsson og eiginkona hans mættu tárvot á skrifstofu hennar og komu varla upp orði.

Innlent
Fréttamynd

Bíða við­bragða ríkis­stjórnarinnar

Stjórnarandstaðan er ekki samstíga um hvort leggja eigi fram vantrausttillögu á matvælaráðherra þegar Alþingi kemur saman á ný. Sumir eru á því á meðan aðrir telja þetta vandamál ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um út­gangs­punkt Um­boðs­manns

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir álit umboðsmanns um hvalveiðar annars vegar og Íslandsbankasöluna hins vegar ólík enda hafi matvælaráðherra brotið gegn reglum stjórnskipunarréttar og að öllum líkindum bakað ríkinu skaðabótaskyldu sem fyrrverandi fjármálaráðherra hafi ekki gert. Málið verði að taka alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Enn fer mig að klæja

Af og til hefur það komið fyrir í íslensku samfélagi að upp hefur sprottið óværa sem kallaður hefur verið njálgur. Oftast hefur fyrirbæri þetta sprottið upp í skólasamfélaginu og þá aðallega hjá yngstu aldursflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Arnar Þór ætlar á Bessa­staði

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei mælst minni í Þjóðar­púlsi Gallup

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og hefur flokkurinn aldrei mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúlsins. Samfylkingin mælist enn stærst með 28 prósenta fylgi og Miðflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkurinn.

Innlent
Fréttamynd

Jón segir ríkis­stjórnina komna á enda­stöð

Helsti stjórnarandstæðingurinn á þingi núna kemur úr röðum stjórnarþingmanna. Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er fulltrúi hundóánægðra þingmanna sem telja fráleitt að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tali um að nú þurfi að gera orkustefnu til framtíðar.

Innlent